Tekist á um nærbuxnaatriði og nektardans Lenoncie í héraði Jakob Bjarnar skrifar 17. janúar 2023 15:19 Frægt nærbuxnaatriði Leoncie var meðal þess sem var til umfjöllunar í héraðsdómi Reykjavíkur í meiðyrðamáli söngkonunnar á hendur eiganda Glatkistunnar. skáskot timarit.is Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði Helga Jónsson, eiganda og umsjónarmann Glatkistunnar, í meiðyrðamáli söngkonunnar Leoncie Indiu Martin. Henni hefur verið gert að greiða Helga 1,4 milljón í málskostnað. Leoncie gerði alvarlegar athugasemdir við texta sem birtist um hana á Glatkistunni en þar er haldið utan um feril íslenskra tónlistarmanna. Hún krafðist þess að eftifarandi ummæli yrðu dæmd dauð og ómerk: 1. „Næstu árin starfaði Leoncie við nektardans og söng með hléum en dvaldi þess á milli erlendis um lengri og skemmri tíma en var alkomin til Íslands 1990, uppúr því sem hún fór aftur að láta að sér kveða á tónlistarsviðinu.“ 2. „Í ársbyrjun 1994 sýndi Ríkissjónvarpið þátt um Leoncie þar sem ferli hennar í máli og myndum var gerð skil, það sem olli þó mesta umtalinu var bútur sem ekki var í myndinni (sem klipptur hafði verið út af beiðni Sveinbjörns I. Baldvinssonar þáverandi dagskrárstjóra) en þar klæddi söngkonan sig í nærbuxur merktar Alþýðuflokknum sem Jón Baldvin Hannibalsson þáverandi utanríkisráðherra, hafði fært henni á einhverri skemmtun á Suðurnesjum.“ 3. „Þetta ár birtust fréttir þess efnis að Leoncie hefði landað stórum þriggja ára útgáfusamningi á Indlandi en líklega áttu þær fréttir aldrei við nein rök að styðjast.“ 4. „Næstu árin átti Leoncie eftir að leggja meiri áherslu á tónlistarferil sinn en áður, hún var hætt að strippa og plötur komu nú út tíðar en áður, 2002 kom næsta plata en hún bar titilinn Sexy loverboy. Tímaritið Sánd gaf plötunni frábæra dóma en miðað við það sem á undan hafði gengið er erfitt að lesa í raunverulega merkingu þess dóms.“ Heiðarleg, guðrækin og sómakær og vill ekki láta kenna sig við nektardans Leoncie krafðist tveggja milljóna króna í miskabætur með vöxtum. Í reifun segir að Leoncie líti á ofangreind ummæli sem ærumeiðandi aðdróttanir sem eigi ekki við rök að styðjast; gróf árás á æru stefnanda og starfsheiður. Ummælin séu röng og aðdróttanir alvarlegar þar sem nektardans er talinn siðferðilega ámælisverður. Verjandi hennar, Ómar R. Valdimarsson, sagði að skjólstæðingur sinn væri heiðarleg, sómakær og guðrækin kona sem kærði sig ekki um að vera kennd við nektardans. Og því síður geti hún fellt sig við að vera vænd um að koma fram á nærbuxum merktum Alþýðuflokknum einum fata. Segir í dómi að þetta hafi valdið stefnanda vanlíðan svo mikilli að hún þurfti að leita til sálfræðings vegna þessa. „Stefnandi vísar til þess að það sé sérstaklega meiðandi að ummælin hafi verið sett fram á internetinu, en hún njóti mikillar virðingar samferðarmanna sinna í tónlistinni.“ Gömul viðtöl verða Leoncie að falli Lögmaður Helga, Álaug Lára Lárusdóttir, vísaði til tjáningarfrelsisákvæða auk þess sem lögð voru fram ýmis göng, ýmis viðtöl við Leoncie þar sem hún talaði um nektardans sinn. Til að mynda segir hún í tímaritinu Eintaki 27. janúar 1994 við spurningunni hvort hún sé enn að fækka fötum fyrir Íslendinga: „Aðeins í einkasamkvæmum. Ég fer ekki á opinbera skemmtistaði vegna þess að ég vil ekki sýna líkama minn fyrir nokkrar krónur og mér er alveg sama hverjir koma frá Danmörku og dansa fyrir tvö, þrjú þúsund krónur. Ég vil fá hæstu borgun vegna þess að ég hugsa í milljónum ekki þúsundum.