Sigur Söru sé tímamótasigur í réttindum leikmanna um fæðingarorlof Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 18. janúar 2023 07:01 Sara Björk Gunnarsdóttir vann „tímamótasigur“ er fyrrum félagi hennar, Lyon, var gert að greiða henni full laun fyrir þann tíma sem hún var ólétt. Puma Leikmannasamtökin FIFPRO segja að sigur Söru Bjarkar Gunnarsdóttur í máli hennar gegn fyrrverandi félagi hennar, Lyon, sé tímamótasigur í réttindum leikmanna um fæðingarorlof. Félaginu var gert að greiða Söru vangoldin laun frá því að hún var ófrísk. Eins og fjallað var um hér á Vísi í gær skrifaði Sara langa grein á vef The Players Tribune þar sem hún greinir frá því að hún hafi ekki notið stuðnings fyrrum vinnuveitenda síns á meðan hún var ófrísk. Félagið hafi ekki greitt henni full laun á meðan hún gekk með barnið og þá hafi henni verið hótað að hún myndi ekki eiga neina framtíð hjá félaginu ef hún færi með málið til FIFA. Í kjölfar greinarinnar sem Sara skrifaði birti Lyon svo fréttatilkynningu þar sem félagið svarar gagnrýni hennar og segist hafa gert allt sem í þeirra valdi hafi staðið til að styðja við bak landsliðsfyrirliðans fyrrverandi. Þrátt fyrir að segjast hafa gert allt sem félagið gat til að styðja við bakið á Söru hefur Alþjóðaknattspyrnusambandið FIFA hins vegar skikkað Lyon til að greiða henni full laun fyrir þann tíma sem hún var barnshafandi. Í grein sinni sagði Sara að þetta snérist ekki bara um viðskipti, heldur um réttindi hennar sem starfsmanns, sem konu og manneskju. Ég vil vera viss um að enginn þurfi að ganga í gegnum það sama og ég aftur. Og ég vil að Lyon viti að þetta er ekki í lagi. Þetta snerist ekki „bara um viðskipti.“ Þetta snýst um réttindi mín sem starfsmanns, sem konu og manneskju. „Gríðarlega mikilvægt fyrir knattspyrnukonur og kvennaboltann í heild“ Leikmannasamtökin FIFPRO sendu Söru svo hamingjuóskir á Twitter-síðu sinni í gær þar sem samtökin segja að sigur Söru sé tímamótasigur í réttindum leikmanna um fæðingarorlof. „FIFPRO óskar Söru Björk Gunnarsdóttur til hamingju með árangursríka málsókn hennar á hendur Olympique Lyonnais eftir að félagið greiddi henni ekki full laun á meðan hún var ófrísk,“ segir í færslu FIFPRO. „Við erum ánægð með að hafa aðstoðað hana við að hafa unnið sigur í fyrsta máli sinnar tegundar frá því að ný reglugerð FIFA varðandi fæðingarorlof tók gildi í janúar árið 2021.“ „Það er gríðarlega mikilvægt fyrir knattspyrnukonur og kvennaboltann í heild að þetta lögboðna fæðingarorlof hafi bæði verið sett á og að því sé framfylgt á alþjóðavísu.“ Sara Bjork Gunnarsdottir’s landmark ruling against former club Olympique Lyonnais sends a clear message to clubs and footballers worldwide:The strict application of maternity rights is enforceable.🔗 https://t.co/SmInzY0xBs pic.twitter.com/aXd4zbazFm— FIFPRO (@FIFPRO) January 17, 2023 Franski boltinn Kjaramál Deila Söru Bjarkar og Lyon Tengdar fréttir Lyon svarar Söru og segist hafa gert allt sem það gat til að styðja við bakið á henni Franska knattspyrnufélagið Lyon sendi frá sér fréttatilkynningu fyrr í kvöld þar sem félagið svarar gagnrýni Söru Bjarkar Gunnarsdóttur. Sara skrifaði langa grein á vefsíðunni The Players Tribune þar sem hún segir frá því hvað gerðist þegar hún varð ólétt og hvernig Lyon tók á því, en félagið segist hafa gert allt sem í þeirra valdi stóð til að styðja við hana. 17. janúar 2023 23:16 Sara fékk ekki greidd laun hjá Lyon og mátti ekki taka soninn með í útileiki Sara Björk Gunnarsdóttir, fyrrverandi landsliðsfyrirliði, hefur svipt hulunni af því sem gerðist hjá Lyon þegar hún varð ólétt og eftir að hún eignaðist son sinn. Lyon borgaði henni ekki laun eftir að hún varð ólétt og framkvæmdastjóri Lyon sagði að ef hún færi með málið til FIFA ætti hún sér enga framtíð hjá félaginu. 