Sigur Söru sé tímamótasigur í réttindum leikmanna um fæðingarorlof Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 18. janúar 2023 07:01 Sara Björk Gunnarsdóttir vann „tímamótasigur“ er fyrrum félagi hennar, Lyon, var gert að greiða henni full laun fyrir þann tíma sem hún var ólétt. Puma Leikmannasamtökin FIFPRO segja að sigur Söru Bjarkar Gunnarsdóttur í máli hennar gegn fyrrverandi félagi hennar, Lyon, sé tímamótasigur í réttindum leikmanna um fæðingarorlof. Félaginu var gert að greiða Söru vangoldin laun frá því að hún var ófrísk. Eins og fjallað var um hér á Vísi í gær skrifaði Sara langa grein á vef The Players Tribune þar sem hún greinir frá því að hún hafi ekki notið stuðnings fyrrum vinnuveitenda síns á meðan hún var ófrísk. Félagið hafi ekki greitt henni full laun á meðan hún gekk með barnið og þá hafi henni verið hótað að hún myndi ekki eiga neina framtíð hjá félaginu ef hún færi með málið til FIFA. Í kjölfar greinarinnar sem Sara skrifaði birti Lyon svo fréttatilkynningu þar sem félagið svarar gagnrýni hennar og segist hafa gert allt sem í þeirra valdi hafi staðið til að styðja við bak landsliðsfyrirliðans fyrrverandi. Þrátt fyrir að segjast hafa gert allt sem félagið gat til að styðja við bakið á Söru hefur Alþjóðaknattspyrnusambandið FIFA hins vegar skikkað Lyon til að greiða henni full laun fyrir þann tíma sem hún var barnshafandi. Í grein sinni sagði Sara að þetta snérist ekki bara um viðskipti, heldur um réttindi hennar sem starfsmanns, sem konu og manneskju. Ég vil vera viss um að enginn þurfi að ganga í gegnum það sama og ég aftur. Og ég vil að Lyon viti að þetta er ekki í lagi. Þetta snerist ekki „bara um viðskipti.“ Þetta snýst um réttindi mín sem starfsmanns, sem konu og manneskju. „Gríðarlega mikilvægt fyrir knattspyrnukonur og kvennaboltann í heild“ Leikmannasamtökin FIFPRO sendu Söru svo hamingjuóskir á Twitter-síðu sinni í gær þar sem samtökin segja að sigur Söru sé tímamótasigur í réttindum leikmanna um fæðingarorlof. „FIFPRO óskar Söru Björk Gunnarsdóttur til hamingju með árangursríka málsókn hennar á hendur Olympique Lyonnais eftir að félagið greiddi henni ekki full laun á meðan hún var ófrísk,“ segir í færslu FIFPRO. „Við erum ánægð með að hafa aðstoðað hana við að hafa unnið sigur í fyrsta máli sinnar tegundar frá því að ný reglugerð FIFA varðandi fæðingarorlof tók gildi í janúar árið 2021.“ „Það er gríðarlega mikilvægt fyrir knattspyrnukonur og kvennaboltann í heild að þetta lögboðna fæðingarorlof hafi bæði verið sett á og að því sé framfylgt á alþjóðavísu.“ Sara Bjork Gunnarsdottir’s landmark ruling against former club Olympique Lyonnais sends a clear message to clubs and footballers worldwide:The strict application of maternity rights is enforceable.🔗 https://t.co/SmInzY0xBs pic.twitter.com/aXd4zbazFm— FIFPRO (@FIFPRO) January 17, 2023 Franski boltinn Kjaramál Deila Söru Bjarkar og Lyon Tengdar fréttir Lyon svarar Söru og segist hafa gert allt sem það gat til að styðja við bakið á henni Franska knattspyrnufélagið Lyon sendi frá sér fréttatilkynningu fyrr í kvöld þar sem félagið svarar gagnrýni Söru Bjarkar Gunnarsdóttur. Sara skrifaði langa grein á vefsíðunni The Players Tribune þar sem hún segir frá því hvað gerðist þegar hún varð ólétt og hvernig Lyon tók á því, en félagið segist hafa gert allt sem í þeirra valdi stóð til að styðja við hana. 17. janúar 2023 23:16 Sara fékk ekki greidd laun hjá Lyon og mátti ekki taka soninn með í útileiki Sara Björk Gunnarsdóttir, fyrrverandi landsliðsfyrirliði, hefur svipt hulunni af því sem gerðist hjá Lyon þegar hún varð ólétt og eftir að hún eignaðist son sinn. Lyon borgaði henni ekki laun eftir að hún varð ólétt og framkvæmdastjóri Lyon sagði að ef hún færi með málið til FIFA ætti hún sér enga framtíð hjá félaginu. 