„Trúum ekki öðru en að stærsta innigrein landsins fái pláss“ Sindri Sverrisson skrifar 18. janúar 2023 12:32 Sólveig Jónsdóttir er framkvæmdastjóri Fimleikasambands Íslands. vísir/Sigurjón Sólveig Jónsdóttir, framkvæmdastjóri Fimleikasambands Íslands, kallar eftir því að ráðamenn sýni að gert sé ráð fyrir fimleikum í nýju þjóðarhöllinni sem stefnt er að því að rísi í Laugardal árið 2025. Á mánudag kynntu ráðherrar og borgarstjóri stöðuna varðandi byggingu nýrrar þjóðarhallar fyrir innanhúsíþróttir. Höllin á að vera fjölnota og taka 8.600 manns í sæti á íþróttaviðburðum en allt að tólf þúsund manns á tónleikum. Enn á ýmislegt eftir að gerast áður en höllin rís og meðal annars hefur ekki verið samið um skiptingu kostnaðar eða rekstrarfyrirkomulag. Þó að mest hafi verið rætt um að nýja þjóðarhöllin muni nýtast undir boltagreinar segir í skýrslu framkvæmdanefndar að gera verði ráð fyrir festingum í gólfi svo hægt verði að halda fimleikamót. Sólveig vonast hins vegar eftir frekari tryggingu fyrir því að fimleikar eigi sinn sess í höllinni: Íþrótt sem þriðja hver stúlka æfi hljóti að fá pláss „Að það sé að rísa loksins þjóðarhöll á Íslandi er náttúrulega fagnaðarefni sem við ættum öll að fara út og hrópa úr okkur lungun vegna. Loksins er þetta að gerast og við erum glaðari en allir aðrir. Þessi barátta sem íþróttaforystan hefur verið í er aðdáunarverð og loksins er verið að hlusta. Við sáum reyndar í skýrslunni sem kom í gær að það virðist ekki alveg skína í gegn að fimleikar séu partur af þessu, en við trúum ekki öðru en að stærsta innanhúsíþróttagrein landsins fái pláss þarna og við reiknum með að það séu allir að leita leiða til að láta þetta allt saman ganga upp. Íþrótt eins og fimleikar, sem að þriðja hver stúlka í landinu æfir, hlýtur að fá pláss í þessari þjóðarhöll og við hlökkum til að sjá úrlausnirnar sem ráðamenn koma með í þeim málum,“ sagði Sólveig í Sportpakkanum í gærkvöld. Sólveig vísar til þess að fyrir utan útiíþróttirnar fótbolta og golf þá séu flestir iðkendur á landinu í fimleikum, eins og sjá má í árlegu yfirliti ÍSÍ. „Eftir að hafa rýnt í skýrsluna þá sjáum við þarna stækkunarmöguleika. Það er svo mikið mál að setja upp fimleikaaðstöðu og taka hana niður, sérstaklega ef það er bara fyrir eitt mót eða samdægurs fyrir landsliðsæfingu. Við rennum því hýru auga til þessa stækkunarmöguleika því það myndi leysa öll þessi mál og við fengjum að taka þátt í þeirri frábæru vinnu sem framundan er,“ segir Sólveig. Fimleikar Ný þjóðarhöll Mest lesið „Álftanes er með dýrt lið” Körfubolti Hagaði sér eins og MMA-bardagahetja í fótboltaleik Enski boltinn Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Yngri bróðir Mbappé reddaði málunum fyrir Hákon og félaga í kvöld Fótbolti McLaren ætlar að nota heilbrigða skynsemi í ákvörðunum sínum Formúla 1 Hislop með krabbamein Enski boltinn Uppgjörið:Keflavík - KR 104-85| Auðvelt hjá Keflavík - Vandræði KR halda áfram Körfubolti Svona eru riðlarnir á HM í fótbolta 2026 Fótbolti Trump fékk Friðarverðlaunin og setti verðlaunapeninginn strax um hálsinn Fótbolti Dönsk táningastelpa að slá í gegn á EM í sundi Sport Fleiri fréttir „Álftanes er með dýrt lið” Hagaði sér eins og MMA-bardagahetja í fótboltaleik McLaren ætlar að nota heilbrigða skynsemi í ákvörðunum sínum Dönsk táningastelpa að slá í gegn á EM í sundi Yngri bróðir Mbappé