Engar vísbendingar hafa borist lögreglu um ferðir Modestas Antanavicius sem leitað hefur verið að í Borgarfirði. Leit heldur áfram í dag og biðlar lögregla til fólks að hafa samband hafi það einhverjar upplýsingar um ferðir mannsins.
Að minnsta kosti nítján hafa látist af völdum flóða í Kaliforníu í Bandaríkjunum og þúsundir þurft að yfirgefa heimili sín. Joe Biden Bandaríkjaforseti hefur lýst yfir neyðarástandi vegna óveðursins.
Þá fjöllum við áfram um kjaramálin en Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambandsins segist ekki hrifinn af hugmyndum Stefáns Ólafssonar, sérfræðings hjá Eflingu, um að draga fólk í dilka eftir búsetu.
Tæplega 20 konur á Spáni hafa verið myrtar af maka sínum eða fyrrverandi maka á síðustu 6 vikum. Fjölmiðlar tala um jólamánuðinn sem svartan desember og kvennahreyfingar segja stjórnvöld bregðast konum sem lifa við stanslaust ofbeldi maka sinna.
Þetta og fleira í hádegisfréttum Bylgjunnar á slaginu klukkan 12:00.