Við styðjum umsókn Danmerkur, Finnlands, Noregs og Svíþjóðar til að halda EM 2025.
— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) January 17, 2023
We support the bid from these four Nordic countries to host Euro 2025.#dottir pic.twitter.com/cxAIRSYdBR
Norræna framboðið berst við Pólland, Frakkland og Sviss um að halda Evrópumótið 2025. Það nýtur stuðnings Íslands sem er þó ekki með í umsókninni enda býður Laugardalsvöllur ekki upp á að halda leiki í lokakeppni.
Danir ætluðu upphaflega að sækja um að halda EM einir en fengu síðan hinar þrjár Norðurlandaþjóðirnar með sér í lið.
Allar Norðurlandaþjóðirnar sem eru með í sameiginlegu umsókninni hafa áður haldið EM. Noregur hélt EM 1987 og 1997, Danmörk 1991, Finnland 2009 og Svíþjóð 2013.
Ísland hefur verið með á undanförnum fjórum Evrópumótum, síðast í Englandi í fyrra. Þar gerði íslenska liðið jafntefli í öllum þremur leikjum sínum og komst ekki upp úr riðlakeppninni.