“ Héraðsdómur Reykjavíkur en Leoncie fór bónleið til búðar eftir að hafa rekið meiðyrðamál sitt á hendur Glatkistunni þar.vísir/vilhelm Vísað er í margvíslega umfjöllun og auglýsingar þar sem Leoncie sé teiknuð upp sem frumkvöðull á sviði nektardans á Íslandi. Í raun sé öll umfjöllunin um Leoncie byggð á því sem fram hefur komið opinberlega og finna megi á tímarit.is. Stefnandi tekur fram að þau ummæli sem krafist sé ómerkingar á, séu ekki röng. Til að mynda hvað varði téðar nærbuxur þá lýsi Leoncie því sjálf í Pressunni 3. febrúar 1994 á þennan hátt: „Mér var sagt að ríkissjónvarpið hafi hringt í Jón Baldvin Hannibalson á elleftu stundu og vegna hans hafi vilja klippt nærbuxnaatriðið út. Ég skil þetta ekki, - þetta var mjög skemmtilegt atriði.“ Þá lýsti Helgi því að hann hafi orðið fyrir margvíslegu ónæði af hálfu tónlistarkonunnar vegna málsins. Ásgerður Ragnarsdóttir héraðsdómari leit einkum til þessa og taldi að tjáning sem um er deilt rúmist innan tjáningarfrelsis Helga samkvæmt 73. grein stjórnarskrárinnar og 10. grein mannréttindasáttmála Evrópu. Takmörkun tjáningar hans með ómerkingu ummæla eða skyldu til greiðslu miskabóta telst ekki uppfylla skilyrði um nauðsyn í lýðræðislegu þjóðfélagi og hann því sýkn af öllum kröfum. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu hefur Leoncie þegar áfrýjað málinu til Landsréttar. Dómsmál Tónlist Fjölmiðlar Tjáningarfrelsi Tengdar fréttir Óður til Trump í nýju lagi Leoncie Söngkonan Leoncie sendi frá sér nýtt tónlistarmyndband á YouTube í gær þar sem hún syngur um sitjandi Bandaríkjaforseta og lofsamar hann. 15. september 2019 19:30 Ósanngjarnt hvernig stúlkan var dregin inn í umræðu sem var að miklu leyti „algjör þvæla“ Björn Bragi viðurkennir að málið hafi verið honum afar þungbært. 5. september 2019 22:18 Flytur til Indlands og gerist stjórnmálamaður Leoncie heldur tónleika um næstu helgi á Hard Rock Café. Líklega verður þetta síðasti séns landsmanna að sjá hana troða upp en hún ætlar að flytja til Indlands, gerast stjórnmálamaður og hafa krókódíla sem gæludýr. 24. nóvember 2016 13:00 Mest lesið „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Auka sýnileika milli rýma á leikskólum Innlent Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Erlent Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Erlent Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Innlent Tveir látnir í Gana vegna Marburg veirunnar Erlent Hefur áhyggjur af aukinni dagdrykkju eldri borgara Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Erlent Herða reglur um samkomubann í Eyjum: Að hámarki tíu saman á hverjum stað Innlent Fleiri fréttir Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Sjá meira
Leoncie gerði alvarlegar athugasemdir við texta sem birtist um hana á Glatkistunni en þar er haldið utan um feril íslenskra tónlistarmanna. Hún krafðist þess að eftifarandi ummæli yrðu dæmd dauð og ómerk: 1. „Næstu árin starfaði Leoncie við nektardans og söng með hléum en dvaldi þess á milli erlendis um lengri og skemmri tíma en var alkomin til Íslands 1990, uppúr því sem hún fór aftur að láta að sér kveða á tónlistarsviðinu.“ 2. „Í ársbyrjun 1994 sýndi Ríkissjónvarpið þátt um Leoncie þar sem ferli hennar í máli og myndum var gerð skil, það sem olli þó mesta umtalinu var bútur sem ekki var í myndinni (sem klipptur hafði verið út af beiðni Sveinbjörns I. Baldvinssonar þáverandi dagskrárstjóra) en þar klæddi söngkonan sig í nærbuxur merktar Alþýðuflokknum sem Jón Baldvin Hannibalsson þáverandi utanríkisráðherra, hafði fært henni á einhverri skemmtun á Suðurnesjum.