reddaði málunum fyrir Hákon og félaga í kvöld Blikar unnu í Grafarvogi og fimm lið eru jöfn á toppnum Uppgjörið:Keflavík - KR 104-85| Auðvelt hjá Keflavík - Vandræði KR halda áfram Hislop með krabbamein „Það verður okkar lykill inn í alla leiki“ Norsku stelpurnar halda áfram að rúlla þessu HM upp Valsmenn með flotta endurkomu í Kaplakrika Uppgjör: Tindastóll-ÍA 102-87 | Stólarnir unnu bangsaleikinn Uppgjörið: Valur - Njarðvík 94-86 | Valur átti síðasta áhlaupið og tryggði sér sigurinn Uppgjör: ÍR-Álftanes 97-86 | Skoruðu tíu fleiri þrista Gott kvöld fyrir Viðarson-bræðurna úr Eyjum Sjáðu böngsunum rigna í Síkinu í kvöld Arnór með stórleik í sænska handboltanum Eyjamenn með tvo sigra í röð í fyrsta sinn síðan í október Bannar risasamning risastjörnunnar Trump fékk Friðarverðlaunin og setti verðlaunapeninginn strax um hálsinn Elín Klara kemur til greina sem besti ungi leikmaðurinn á HM Svona eru riðlarnir á HM í fótbolta 2026 Í bann vegna slakrar landafræðikunnáttu Valur dregur sig úr Bose-bikarnum Lingard yfirgefur Suður-Kóreu Frumsýna skemmtilegan gæðaleikmann í Breiðholti Van Dijk um bekkjarsetu Salah: „Allir þurfa að standa sig“ Spenna í Dalnum fyrir nýjum Kana 19 ára og 1.300 leikja hrina Lebrons á enda Íslandsvinurinn rekinn Sjá meira
Á mánudag kynntu ráðherrar og borgarstjóri stöðuna varðandi byggingu nýrrar þjóðarhallar fyrir innanhúsíþróttir. Höllin á að vera fjölnota og taka 8.600 manns í sæti á íþróttaviðburðum en allt að tólf þúsund manns á tónleikum. Enn á ýmislegt eftir að gerast áður en höllin rís og meðal annars hefur ekki verið samið um skiptingu kostnaðar eða rekstrarfyrirkomulag. Þó að mest hafi verið rætt um að nýja þjóðarhöllin muni nýtast undir boltagreinar segir í skýrslu framkvæmdanefndar að gera verði ráð fyrir festingum í gólfi svo hægt verði að halda fimleikamót. Sólveig vonast hins vegar eftir frekari tryggingu fyrir því að fimleikar eigi sinn sess í höllinni: Íþrótt sem þriðja hver stúlka æfi hljóti að fá pláss „Að það sé að rísa loksins þjóðarhöll á Íslandi er náttúrulega fagnaðarefni sem við ættum öll að fara út og hrópa úr okkur lungun vegna. Loksins er þetta að gerast og við erum glaðari en allir aðrir. Þessi barátta sem íþróttaforystan hefur verið í er aðdáunarverð og loksins er verið að hlusta. Við sáum reyndar í skýrslunni sem kom í gær að það virðist ekki alveg skína í gegn að fimleikar séu partur af þessu, en við trúum ekki öðru en að stærsta innanhúsíþróttagrein landsins fái pláss þarna og við reiknum með að það séu allir að leita leiða til að láta þetta allt saman ganga upp. Íþrótt eins og fimleikar, sem að þriðja hver stúlka í landinu æfir, hlýtur að fá pláss í þessari þjóðarhöll og við hlökkum til að sjá úrlausnirnar sem ráðamenn koma með í þeim málum,“ sagði Sólveig í Sportpakkanum í gærkvöld. Sólveig vísar til þess að fyrir utan útiíþróttirnar fótbolta og golf þá séu flestir iðkendur á landinu í fimleikum, eins og sjá má í árlegu yfirliti ÍSÍ. „Eftir að hafa rýnt í skýrsluna þá sjáum við þarna stækkunarmöguleika. Það er svo mikið mál að setja upp fimleikaaðstöðu og taka hana niður, sérstaklega ef það er bara fyrir eitt mót eða samdægurs fyrir landsliðsæfingu. Við rennum því hýru auga til þessa stækkunarmöguleika því það myndi leysa öll þessi mál og við fengjum að taka þátt í þeirri frábæru vinnu sem framundan er,“ segir Sólveig.