17. janúar 2023 16:52 Mest lesið Súkkulaðimjólkin sögð betri fyrir íþróttafólk en íþrótta- eða orkudrykkir Sport Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Formúla 1 Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - Fortuna 0-1| Dönsku meistararnir þurftu að hafa fyrir hlutunum Fótbolti Ísland - Serbía | Stelpurnar okkar stefna á EM Körfubolti Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Fótbolti Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Enski boltinn Glódís hetjan í ótrúlegum sigri á Arsenal Fótbolti Svona var blaðamannafundur Íslands í Bakú Fótbolti „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sjálfsmark Cecilíu réði úrslitum í tapi Inter Glódís hetjan í ótrúlegum sigri á Arsenal Arna Sif aftur heim Leiðin á HM: Þetta er hálfpartinn eins og á Manhattan Uppgjörið: Breiðablik - Fortuna 0-1| Dönsku meistararnir þurftu að hafa fyrir hlutunum Segir að Yamal sé afar sorgmæddur og sár Fyrrum United-maður sakaður um að hrækja á stuðningsmenn Úlfarnir komnir með nýjan þjálfara „Mjög spennt að sjá hvað þær geta“ Leikmaður Keflavíkur kallaður inn í landslið Palestínu Mikael ekki með í leikjunum mikilvægu og Logi er lasinn Strákarnir æfðu í sólinni í Bakú Svona var blaðamannafundur Íslands í Bakú „Ráðafólk fótboltans verður að hlusta á áhyggjur kvenna“ Fyrrverandi Chelsea-stjarna missti meðvitund á æfingu San Marínó gæti tryggt sig í umspil um HM-sæti með því að tapa nógu stórt Gefa Íslandi aðeins fimmtán prósent líkur Saka FIFA um að stofna „gervi“ leikmannasamtök „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Cristiano Ronaldo segist eiga bara eitt eða tvö ár eftir Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Arna hélt hreinu og lagði upp sigurmarkið Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima Graham Potter: Það er allt í lagi með Alexander Isak Mamma hans trúði honum ekki Setja rúma fjóra milljarða í það að losa fótboltavelli við allt gúmmikurlið Barcelona fór á bak við spænska sambandið og sendi Yamal í aðgerð Sjá meira
Eins og fjallað var um hér á Vísi í gær skrifaði Sara langa grein á vef The Players Tribune þar sem hún greinir frá því að hún hafi ekki notið stuðnings fyrrum vinnuveitenda síns á meðan hún var ófrísk. Félagið hafi ekki greitt henni full laun á meðan hún gekk með barnið og þá hafi henni verið hótað að hún myndi ekki eiga neina framtíð hjá félaginu ef hún færi með málið til FIFA. Í kjölfar greinarinnar sem Sara skrifaði birti Lyon svo fréttatilkynningu þar sem félagið svarar gagnrýni hennar og segist hafa gert allt sem í þeirra valdi hafi staðið til að styðja við bak landsliðsfyrirliðans fyrrverandi. Þrátt fyrir að segjast hafa gert allt sem félagið gat til að styðja við bakið á Söru hefur Alþjóðaknattspyrnusambandið FIFA hins vegar skikkað Lyon til að greiða henni full laun fyrir þann tíma sem hún var barnshafandi. Í grein sinni sagði Sara að þetta snérist ekki bara um viðskipti, heldur um réttindi hennar sem starfsmanns, sem konu og manneskju. Ég vil vera viss um að enginn þurfi að ganga í gegnum það sama og ég aftur. Og ég vil að Lyon viti að þetta er ekki í lagi. Þetta snerist ekki „bara um viðskipti.“ Þetta snýst um réttindi mín sem starfsmanns, sem konu og manneskju. „Gríðarlega mikilvægt fyrir knattspyrnukonur og kvennaboltann í heild“ Leikmannasamtökin FIFPRO sendu Söru svo hamingjuóskir á Twitter-síðu sinni í gær þar sem samtökin segja að sigur Söru sé tímamótasigur í réttindum leikmanna um fæðingarorlof. „FIFPRO óskar Söru Björk Gunnarsdóttur til hamingju með árangursríka málsókn hennar á hendur Olympique Lyonnais eftir að félagið greiddi henni ekki full laun á meðan hún var ófrísk,“ segir í færslu FIFPRO. „Við erum ánægð með að hafa aðstoðað hana við að hafa unnið sigur í fyrsta máli sinnar tegundar frá því að ný reglugerð FIFA varðandi fæðingarorlof tók gildi í janúar árið 2021.“ „Það er gríðarlega mikilvægt fyrir knattspyrnukonur og kvennaboltann í heild að þetta lögboðna fæðingarorlof hafi bæði verið sett á og að því sé framfylgt á alþjóðavísu.“ Sara Bjork Gunnarsdottir’s landmark ruling against former club Olympique Lyonnais sends a clear message to clubs and footballers worldwide:The strict application of maternity rights is enforceable.🔗 https://t.co/SmInzY0xBs pic.twitter.com/aXd4zbazFm— FIFPRO (@FIFPRO) January 17, 2023
