„Hræðilegt á að horfa“ Smári Jökull Jónsson skrifar 15. janúar 2023 08:00 Klopp gekk að stuðningsmönnum Liverpool eftir leik í gær og bað þá afsökunar. Vísir/Getty Jurgen Klopp man ekki eftir verri leik hjá Liverpool undir hans stjórn en í 3-0 tapleiknum gegn Brighton í gær. Lið Liverpool var yfirspilað löngum köflum í leiknum í gær. Liverpool beið afhroð gegn frábæru liði Brighton í leiknum í gær. Solly March skoraði tvö mörk fyrir Mávana í 3-0 sigri liðsins en Liverpool situr nú í níunda sæti ensku úrvalsdeildarinnar. Í viðtali eftir leikinn í gær sagðist Jurgen Klopp þjálfari Liverpool ekki muna eftir verri frammistöðu síns liðs. Jurgen Klopp believes Liverpool s dismal performance against Brighton could be the worst of his managerial career. pic.twitter.com/mYoV1zoHsu— The Athletic | Football (@TheAthleticFC) January 14, 2023 „Það er mitt starf að stilla upp réttu liði og undirbúa réttu taktíkina. Ég veit ekki hvort það sé þar sem leikurinn var að klárast en ég man ekki eftir verri leik. Í hreinskilni sagt geri ég það ekki, ekki bara hjá Liverpool,“ sagði Klopp eftir leikinn í gær. Klopp gekk að stuðningsmönnum Liverpool í Brighton í gær og bað þá afsökunar. Hann sagði þá hafa verið frábæra. Liðið hefur nú tapað fimm af níu útileikjum sínum á tímabilinu. „Þetta er ekki gott í augnablikinu. Jú, við erum í meiðslavandræðum en liðið sem við stilltum upp í dag var ekki slæmt.“ „Brighton voru betri en við“ Lengst af í leiknum lék lið Liverpool aðeins öðruvísi útgáfu af 4-3-3 taktíkinni en þeir eru vanir. Liðið stillti upp í demantsmiðju með Thiago fyrir aftan þá Mohamed Salah og Cody Gakpo. Thiago var í vandræðum nær allan leikinn og Kaoru Mitoma komst sífellt í svæðið fyrir aftan Trent Alexander-Arnold sem spilaði hærra uppi en aðrir í fjögurra manna varnarlínu Liverpool. „Við reyndum að hjálpa strákunum með aðeins breyttum áherslum. Við áttum augnablik þar sem það gekk vel og settum pressu á andstæðinginn en við töpuðum boltanum of auðveldlega og náðum okkur aldrei í gang.“ Trent Alexander-Arnold áhyggjufullur í leiknum í dag.Vísir/Getty „Brighton voru betri allan leikinn í 96 eða 97 mínútur. Það var ljóst að það var eitt lið tilbúið að spila vel og eitt lið þurfti að berjast við sjálft sig. Vandamálin eru þau sömu, við vinnum ekki lykilaugnablikin, við vinnum ekki tæklingar og við töpum boltanum of auðveldlega.“ „Þetta er algjörlega á mína ábyrgðt með öðruvísi taktík og það gekk ekki upp. Útkoman var hræðileg á að horfa.“ Enski boltinn Mest lesið Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Handbolti Trump gæti bannað Brasilíumönnum að mæta á HM í fótbolta Fótbolti Þurfa að sanna að þær séu konur áður en þær fá að keppa á HM Sport McGregor tapaði áfrýjun og þarf að borga konunni sem hann nauðgaði Sport Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Enski boltinn Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Körfubolti Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Enski boltinn Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid Enski boltinn Of falleg saga til að vera ekki skrifuð í skýin Golf Hundur beit fyrrum leikmann Barcelona í punginn Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu mörkin fjögur hjá United í nótt Arsenal skoraði ekki og tapaði í fyrsta leik Gyokeres Fjórtán er vinsælasta númer sumarsins Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid Isak æfir hjá Orra Steini og félögum Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Liverpool nær í framherja frá félagi Beckham og Gary Neville Eddie Howe segir að Newcastle hafi ekki enn fengið tilboð í Isak Alisson flaug heim vegna persónulegra mála Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Nýtt útlit hjá Guardiola Nýtt undrabarn hjá Arsenal Flúraði sig til minningar um Jota Flýr Ten Hag og semur við Sunderland Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Dan Burn hjá Newcastle: Verðum svekktir ef Alexander Isak fer Gyökeres í flugvél á leið til London Sádarnir spenntir fyrir Antony Newcastle íhugar að kaupa Sesko Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Textor á ekkert í Crystal Palace lengur Sjá meira
