Segir Sjálfstæðisflokknum hafa verið líkt við Þýskaland Hitlers í kennslustund Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 13. janúar 2023 23:05 Elliði Vignisson bæjarstjóri Ölfuss segir pólitíska innrætingu tíðkast í kennslustundum og spyr einfaldlega hvað sé til ráða. Vísir/Egill Elliði Vignisson bæjarstjóri Ölfuss harmar pólitíska innrætingu í skólum á landinu. Hann birtir mynd af glæru sem hann segir vera úr Menntaskólanum við Sund þar sem Sjálfstæðisflokkurinn birtist við hlið Þýskaland Hitlers. „Hvað er til ráða,“ spyr Elliði í Facebook-færslu. Hann kveðst hafa kennt í framhaldsskóla í áratug og segir að þá hafi menn almennt forðast hlutdrægni í kennslu. Þeir sem hafi haft sérstaklega sterkar pólitískar skoðanir vöruðust jafnan að láta þær í ljós. Á myndinni, sem er nokkuð óskýr, stendur „Íhaldsstefna - Hægri sbr. xD + hægri flokkar." Því næst eru dæmi tekin um sterka leiðtoga: Donald Trump og Davíð Oddson. Ör er dregin frá leiðtogunum yfir á hugtakið „Einræði: Mússólíní og Hitler.“ „Nú er öldin önnur. Kennari (sem jafnframt var frambjóðandi Vinstri grænna) líkir íslenskum miðjumanni við tvö af þremur mestu illmennum stjórnmálasögu hins vestrænna heims í seinni tíma; Hitler og Mussolini (sá þriðji er Stalin). Í kjölfarið stígur skólameistari fram til varnar þeim gjörningi. Framganga kennarans í Versló var hins vegar því miður ekki einsdæmi um hvernig innræting er stunduð í kennsluaðstæðum. Þessi glæra (sem er úr MS) þar sem Sjálfstæðisflokknum er líkt við þýskaland Hitlers, Gestapo og úræmingu kynþátta talar sínu máli.“ Elliði vísar í mál sem upp kom í vikunni þar sem Sigmundi Davíð var slegið upp með Hitler og Mússólíní í kennslustund í Verslunarskólanum. Skólastjóri brást skjótt við og vísaði ásökunum um innrætingu kennara á bug og sagði myndina tekna úr samhengi. Skóla - og menntamál Framhaldsskólar Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Sigmundi slegið upp með Hitler og Mússólíní í Verzló Sigmundur Davíð Gunnlaugsson er allt annað en sáttur við að hafa birst með á glæru með frægustu fasistum sögunnar í kennslustund í Verslunarskóla Íslands. Á glæru sem Sigmundur segir hafa verið notaða við kennslu sést Sigmundur ásamt þeim Adolf Hitler og Benító Mússólíní undir yfirskriftinni „Nokkrir merkir þjóðernissinnar". 9. janúar 2023 23:08 Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Erlent Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Erlent Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Fleiri fréttir Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Sjá meira
„Hvað er til ráða,“ spyr Elliði í Facebook-færslu. Hann kveðst hafa kennt í framhaldsskóla í áratug og segir að þá hafi menn almennt forðast hlutdrægni í kennslu. Þeir sem hafi haft sérstaklega sterkar pólitískar skoðanir vöruðust jafnan að láta þær í ljós. Á myndinni, sem er nokkuð óskýr, stendur „Íhaldsstefna - Hægri sbr. xD + hægri flokkar." Því næst eru dæmi tekin um sterka leiðtoga: Donald Trump og Davíð Oddson. Ör er dregin frá leiðtogunum yfir á hugtakið „Einræði: Mússólíní og Hitler.“ „Nú er öldin önnur. Kennari (sem jafnframt var frambjóðandi Vinstri grænna) líkir íslenskum miðjumanni við tvö af þremur mestu illmennum stjórnmálasögu hins vestrænna heims í seinni tíma; Hitler og Mussolini (sá þriðji er Stalin). Í kjölfarið stígur skólameistari fram til varnar þeim gjörningi. Framganga kennarans í Versló var hins vegar því miður ekki einsdæmi um hvernig innræting er stunduð í kennsluaðstæðum. Þessi glæra (sem er úr MS) þar sem Sjálfstæðisflokknum er líkt við þýskaland Hitlers, Gestapo og úræmingu kynþátta talar sínu máli.“ Elliði vísar í mál sem upp kom í vikunni þar sem Sigmundi Davíð var slegið upp með Hitler og Mússólíní í kennslustund í Verslunarskólanum. Skólastjóri brást skjótt við og vísaði ásökunum um innrætingu kennara á bug og sagði myndina tekna úr samhengi.
Skóla - og menntamál Framhaldsskólar Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Sigmundi slegið upp með Hitler og Mússólíní í Verzló Sigmundur Davíð Gunnlaugsson er allt annað en sáttur við að hafa birst með á glæru með frægustu fasistum sögunnar í kennslustund í Verslunarskóla Íslands. Á glæru sem Sigmundur segir hafa verið notaða við kennslu sést Sigmundur ásamt þeim Adolf Hitler og Benító Mússólíní undir yfirskriftinni „Nokkrir merkir þjóðernissinnar". 9. janúar 2023 23:08 Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Erlent Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Erlent Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Fleiri fréttir Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Sjá meira
Sigmundi slegið upp með Hitler og Mússólíní í Verzló Sigmundur Davíð Gunnlaugsson er allt annað en sáttur við að hafa birst með á glæru með frægustu fasistum sögunnar í kennslustund í Verslunarskóla Íslands. Á glæru sem Sigmundur segir hafa verið notaða við kennslu sést Sigmundur ásamt þeim Adolf Hitler og Benító Mússólíní undir yfirskriftinni „Nokkrir merkir þjóðernissinnar". 9. janúar 2023 23:08