17. janúar 2023 16:52 Mest lesið Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Íslenski boltinn Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Enski boltinn Setja fyrirliða sinn í bann fyrir lélegt viðhorf Fótbolti Sáttur eftir góðan sigur: „Fannst allir leggja í púkkið“ Handbolti Fimmtán tekjuhæstu íþróttakonur heims allar með meira en milljarð Sport Uppgjörið: Haukar - KA 42-38 | Markaflóð á Ásvöllum Handbolti Wirtz fékk ekki markið skráð á sig og nýliðarnir fögnuðu á Anfield Enski boltinn Viktor Bjarki heldur áfram að slá í gegn Fótbolti Sjáðu mark Andra í leik sem gerði þjálfara hans æfan Enski boltinn „Hún flutti út í eina nótt en svo var hún bara komin aftur“ Handbolti Fleiri fréttir Setja fyrirliða sinn í bann fyrir lélegt viðhorf Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV „Ég er mjög stoltur af mínum leikmönnum“ Wirtz fékk ekki markið skráð á sig og nýliðarnir fögnuðu á Anfield Chelsea fór stigalaust heim af Elland Road Aston Villa með endurkomu í miklum markaleik Merino og Arsenal-vörnin mikilvæg sem fyrr Benoný Breki opnaði markareikninginn sinn Mbappé-sýningin heldur áfram hjá Real Madrid Viktor Bjarki heldur áfram að slá í gegn Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Mikael og félögum kastað öfugum út úr bikarnum EM 2029 haldið í Þýskalandi Murielle elti Óskar í Garðabæinn Skotspónn eftir skelfilegt víti: „Verða að byggja stærri leikvang“ „Ég missti hárið“ Sjáðu mark Andra í leik sem gerði þjálfara hans æfan Öll hundrað mörk Haalands á hundrað sekúndum VARsjáin: Hlaupastíll Sigmundar og eina rifrildi Benna og Fannars Skoðar sín mál eftir að stuðningsmenn kveiktu í vellinum Nýja treyjan sem fylgja á Íslandi inn á næsta stórmót Sjáðu hjólhest Romero og níu mörk í sigri City Liverpool með léttasta jólamánuðinn í ensku deildinni „Ég er 43 ára og fyrsta manneskjan sem ég hringi í á morgnana er mamma“ Spiluðu fótbolta í háloftunum og settu nýtt heimsmet Lögreglumenn hefðu verið ákærðir vegna Hillsborough-slyssins Sú besta í heimi missir af Íslandsleik og jafnvel báðum leikjum Tryggði Tottenham stigið með hjólhestaspyrnu Börsungar lentu undir og klúðruðu víti en unnu samt Sjá meira
Eins og fjallað var um hér á Vísi í gær skrifaði Sara langa grein á vef The Players Tribune þar sem hún greinir frá því að hún hafi ekki notið stuðnings fyrrum vinnuveitenda síns á meðan hún var ófrísk. Félagið hafi ekki greitt henni full laun á meðan hún gekk með barnið og þá hafi henni verið hótað að hún myndi ekki eiga neina framtíð hjá félaginu ef hún færi með málið til FIFA. Í kjölfar greinarinnar sem Sara skrifaði birti Lyon svo fréttatilkynningu þar sem félagið svarar gagnrýni hennar og segist hafa gert allt sem í þeirra valdi hafi staðið til að styðja við bak landsliðsfyrirliðans fyrrverandi. Þrátt fyrir að segjast hafa gert allt sem félagið gat til að styðja við bakið á Söru hefur Alþjóðaknattspyrnusambandið FIFA hins vegar skikkað Lyon til að greiða henni full laun fyrir þann tíma sem hún var barnshafandi. Í grein sinni sagði Sara að þetta snérist ekki bara um viðskipti, heldur um réttindi hennar sem starfsmanns, sem konu og manneskju. Ég vil vera viss um að enginn þurfi að ganga í gegnum það sama og ég aftur. Og ég vil að Lyon viti að þetta er ekki í lagi. Þetta snerist ekki „bara um viðskipti.“ Þetta snýst um réttindi mín sem starfsmanns, sem konu og manneskju. „Gríðarlega mikilvægt fyrir knattspyrnukonur og kvennaboltann í heild“ Leikmannasamtökin FIFPRO sendu Söru svo hamingjuóskir á Twitter-síðu sinni í gær þar sem samtökin segja að sigur Söru sé tímamótasigur í réttindum leikmanna um fæðingarorlof. „FIFPRO óskar Söru Björk Gunnarsdóttur til hamingju með árangursríka málsókn hennar á hendur Olympique Lyonnais eftir að félagið greiddi henni ekki full laun á meðan hún var ófrísk,“ segir í færslu FIFPRO. „Við erum ánægð með að hafa aðstoðað hana við að hafa unnið sigur í fyrsta máli sinnar tegundar frá því að ný reglugerð FIFA varðandi fæðingarorlof tók gildi í janúar árið 2021.“ „Það er gríðarlega mikilvægt fyrir knattspyrnukonur og kvennaboltann í heild að þetta lögboðna fæðingarorlof hafi bæði verið sett á og að því sé framfylgt á alþjóðavísu.“ Sara Bjork Gunnarsdottir’s landmark ruling against former club Olympique Lyonnais sends a clear message to clubs and footballers worldwide:The strict application of maternity rights is enforceable.🔗 https://t.co/SmInzY0xBs pic.twitter.com/aXd4zbazFm— FIFPRO (@FIFPRO) January 17, 2023