Liverpool beið afhroð gegn frábæru liði Brighton í leiknum í gær. Solly March skoraði tvö mörk fyrir Mávana í 3-0 sigri liðsins en Liverpool situr nú í níunda sæti ensku úrvalsdeildarinnar. Í viðtali eftir leikinn í gær sagðist Jurgen Klopp þjálfari Liverpool ekki muna eftir verri frammistöðu síns liðs. Jurgen Klopp believes Liverpool s dismal performance against Brighton could be the worst of his managerial career. pic.twitter.com/mYoV1zoHsu— The Athletic | Football (@TheAthleticFC) January 14, 2023 „Það er mitt starf að stilla upp réttu liði og undirbúa réttu taktíkina. Ég veit ekki hvort það sé þar sem leikurinn var að klárast en ég man ekki eftir verri leik. Í hreinskilni sagt geri ég það ekki, ekki bara hjá Liverpool,“ sagði Klopp eftir leikinn í gær. Klopp gekk að stuðningsmönnum Liverpool í Brighton í gær og bað þá afsökunar. Hann sagði þá hafa verið frábæra. Liðið hefur nú tapað fimm af níu útileikjum sínum á tímabilinu. „Þetta er ekki gott í augnablikinu. Jú, við erum í meiðslavandræðum en liðið sem við stilltum upp í dag var ekki slæmt.“ „Brighton voru betri en við“ Lengst af í leiknum lék lið Liverpool aðeins öðruvísi útgáfu af 4-3-3 taktíkinni en þeir eru vanir. Liðið stillti upp í demantsmiðju með Thiago fyrir aftan þá Mohamed Salah og Cody Gakpo. Thiago var í vandræðum nær allan leikinn og Kaoru Mitoma komst sífellt í svæðið fyrir aftan Trent Alexander-Arnold sem spilaði hærra uppi en aðrir í fjögurra manna varnarlínu Liverpool. „Við reyndum að hjálpa strákunum með aðeins breyttum áherslum. Við áttum augnablik þar sem það gekk vel og settum pressu á andstæðinginn en við töpuðum boltanum of auðveldlega og náðum okkur aldrei í gang.“ Trent Alexander-Arnold áhyggjufullur í leiknum í dag.Vísir/Getty „Brighton voru betri allan leikinn í 96 eða 97 mínútur. Það var ljóst að það var eitt lið tilbúið að spila vel og eitt lið þurfti að berjast við sjálft sig. Vandamálin eru þau sömu, við vinnum ekki lykilaugnablikin, við vinnum ekki tæklingar og við töpum boltanum of auðveldlega.“ „Þetta er algjörlega á mína ábyrgðt með öðruvísi taktík og það gekk ekki upp. Útkoman var hræðileg á að horfa.“
Enski boltinn Mest lesið Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Handbolti Trump gæti bannað Brasilíumönnum að mæta á HM í fótbolta Fótbolti Þurfa að sanna að þær séu konur áður en þær fá að keppa á HM Sport McGregor tapaði áfrýjun og þarf að borga konunni sem hann nauðgaði Sport Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Enski boltinn Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Körfubolti Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Enski boltinn Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid Enski boltinn Of falleg saga til að vera ekki skrifuð í skýin Golf Hundur beit fyrrum leikmann Barcelona í punginn Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu mörkin fjögur hjá United í nótt Arsenal skoraði ekki og tapaði í fyrsta leik Gyokeres Fjórtán er vinsælasta númer sumarsins Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid Isak æfir hjá Orra Steini og félögum Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Liverpool nær í framherja frá félagi Beckham og Gary Neville Eddie Howe segir að Newcastle hafi ekki enn fengið tilboð í Isak Alisson flaug heim vegna persónulegra mála Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Nýtt útlit hjá Guardiola Nýtt undrabarn hjá Arsenal Flúraði sig til minningar um Jota Flýr Ten Hag og semur við Sunderland Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Dan Burn hjá Newcastle: Verðum svekktir ef Alexander Isak fer Gyökeres í flugvél á leið til London Sádarnir spenntir fyrir Antony Newcastle íhugar að kaupa Sesko Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Textor á ekkert í Crystal Palace lengur Sjá meira