Sigur Söru sé tímamótasigur í réttindum leikmanna um fæðingarorlof Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 18. janúar 2023 07:01 Sara Björk Gunnarsdóttir vann „tímamótasigur“ er fyrrum félagi hennar, Lyon, var gert að greiða henni full laun fyrir þann tíma sem hún var ólétt. Puma Leikmannasamtökin FIFPRO segja að sigur Söru Bjarkar Gunnarsdóttur í máli hennar gegn fyrrverandi félagi hennar, Lyon, sé tímamótasigur í réttindum leikmanna um fæðingarorlof. Félaginu var gert að greiða Söru vangoldin laun frá því að hún var ófrísk. Eins og fjallað var um hér á Vísi í gær skrifaði Sara langa grein á vef The Players Tribune þar sem hún greinir frá því að hún hafi ekki notið stuðnings fyrrum vinnuveitenda síns á meðan hún var ófrísk. Félagið hafi ekki greitt henni full laun á meðan hún gekk með barnið og þá hafi henni verið hótað að hún myndi ekki eiga neina framtíð hjá félaginu ef hún færi með málið til FIFA. Í kjölfar greinarinnar sem Sara skrifaði birti Lyon svo fréttatilkynningu þar sem félagið svarar gagnrýni hennar og segist hafa gert allt sem í þeirra valdi hafi staðið til að styðja við bak landsliðsfyrirliðans fyrrverandi. Þrátt fyrir að segjast hafa gert allt sem félagið gat til að styðja við bakið á Söru hefur Alþjóðaknattspyrnusambandið FIFA hins vegar skikkað Lyon til að greiða henni full laun fyrir þann tíma sem hún var barnshafandi. Í grein sinni sagði Sara að þetta snérist ekki bara um viðskipti, heldur um réttindi hennar sem starfsmanns, sem konu og manneskju. Ég vil vera viss um að enginn þurfi að ganga í gegnum það sama og ég aftur. Og ég vil að Lyon viti að þetta er ekki í lagi. Þetta snerist ekki „bara um viðskipti.“ Þetta snýst um réttindi mín sem starfsmanns, sem konu og manneskju. „Gríðarlega mikilvægt fyrir knattspyrnukonur og kvennaboltann í heild“ Leikmannasamtökin FIFPRO sendu Söru svo hamingjuóskir á Twitter-síðu sinni í gær þar sem samtökin segja að sigur Söru sé tímamótasigur í réttindum leikmanna um fæðingarorlof. „FIFPRO óskar Söru Björk Gunnarsdóttur til hamingju með árangursríka málsókn hennar á hendur Olympique Lyonnais eftir að félagið greiddi henni ekki full laun á meðan hún var ófrísk,“ segir í færslu FIFPRO. „Við erum ánægð með að hafa aðstoðað hana við að hafa unnið sigur í fyrsta máli sinnar tegundar frá því að ný reglugerð FIFA varðandi fæðingarorlof tók gildi í janúar árið 2021.“ „Það er gríðarlega mikilvægt fyrir knattspyrnukonur og kvennaboltann í heild að þetta lögboðna fæðingarorlof hafi bæði verið sett á og að því sé framfylgt á alþjóðavísu.“ Sara Bjork Gunnarsdottir’s landmark ruling against former club Olympique Lyonnais sends a clear message to clubs and footballers worldwide:The strict application of maternity rights is enforceable.🔗 https://t.co/SmInzY0xBs pic.twitter.com/aXd4zbazFm— FIFPRO (@FIFPRO) January 17, 2023 Franski boltinn Kjaramál Deila Söru Bjarkar og Lyon Tengdar fréttir Lyon svarar Söru og segist hafa gert allt sem það gat til að styðja við bakið á henni Franska knattspyrnufélagið Lyon sendi frá sér fréttatilkynningu fyrr í kvöld þar sem félagið svarar gagnrýni Söru Bjarkar Gunnarsdóttur. Sara skrifaði langa grein á vefsíðunni The Players Tribune þar sem hún segir frá því hvað gerðist þegar hún varð ólétt og hvernig Lyon tók á því, en félagið segist hafa gert allt sem í þeirra valdi stóð til að styðja við hana. 17. janúar 2023 23:16 Sara fékk ekki greidd laun hjá Lyon og mátti ekki taka soninn með í útileiki Sara Björk Gunnarsdóttir, fyrrverandi landsliðsfyrirliði, hefur svipt hulunni af því sem gerðist hjá Lyon þegar hún varð ólétt og eftir að hún eignaðist son sinn. Lyon borgaði henni ekki laun eftir að hún varð ólétt og framkvæmdastjóri Lyon sagði að ef hún færi með málið til FIFA ætti hún sér enga framtíð hjá félaginu. 