Franski boltinn Kjaramál Deila Söru Bjarkar og Lyon Tengdar fréttir Lyon svarar Söru og segist hafa gert allt sem það gat til að styðja við bakið á henni Franska knattspyrnufélagið Lyon sendi frá sér fréttatilkynningu fyrr í kvöld þar sem félagið svarar gagnrýni Söru Bjarkar Gunnarsdóttur. Sara skrifaði langa grein á vefsíðunni The Players Tribune þar sem hún segir frá því hvað gerðist þegar hún varð ólétt og hvernig Lyon tók á því, en félagið segist hafa gert allt sem í þeirra valdi stóð til að styðja við hana. 17. janúar 2023 23:16 Sara fékk ekki greidd laun hjá Lyon og mátti ekki taka soninn með í útileiki Sara Björk Gunnarsdóttir, fyrrverandi landsliðsfyrirliði, hefur svipt hulunni af því sem gerðist hjá Lyon þegar hún varð ólétt og eftir að hún eignaðist son sinn. Lyon borgaði henni ekki laun eftir að hún varð ólétt og framkvæmdastjóri Lyon sagði að ef hún færi með málið til FIFA ætti hún sér enga framtíð hjá félaginu. 17. janúar 2023 16:52 Mest lesið Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Íslenski boltinn Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Enski boltinn Setja fyrirliða sinn í bann fyrir lélegt viðhorf Fótbolti Sáttur eftir góðan sigur: „Fannst allir leggja í púkkið“ Handbolti Fimmtán tekjuhæstu íþróttakonur heims allar með meira en milljarð Sport Uppgjörið: Haukar - KA 42-38 | Markaflóð á Ásvöllum Handbolti Wirtz fékk ekki markið skráð á sig og nýliðarnir fögnuðu á Anfield Enski boltinn Viktor Bjarki heldur áfram að slá í gegn Fótbolti Sjáðu mark Andra í leik sem gerði þjálfara hans æfan Enski boltinn „Hún flutti út í eina nótt en svo var hún bara komin aftur“ Handbolti Fleiri fréttir Setja fyrirliða sinn í bann fyrir lélegt viðhorf Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV „Ég er mjög stoltur af mínum leikmönnum“ Wirtz fékk ekki markið skráð á sig og nýliðarnir fögnuðu á Anfield Chelsea fór stigalaust heim af Elland Road Aston Villa með endurkomu í miklum markaleik Merino og Arsenal-vörnin mikilvæg sem fyrr Benoný Breki opnaði markareikninginn sinn Mbappé-sýningin heldur áfram hjá Real Madrid Viktor Bjarki heldur áfram að slá í gegn Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Mikael og félögum kastað öfugum út úr bikarnum EM 2029 haldið í Þýskalandi Murielle elti Óskar í Garðabæinn Skotspónn eftir skelfilegt víti: „Verða að byggja stærri leikvang“ „Ég missti hárið“ Sjáðu mark Andra í leik sem gerði þjálfara hans æfan Öll hundrað mörk Haalands á hundrað sekúndum VARsjáin: Hlaupastíll Sigmundar og eina rifrildi Benna og Fannars Skoðar sín mál eftir að stuðningsmenn kveiktu í vellinum Nýja treyjan sem fylgja á Íslandi inn á næsta stórmót Sjáðu hjólhest Romero og níu mörk í sigri City Liverpool með léttasta jólamánuðinn í ensku deildinni „Ég er 43 ára og fyrsta manneskjan sem ég hringi í á morgnana er mamma“ Spiluðu fótbolta í háloftunum og settu nýtt heimsmet Lögreglumenn hefðu verið ákærðir vegna Hillsborough-slyssins Sú besta í heimi missir af Íslandsleik og jafnvel báðum leikjum Tryggði Tottenham stigið með hjólhestaspyrnu Börsungar lentu undir og klúðruðu víti en unnu samt Sjá meira
Lyon svarar Söru og segist hafa gert allt sem það gat til að styðja við bakið á henni Franska knattspyrnufélagið Lyon sendi frá sér fréttatilkynningu fyrr í kvöld þar sem félagið svarar gagnrýni Söru Bjarkar Gunnarsdóttur. Sara skrifaði langa grein á vefsíðunni The Players Tribune þar sem hún segir frá því hvað gerðist þegar hún varð ólétt og hvernig Lyon tók á því, en félagið segist hafa gert allt sem í þeirra valdi stóð til að styðja við hana. 17. janúar 2023 23:16
Sara fékk ekki greidd laun hjá Lyon og mátti ekki taka soninn með í útileiki Sara Björk Gunnarsdóttir, fyrrverandi landsliðsfyrirliði, hefur svipt hulunni af því sem gerðist hjá Lyon þegar hún varð ólétt og eftir að hún eignaðist son sinn. Lyon borgaði henni ekki laun eftir að hún varð ólétt og framkvæmdastjóri Lyon sagði að ef hún færi með málið til FIFA ætti hún sér enga framtíð hjá félaginu. 17. janúar 2023 16:52