Franski boltinn Kjaramál Deila Söru Bjarkar og Lyon Tengdar fréttir Lyon svarar Söru og segist hafa gert allt sem það gat til að styðja við bakið á henni Franska knattspyrnufélagið Lyon sendi frá sér fréttatilkynningu fyrr í kvöld þar sem félagið svarar gagnrýni Söru Bjarkar Gunnarsdóttur. Sara skrifaði langa grein á vefsíðunni The Players Tribune þar sem hún segir frá því hvað gerðist þegar hún varð ólétt og hvernig Lyon tók á því, en félagið segist hafa gert allt sem í þeirra valdi stóð til að styðja við hana. 17. janúar 2023 23:16 Sara fékk ekki greidd laun hjá Lyon og mátti ekki taka soninn með í útileiki Sara Björk Gunnarsdóttir, fyrrverandi landsliðsfyrirliði, hefur svipt hulunni af því sem gerðist hjá Lyon þegar hún varð ólétt og eftir að hún eignaðist son sinn. Lyon borgaði henni ekki laun eftir að hún varð ólétt og framkvæmdastjóri Lyon sagði að ef hún færi með málið til FIFA ætti hún sér enga framtíð hjá félaginu. 17. janúar 2023 16:52 Mest lesið Súkkulaðimjólkin sögð betri fyrir íþróttafólk en íþrótta- eða orkudrykkir Sport Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Formúla 1 Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - Fortuna 0-1| Dönsku meistararnir þurftu að hafa fyrir hlutunum Fótbolti Ísland - Serbía | Stelpurnar okkar stefna á EM Körfubolti Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Fótbolti Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Enski boltinn Glódís hetjan í ótrúlegum sigri á Arsenal Fótbolti Svona var blaðamannafundur Íslands í Bakú Fótbolti „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sjálfsmark Cecilíu réði úrslitum í tapi Inter Glódís hetjan í ótrúlegum sigri á Arsenal Arna Sif aftur heim Leiðin á HM: Þetta er hálfpartinn eins og á Manhattan Uppgjörið: Breiðablik - Fortuna 0-1| Dönsku meistararnir þurftu að hafa fyrir hlutunum Segir að Yamal sé afar sorgmæddur og sár Fyrrum United-maður sakaður um að hrækja á stuðningsmenn Úlfarnir komnir með nýjan þjálfara „Mjög spennt að sjá hvað þær geta“ Leikmaður Keflavíkur kallaður inn í landslið Palestínu Mikael ekki með í leikjunum mikilvægu og Logi er lasinn Strákarnir æfðu í sólinni í Bakú Svona var blaðamannafundur Íslands í Bakú „Ráðafólk fótboltans verður að hlusta á áhyggjur kvenna“ Fyrrverandi Chelsea-stjarna missti meðvitund á æfingu San Marínó gæti tryggt sig í umspil um HM-sæti með því að tapa nógu stórt Gefa Íslandi aðeins fimmtán prósent líkur Saka FIFA um að stofna „gervi“ leikmannasamtök „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Cristiano Ronaldo segist eiga bara eitt eða tvö ár eftir Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Arna hélt hreinu og lagði upp sigurmarkið Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima Graham Potter: Það er allt í lagi með Alexander Isak Mamma hans trúði honum ekki Setja rúma fjóra milljarða í það að losa fótboltavelli við allt gúmmikurlið Barcelona fór á bak við spænska sambandið og sendi Yamal í aðgerð Sjá meira
Lyon svarar Söru og segist hafa gert allt sem það gat til að styðja við bakið á henni Franska knattspyrnufélagið Lyon sendi frá sér fréttatilkynningu fyrr í kvöld þar sem félagið svarar gagnrýni Söru Bjarkar Gunnarsdóttur. Sara skrifaði langa grein á vefsíðunni The Players Tribune þar sem hún segir frá því hvað gerðist þegar hún varð ólétt og hvernig Lyon tók á því, en félagið segist hafa gert allt sem í þeirra valdi stóð til að styðja við hana. 17. janúar 2023 23:16
Sara fékk ekki greidd laun hjá Lyon og mátti ekki taka soninn með í útileiki Sara Björk Gunnarsdóttir, fyrrverandi landsliðsfyrirliði, hefur svipt hulunni af því sem gerðist hjá Lyon þegar hún varð ólétt og eftir að hún eignaðist son sinn. Lyon borgaði henni ekki laun eftir að hún varð ólétt og framkvæmdastjóri Lyon sagði að ef hún færi með málið til FIFA ætti hún sér enga framtíð hjá félaginu. 17. janúar 2023 16:52