17. janúar 2023 16:52 Mest lesið Hatar hvítu stuttbuxurnar Handbolti Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Fótbolti Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Enski boltinn Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Körfubolti Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sport Greip bolta sem gæti verið meira en þrjú hundruð milljóna króna virði Sport Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Golf Illa vegið að Guðlaugi: „Þetta hlýtur að kalla á rannsókn“ Sport Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Enski boltinn Tekur við af læriföður sínum Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Ákveðið sjokk“ „Heiður að fá að vera í sama flokki og hann“ Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Guðrún líklegust til að koma til bjargar í eyðimörk „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Tekur við af læriföður sínum Sló félagsmet Bayern München en náði ekki Viktori Bjarka Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Bayern og Real Madrid í hóp liðanna með fullt hús Chelsea bauð upp á markaveislu á Brúnni Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Matthías endar ferilinn á laugardag: „Sérstök og svolítið skrýtin tilfinning“ Höskuldur og Ólafur sátu fyrir svörum eftir viðburðarríka viku KA-strákarnir fara út með tvö mörk í mínus Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Framlengdu í leyni eftir bannið „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Ótrúlegt kast Pope vekur athygli Sjáðu sögulegt mark Viktors Bjarka og öll hin í Meistaradeild Evrópu „Eins og Ísland en bara enn betra“ Hrósaði unga Íslendingnum: „Gæti orðið okkar jóker“ Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Viktor sá þriðji yngsti í sögu Meistaradeildarinnar Newcastle burstaði Mourinho, Napoli steinlá og meistararnir skoruðu sjö Sjá meira
Eins og fjallað var um hér á Vísi í gær skrifaði Sara langa grein á vef The Players Tribune þar sem hún greinir frá því að hún hafi ekki notið stuðnings fyrrum vinnuveitenda síns á meðan hún var ófrísk. Félagið hafi ekki greitt henni full laun á meðan hún gekk með barnið og þá hafi henni verið hótað að hún myndi ekki eiga neina framtíð hjá félaginu ef hún færi með málið til FIFA. Í kjölfar greinarinnar sem Sara skrifaði birti Lyon svo fréttatilkynningu þar sem félagið svarar gagnrýni hennar og segist hafa gert allt sem í þeirra valdi hafi staðið til að styðja við bak landsliðsfyrirliðans fyrrverandi. Þrátt fyrir að segjast hafa gert allt sem félagið gat til að styðja við bakið á Söru hefur Alþjóðaknattspyrnusambandið FIFA hins vegar skikkað Lyon til að greiða henni full laun fyrir þann tíma sem hún var barnshafandi. Í grein sinni sagði Sara að þetta snérist ekki bara um viðskipti, heldur um réttindi hennar sem starfsmanns, sem konu og manneskju. Ég vil vera viss um að enginn þurfi að ganga í gegnum það sama og ég aftur. Og ég vil að Lyon viti að þetta er ekki í lagi. Þetta snerist ekki „bara um viðskipti.“ Þetta snýst um réttindi mín sem starfsmanns, sem konu og manneskju. „Gríðarlega mikilvægt fyrir knattspyrnukonur og kvennaboltann í heild“ Leikmannasamtökin FIFPRO sendu Söru svo hamingjuóskir á Twitter-síðu sinni í gær þar sem samtökin segja að sigur Söru sé tímamótasigur í réttindum leikmanna um fæðingarorlof. „FIFPRO óskar Söru Björk Gunnarsdóttur til hamingju með árangursríka málsókn hennar á hendur Olympique Lyonnais eftir að félagið greiddi henni ekki full laun á meðan hún var ófrísk,“ segir í færslu FIFPRO. „Við erum ánægð með að hafa aðstoðað hana við að hafa unnið sigur í fyrsta máli sinnar tegundar frá því að ný reglugerð FIFA varðandi fæðingarorlof tók gildi í janúar árið 2021.“ „Það er gríðarlega mikilvægt fyrir knattspyrnukonur og kvennaboltann í heild að þetta lögboðna fæðingarorlof hafi bæði verið sett á og að því sé framfylgt á alþjóðavísu.“ Sara Bjork Gunnarsdottir’s landmark ruling against former club Olympique Lyonnais sends a clear message to clubs and footballers worldwide:The strict application of maternity rights is enforceable.🔗 https://t.co/SmInzY0xBs pic.twitter.com/aXd4zbazFm— FIFPRO (@FIFPRO) January 17, 2023
