Allir vildu hitta Anníe Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. janúar 2023 09:30 Anníe Mist Þórisdóttir hafði nóg að gera í heimsókn sinni til Miami. Mynd/Instagram/anniethorisdottir Anníe Mist Þórisdóttir er risastórt nafn innan CrossFit heimsins sem er auðvitað fullkomlega eðlilegt enda búin að vera við toppinn í miklu meira en áratug og sú fyrsta til að verða tvisvar sinnum heimsmeistari í íþróttinni. Vinsældir Anníe sjást ekki síst þegar hún skipuleggur eða tekur þátt í viðburðum fyrir aðdáendur sína. Þar er þeim gefið tækifæri til að hitta hana, taka stutt spjall, fá eiginhandaráritanir og taka af sér mynd með Anníe. Á nýloknu Wodapalooza móti í Miami fengu aðdáendur Anníe að drekka aðeins í sig jákvæðni hennar og gleði, einn á eina. Anníe Mist varð í öðru sæti í liðakeppni á mótinu þar sem hún keppti við hlið vinkonu sinnar Katrínar Tönu Davíðsdóttur og bandaríska undrabarnsins Mal O´Brien. Á þessu móti er líka mikið um að vera fyrir utan keppnina en þetta er tækifæri fyrir CrossFit heiminn til að hittast og besta CrossFit fólkið er því líka upptekið fyrir utan keppnuisgólfið. Anníe Mist er gott dæmi um það. Einn styrktaraðili hennar, Yerbaé, fékk Anníe til trekkja að hjá sér og það er óhætt að segja að íslenska CrossFit goðsögnin hafi gert það. Yerbaé setti líka inn nokkrar myndir og myndbönd af viðburðinum og hrósaði Anníe fyrir almennilegheit og hvatningu til allra þeirra sem fengu að hitta hana í persónu. Í færslu á samfélagsmiðlum sínum bendir Yerbaé á það að það þjálfi upp 53 vöðva í andlitinu að brosa og að þeir hafi fengið góða þjálfun þennan dag. Hér fyrir neðan má sjá Anníe í essinu sínu með aðdáendum. View this post on Instagram A post shared by Yerbae (@drinkyerbae) CrossFit Mest lesið Bjórinn gefins og Reykjavíkurborg standi í vegi fyrir Víkingum Fótbolti Landsliðskonan á von á barni Fótbolti Lögreglan hafi mætt og stöðvað bjórsölu: „Væntanlega til að bjarga mannslífum“ Fótbolti Tilþrifin: Varin skot og ótrúlegar körfur Valsmanna Körfubolti Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Enski boltinn Dagskráin í dag: Enski boltinn og úrslitaleikur um Evrópusæti í Bestu Sport Sjáðu mörkin sem björguðu KR og felldu Vestra og Aftureldingu Fótbolti Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Formúla 1 „Þetta er næstum því of gott til þess að vera satt“ Sport „Það er spurning fyrir stjórnina“ Sport Fleiri fréttir Sjáðu mörkin sem björguðu KR og felldu Vestra og Aftureldingu Tilþrifin: Varin skot og ótrúlegar körfur Valsmanna Dagskráin í dag: Enski boltinn og úrslitaleikur um Evrópusæti í Bestu Landsliðskonan á von á barni Bjórinn gefins og Reykjavíkurborg standi í vegi fyrir Víkingum Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Lögreglan hafi mætt og stöðvað bjórsölu: „Væntanlega til að bjarga mannslífum“ Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið „Fallegt þegar þú setur þér markmið að ná þeim“ „Þetta er næstum því of gott til þess að vera satt“ „Það er spurning fyrir stjórnina“ Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Napoli á toppinn eftir sigur í toppslag „Framtíðin er björt hérna á Skaganum“ „Förum eitt skref til baka en tökum svo tvö fram á við“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina KA/Þór sótti sigur gegn Fram og stigalausar Stjörnukonur Fram kjöldró HK og spenna í Eyjum Meistararnir unnu gegn ÍBV og ÍR hafði betur gegn Selfyssingum Andri Lucas tryggði Blackburn þrjú stig í endurkomusigri Sunderland kom til baka gegn Chelsea og dramatík í Newcastle FH - Fram: 3-4 | Þrenna Sigurðar Bjarts dugði skammt Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Donni og félagar björguðu stigi undir lokin Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Mikael kom Djurgården á bragðið í stórsigri Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Leikurinn mikilvægi verður í Akraneshöllinni Sjá meira