“ 3. „Þetta ár birtust fréttir þess efnis að Leoncie hefði landað stórum þriggja ára útgáfusamningi á Indlandi en líklega áttu þær fréttir aldrei við nein rök að styðjast.“ 4. „Næstu árin átti Leoncie eftir að leggja meiri áherslu á tónlistarferil sinn en áður, hún var hætt að strippa og plötur komu nú út tíðar en áður, 2002 kom næsta plata en hún bar titilinn Sexy loverboy. Tímaritið Sánd gaf plötunni frábæra dóma en miðað við það sem á undan hafði gengið er erfitt að lesa í raunverulega merkingu þess dóms.“ Heiðarleg, guðrækin og sómakær og vill ekki láta kenna sig við nektardans Leoncie krafðist tveggja milljóna króna í miskabætur með vöxtum. Í reifun segir að Leoncie líti á ofangreind ummæli sem ærumeiðandi aðdróttanir sem eigi ekki við rök að styðjast; gróf árás á æru stefnanda og starfsheiður. Ummælin séu röng og aðdróttanir alvarlegar þar sem nektardans er talinn siðferðilega ámælisverður. Verjandi hennar, Ómar R. Valdimarsson, sagði að skjólstæðingur sinn væri heiðarleg, sómakær og guðrækin kona sem kærði sig ekki um að vera kennd við nektardans. Og því síður geti hún fellt sig við að vera vænd um að koma fram á nærbuxum merktum Alþýðuflokknum einum fata. Segir í dómi að þetta hafi valdið stefnanda vanlíðan svo mikilli að hún þurfti að leita til sálfræðings vegna þessa. „Stefnandi vísar til þess að það sé sérstaklega meiðandi að ummælin hafi verið sett fram á internetinu, en hún njóti mikillar virðingar samferðarmanna sinna í tónlistinni.“ Gömul viðtöl verða Leoncie að falli Lögmaður Helga, Álaug Lára Lárusdóttir, vísaði til tjáningarfrelsisákvæða auk þess sem lögð voru fram ýmis göng, ýmis viðtöl við Leoncie þar sem hún talaði um nektardans sinn. Til að mynda segir hún í tímaritinu Eintaki 27. janúar 1994 við spurningunni hvort hún sé enn að fækka fötum fyrir Íslendinga: „Aðeins í einkasamkvæmum. Ég fer ekki á opinbera skemmtistaði vegna þess að ég vil ekki sýna líkama minn fyrir nokkrar krónur og mér er alveg sama hverjir koma frá Danmörku og dansa fyrir tvö, þrjú þúsund krónur. Ég vil fá hæstu borgun vegna þess að ég hugsa í milljónum ekki þúsundum.“ Héraðsdómur Reykjavíkur en Leoncie fór bónleið til búðar eftir að hafa rekið meiðyrðamál sitt á hendur Glatkistunni þar.vísir/vilhelm Vísað er í margvíslega umfjöllun og auglýsingar þar sem Leoncie sé teiknuð upp sem frumkvöðull á sviði nektardans á Íslandi. Í raun sé öll umfjöllunin um Leoncie byggð á því sem fram hefur komið opinberlega og finna megi á tímarit.is. Stefnandi tekur fram að þau ummæli sem krafist sé ómerkingar á, séu ekki röng. Til að mynda hvað varði téðar nærbuxur þá lýsi Leoncie því sjálf í Pressunni 3. febrúar 1994 á þennan hátt: „Mér var sagt að ríkissjónvarpið hafi hringt í Jón Baldvin Hannibalson á elleftu stundu og vegna hans hafi vilja klippt nærbuxnaatriðið út. Ég skil þetta ekki, - þetta var mjög skemmtilegt atriði.“ Þá lýsti Helgi því að hann hafi orðið fyrir margvíslegu ónæði af hálfu tónlistarkonunnar vegna málsins. Ásgerður Ragnarsdóttir héraðsdómari leit einkum til þessa og taldi að tjáning sem um er deilt rúmist innan tjáningarfrelsis Helga samkvæmt 73. grein stjórnarskrárinnar og 10. grein mannréttindasáttmála Evrópu. Takmörkun tjáningar hans með ómerkingu ummæla eða skyldu til greiðslu miskabóta telst ekki uppfylla skilyrði um nauðsyn í lýðræðislegu þjóðfélagi og hann því sýkn af öllum kröfum. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu hefur Leoncie þegar áfrýjað málinu til Landsréttar.