Franski boltinn Kjaramál Deila Söru Bjarkar og Lyon Tengdar fréttir Lyon svarar Söru og segist hafa gert allt sem það gat til að styðja við bakið á henni Franska knattspyrnufélagið Lyon sendi frá sér fréttatilkynningu fyrr í kvöld þar sem félagið svarar gagnrýni Söru Bjarkar Gunnarsdóttur. Sara skrifaði langa grein á vefsíðunni The Players Tribune þar sem hún segir frá því hvað gerðist þegar hún varð ólétt og hvernig Lyon tók á því, en félagið segist hafa gert allt sem í þeirra valdi stóð til að styðja við hana. 17. janúar 2023 23:16 Sara fékk ekki greidd laun hjá Lyon og mátti ekki taka soninn með í útileiki Sara Björk Gunnarsdóttir, fyrrverandi landsliðsfyrirliði, hefur svipt hulunni af því sem gerðist hjá Lyon þegar hún varð ólétt og eftir að hún eignaðist son sinn. Lyon borgaði henni ekki laun eftir að hún varð ólétt og framkvæmdastjóri Lyon sagði að ef hún færi með málið til FIFA ætti hún sér enga framtíð hjá félaginu. 17. janúar 2023 16:52 Mest lesið Hatar hvítu stuttbuxurnar Handbolti Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Fótbolti Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Enski boltinn Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Körfubolti Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sport Greip bolta sem gæti verið meira en þrjú hundruð milljóna króna virði Sport Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Golf Illa vegið að Guðlaugi: „Þetta hlýtur að kalla á rannsókn“ Sport Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Enski boltinn Tekur við af læriföður sínum Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Ákveðið sjokk“ „Heiður að fá að vera í sama flokki og hann“ Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Guðrún líklegust til að koma til bjargar í eyðimörk „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Tekur við af læriföður sínum Sló félagsmet Bayern München en náði ekki Viktori Bjarka Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Bayern og Real Madrid í hóp liðanna með fullt hús Chelsea bauð upp á markaveislu á Brúnni Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Matthías endar ferilinn á laugardag: „Sérstök og svolítið skrýtin tilfinning“ Höskuldur og Ólafur sátu fyrir svörum eftir viðburðarríka viku KA-strákarnir fara út með tvö mörk í mínus Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Framlengdu í leyni eftir bannið „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Ótrúlegt kast Pope vekur athygli Sjáðu sögulegt mark Viktors Bjarka og öll hin í Meistaradeild Evrópu „Eins og Ísland en bara enn betra“ Hrósaði unga Íslendingnum: „Gæti orðið okkar jóker“ Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Viktor sá þriðji yngsti í sögu Meistaradeildarinnar Newcastle burstaði Mourinho, Napoli steinlá og meistararnir skoruðu sjö Sjá meira
Lyon svarar Söru og segist hafa gert allt sem það gat til að styðja við bakið á henni Franska knattspyrnufélagið Lyon sendi frá sér fréttatilkynningu fyrr í kvöld þar sem félagið svarar gagnrýni Söru Bjarkar Gunnarsdóttur. Sara skrifaði langa grein á vefsíðunni The Players Tribune þar sem hún segir frá því hvað gerðist þegar hún varð ólétt og hvernig Lyon tók á því, en félagið segist hafa gert allt sem í þeirra valdi stóð til að styðja við hana. 17. janúar 2023 23:16
Sara fékk ekki greidd laun hjá Lyon og mátti ekki taka soninn með í útileiki Sara Björk Gunnarsdóttir, fyrrverandi landsliðsfyrirliði, hefur svipt hulunni af því sem gerðist hjá Lyon þegar hún varð ólétt og eftir að hún eignaðist son sinn. Lyon borgaði henni ekki laun eftir að hún varð ólétt og framkvæmdastjóri Lyon sagði að ef hún færi með málið til FIFA ætti hún sér enga framtíð hjá félaginu. 17. janúar 2023 16:52