Fimleikar Ný þjóðarhöll Mest lesið „Álftanes er með dýrt lið” Körfubolti Hagaði sér eins og MMA-bardagahetja í fótboltaleik Enski boltinn Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Yngri bróðir Mbappé reddaði málunum fyrir Hákon og félaga í kvöld Fótbolti McLaren ætlar að nota heilbrigða skynsemi í ákvörðunum sínum Formúla 1 Hislop með krabbamein Enski boltinn Uppgjörið:Keflavík - KR 104-85| Auðvelt hjá Keflavík - Vandræði KR halda áfram Körfubolti Svona eru riðlarnir á HM í fótbolta 2026 Fótbolti Trump fékk Friðarverðlaunin og setti verðlaunapeninginn strax um hálsinn Fótbolti Dönsk táningastelpa að slá í gegn á EM í sundi Sport Fleiri fréttir „Álftanes er með dýrt lið” Hagaði sér eins og MMA-bardagahetja í fótboltaleik McLaren ætlar að nota heilbrigða skynsemi í ákvörðunum sínum Dönsk táningastelpa að slá í gegn á EM í sundi Yngri bróðir Mbappé reddaði málunum fyrir Hákon og félaga í kvöld Blikar unnu í Grafarvogi og fimm lið eru jöfn á toppnum Uppgjörið:Keflavík - KR 104-85| Auðvelt hjá Keflavík - Vandræði KR halda áfram Hislop með krabbamein „Það verður okkar lykill inn í alla leiki“ Norsku stelpurnar halda áfram að rúlla þessu HM upp Valsmenn með flotta endurkomu í Kaplakrika Uppgjör: Tindastóll-ÍA 102-87 | Stólarnir unnu bangsaleikinn Uppgjörið: Valur - Njarðvík 94-86 | Valur átti síðasta áhlaupið og tryggði sér sigurinn Uppgjör: ÍR-Álftanes 97-86 | Skoruðu tíu fleiri þrista Gott kvöld fyrir Viðarson-bræðurna úr Eyjum Sjáðu böngsunum rigna í Síkinu í kvöld Arnór með stórleik í sænska handboltanum Eyjamenn með tvo sigra í röð í fyrsta sinn síðan í október Bannar risasamning risastjörnunnar Trump fékk Friðarverðlaunin og setti verðlaunapeninginn strax um hálsinn Elín Klara kemur til greina sem besti ungi leikmaðurinn á HM Svona eru riðlarnir á HM í fótbolta 2026 Í bann vegna slakrar landafræðikunnáttu Valur dregur sig úr Bose-bikarnum Lingard yfirgefur Suður-Kóreu Frumsýna skemmtilegan gæðaleikmann í Breiðholti Van Dijk um bekkjarsetu Salah: „Allir þurfa að standa sig“ Spenna í Dalnum fyrir nýjum Kana 19 ára og 1.300 leikja hrina Lebrons á enda Íslandsvinurinn rekinn Sjá meira