Vinsældir Anníe sjást ekki síst þegar hún skipuleggur eða tekur þátt í viðburðum fyrir aðdáendur sína. Þar er þeim gefið tækifæri til að hitta hana, taka stutt spjall, fá eiginhandaráritanir og taka af sér mynd með Anníe. Á nýloknu Wodapalooza móti í Miami fengu aðdáendur Anníe að drekka aðeins í sig jákvæðni hennar og gleði, einn á eina. Anníe Mist varð í öðru sæti í liðakeppni á mótinu þar sem hún keppti við hlið vinkonu sinnar Katrínar Tönu Davíðsdóttur og bandaríska undrabarnsins Mal O´Brien. Á þessu móti er líka mikið um að vera fyrir utan keppnina en þetta er tækifæri fyrir CrossFit heiminn til að hittast og besta CrossFit fólkið er því líka upptekið fyrir utan keppnuisgólfið. Anníe Mist er gott dæmi um það. Einn styrktaraðili hennar, Yerbaé, fékk Anníe til trekkja að hjá sér og það er óhætt að segja að íslenska CrossFit goðsögnin hafi gert það. Yerbaé setti líka inn nokkrar myndir og myndbönd af viðburðinum og hrósaði Anníe fyrir almennilegheit og hvatningu til allra þeirra sem fengu að hitta hana í persónu. Í færslu á samfélagsmiðlum sínum bendir Yerbaé á það að það þjálfi upp 53 vöðva í andlitinu að brosa og að þeir hafi fengið góða þjálfun þennan dag. Hér fyrir neðan má sjá Anníe í essinu sínu með aðdáendum. View this post on Instagram A post shared by Yerbae (@drinkyerbae)
CrossFit Mest lesið Bjórinn gefins og Reykjavíkurborg standi í vegi fyrir Víkingum Fótbolti Landsliðskonan á von á barni Fótbolti Lögreglan hafi mætt og stöðvað bjórsölu: „Væntanlega til að bjarga mannslífum“ Fótbolti Tilþrifin: Varin skot og ótrúlegar körfur Valsmanna Körfubolti Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Enski boltinn Dagskráin í dag: Enski boltinn og úrslitaleikur um Evrópusæti í Bestu Sport Sjáðu mörkin sem björguðu KR og felldu Vestra og Aftureldingu Fótbolti Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Formúla 1 „Þetta er næstum því of gott til þess að vera satt“ Sport „Það er spurning fyrir stjórnina“ Sport Fleiri fréttir Sjáðu mörkin sem björguðu KR og felldu Vestra og Aftureldingu Tilþrifin: Varin skot og ótrúlegar körfur Valsmanna Dagskráin í dag: Enski boltinn og úrslitaleikur um Evrópusæti í Bestu Landsliðskonan á von á barni Bjórinn gefins og Reykjavíkurborg standi í vegi fyrir Víkingum Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Lögreglan hafi mætt og stöðvað bjórsölu: „Væntanlega til að bjarga mannslífum“ Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið „Fallegt þegar þú setur þér markmið að ná þeim“ „Þetta er næstum því of gott til þess að vera satt“ „Það er spurning fyrir stjórnina“ Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Napoli á toppinn eftir sigur í toppslag „Framtíðin er björt hérna á Skaganum“ „Förum eitt skref til baka en tökum svo tvö fram á við“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina KA/Þór sótti sigur gegn Fram og stigalausar Stjörnukonur Fram kjöldró HK og spenna í Eyjum Meistararnir unnu gegn ÍBV og ÍR hafði betur gegn Selfyssingum Andri Lucas tryggði Blackburn þrjú stig í endurkomusigri Sunderland kom til baka gegn Chelsea og dramatík í Newcastle FH - Fram: 3-4 | Þrenna Sigurðar Bjarts dugði skammt Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Donni og félagar björguðu stigi undir lokin Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Mikael kom Djurgården á bragðið í stórsigri Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Leikurinn mikilvægi verður í Akraneshöllinni Sjá meira