1. „Næstu árin starfaði Leoncie við nektardans og söng með hléum en dvaldi þess á milli erlendis um lengri og skemmri tíma en var alkomin til Íslands 1990, uppúr því sem hún fór aftur að láta að sér kveða á tónlistarsviðinu.“ 2. „Í ársbyrjun 1994 sýndi Ríkissjónvarpið þátt um Leoncie þar sem ferli hennar í máli og myndum var gerð skil, það sem olli þó mesta umtalinu var bútur sem ekki var í myndinni (sem klipptur hafði verið út af beiðni Sveinbjörns I. Baldvinssonar þáverandi dagskrárstjóra) en þar klæddi söngkonan sig í nærbuxur merktar Alþýðuflokknum sem Jón Baldvin Hannibalsson þáverandi utanríkisráðherra, hafði fært henni á einhverri skemmtun á Suðurnesjum.“ 3. „Þetta ár birtust fréttir þess efnis að Leoncie hefði landað stórum þriggja ára útgáfusamningi á Indlandi en líklega áttu þær fréttir aldrei við nein rök að styðjast.“ 4. „Næstu árin átti Leoncie eftir að leggja meiri áherslu á tónlistarferil sinn en áður, hún var hætt að strippa og plötur komu nú út tíðar en áður, 2002 kom næsta plata en hún bar titilinn Sexy loverboy. Tímaritið Sánd gaf plötunni frábæra dóma en miðað við það sem á undan hafði gengið er erfitt að lesa í raunverulega merkingu þess dóms.“
Dómsmál Tónlist Fjölmiðlar Tjáningarfrelsi Tengdar fréttir Óður til Trump í nýju lagi Leoncie Söngkonan Leoncie sendi frá sér nýtt tónlistarmyndband á YouTube í gær þar sem hún syngur um sitjandi Bandaríkjaforseta og lofsamar hann. 15. september 2019 19:30 Ósanngjarnt hvernig stúlkan var dregin inn í umræðu sem var að miklu leyti „algjör þvæla“ Björn Bragi viðurkennir að málið hafi verið honum afar þungbært. 5. september 2019 22:18 Flytur til Indlands og gerist stjórnmálamaður Leoncie heldur tónleika um næstu helgi á Hard Rock Café. Líklega verður þetta síðasti séns landsmanna að sjá hana troða upp en hún ætlar að flytja til Indlands, gerast stjórnmálamaður og hafa krókódíla sem gæludýr. 24. nóvember 2016 13:00 Mest lesið „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Auka sýnileika milli rýma á leikskólum Innlent Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Erlent Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Erlent Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Innlent Tveir látnir í Gana vegna Marburg veirunnar Erlent Hefur áhyggjur af aukinni dagdrykkju eldri borgara Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Erlent Herða reglur um samkomubann í Eyjum: Að hámarki tíu saman á hverjum stað Innlent Fleiri fréttir Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Sjá meira
Óður til Trump í nýju lagi Leoncie Söngkonan Leoncie sendi frá sér nýtt tónlistarmyndband á YouTube í gær þar sem hún syngur um sitjandi Bandaríkjaforseta og lofsamar hann. 15. september 2019 19:30
Ósanngjarnt hvernig stúlkan var dregin inn í umræðu sem var að miklu leyti „algjör þvæla“ Björn Bragi viðurkennir að málið hafi verið honum afar þungbært. 5. september 2019 22:18
Flytur til Indlands og gerist stjórnmálamaður Leoncie heldur tónleika um næstu helgi á Hard Rock Café. Líklega verður þetta síðasti séns landsmanna að sjá hana troða upp en hún ætlar að flytja til Indlands, gerast stjórnmálamaður og hafa krókódíla sem gæludýr. 24. nóvember 2016 13:00