Skilur sjónarmið náttúruverndarsinna en kallar eftir sanngirni Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 13. janúar 2023 11:21 Jóhannes Gissurarson, bóndi á Herjólfsstöðum í Álftaveri. Stöð 2/Arnar Halldórsson. Oddviti Skaftárhrepps segist fagna allri uppbyggingu í hreppnum hvort sem hún sé af hendi einkaaðila eða opinbers aðila. Framkvæmdaleyfi fyrir Hnútuvirkjun var felld úr gildi í vikunni og óvíst með framhaldið. Náttúruverndarsamtök og -sinnar fagna mjög niðurstöðu úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála sem felldu úr gildi framkvæmdaleyfi vegna Hnútuvirkjunar í Hverfisfljóti í Skaftárhreppi. Nefndin fann ýmislegt að því hvernig sveitarstjórn hreppsins afgreiddi málið þegar framkvæmdarleyfið var veitt fyrri hluta árs í fyrra. Jóhannes Gissurarson bóndi á Herjólfsstöðum í Álftaveri tók við sem oddviti sveitarstjórnar síðastliðið sumar. Nýja sveitarstjórnin er sammála meirihlutanum í síðustu sveitarstjórn varðandi þörf á uppbyggingu í Skaftárhreppi. „Sem forsvarsmaður sveitarfélags hlýt ég að fagna allri uppbyggingu sveitarfélags hvort sem hún er hálfu opinbers aðila eða einkaaðila. Í þessu tilfelli er um að ræða einkaaðila, jarðareiganda, sem hafði hugsað sér að nýta sín hlunnindi á sinni eignarjörð. Umdeild virkjun í fyrri sveitarstjórn Jarðareigandinn er Ragnar Jónsson á Dalshöfða. Um er að ræða 9,3 MW virkjun sem vegna smæðar er undanþegin rammaáætlun. Jóhannes segir Ragnars að svara um næstu skref í málinu. Fréttastofa hefur ekki náð tali af Ragnari síðan úrskurðurinn var felldur. Fyrri sveitarstjórn var klofinn í málinu, þrír með og þrír á móti. Heiða Guðný Ásgeirsdóttir bóndi í Skaftárhreppi var í minnihlutanum og er meðal þeirra sem fagnar niðurstöðunni. Hún segir, í samtali við Fréttablaðið, um stórkostlegan sigur að ræða fyrir náttúruvernd. „Ég ber djúpa virðingu fyrir þeim sem tóku slaginn og kærðu, ég er mjög þakklát þeim,“ segir Heiða Guðný Ásgeirsdóttir bóndi í Fréttablaðinu í dag. „Miðað við hvernig landið hefur legið átti ég allt eins von á að þessi úrskurður félli virkjanamegin. Kannski eru komnir nýir tímar þar sem hagsmunir náttúrunnar fá aukið vægi.“ Jóhannes hefur skilning á því að umhverfissverndarsinnar fagni niðurstöðunni. Málið eigi sér tuttugu til tuttugu og fimm ára sögu og breyst til hins betra meðal annars vegna góðra ábendinga vegna náttúruverndarsjónarmiða. Eldvirkt svæði og von á hamförum „Við gerum okkur alveg grein fyrir náttúruvernd í þessu samhengi. Þessi framkvæmdahugmynd hefur sennilega verið í ferli í 20-25 ár frá fyrstu hugmyndum. Þessi hugmynd hefur þróast til hins betra og það er alveg hægt að eigna umhverfisverndarsamtökum það að hugmyndin hafi þróast í rétt átt gagnvart umhverfinu, náttúrunni. Það má glöggt lesa um það ef menn sökkva sér djúpt ofan í þetta mál. Að því leytinu til eru umhverfisverndarsamtök af hinu góða.“ Íbúar í Skaftárhreppi búi á eldvirku svæði þar sem komið geta upp þær aðstæður að íbúar einangrist vegna náttúruhamfara. Þá gæti aukið raforkuöryggi og sterkari innviðir skipt sköpum. Á meðal þess sem úrskurðarnefndin fann að veitingu framkvæmdaleyfis var að ekki hefði verið sýnt hvernig Hnútuvirkjun myndi auka raforkuöryggi innan hreppsins. „Það hefur gerst að byggðarlínan hefur rofnað út af jökulflóðum. Það sem einu sinni hefur gerst getur gerst aftur. Í því sambandi sjáum við fyrir okkur ákveðið öryggi fyrir þetta landsvæði ef orðið hefði af þessari framkvæmd. Með tilliti til þessara innviða sem raforkubúskapurinn er. Það gengur allt fyrir rafmagni í dag og það skiptir máli að hugsa til framtíðar í þessum efnum líkt og öllu öðru,“ segir Jóhannes. Allt ætli um koll að keyra í litlum framkvæmdum úti á landi Núverandi sveitarstjórn hafi að beiðni nefndarinnar sent inn gögn þegar úrskurðarnefndin kallaði eftir þeim þegar veiting framkvæmdaleyfis var kærð. Greinargerð hafi verið send auk bókunar sem hafi verið nokkurn veginn samhljóða bókun fyrri sveitarstjórnar um málið. Jóhannes vonar að hægt verði að horfa á málið út frá sanngirni og finna jafnvægi. Þá veltir hann fyrir sér jafnræðisreglunni í stjórnarskrá í því sambandi. Ýmsu sé raskað á höfuðborgarsvæðinu og suðvesturhorninu án þess að nokkuð sé sagt. „En þegar um er að ræða takmarkandi framkvæmd annars staðar þá ætlar allt um koll að keyra.“ Umhverfismál Skaftárhreppur Orkumál Vatnsaflsvirkjanir Mest lesið Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Erlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Erlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Innlent „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Innlent Mildari spá í kortunum Veður Fleiri fréttir Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Sjá meira
Náttúruverndarsamtök og -sinnar fagna mjög niðurstöðu úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála sem felldu úr gildi framkvæmdaleyfi vegna Hnútuvirkjunar í Hverfisfljóti í Skaftárhreppi. Nefndin fann ýmislegt að því hvernig sveitarstjórn hreppsins afgreiddi málið þegar framkvæmdarleyfið var veitt fyrri hluta árs í fyrra. Jóhannes Gissurarson bóndi á Herjólfsstöðum í Álftaveri tók við sem oddviti sveitarstjórnar síðastliðið sumar. Nýja sveitarstjórnin er sammála meirihlutanum í síðustu sveitarstjórn varðandi þörf á uppbyggingu í Skaftárhreppi. „Sem forsvarsmaður sveitarfélags hlýt ég að fagna allri uppbyggingu sveitarfélags hvort sem hún er hálfu opinbers aðila eða einkaaðila. Í þessu tilfelli er um að ræða einkaaðila, jarðareiganda, sem hafði hugsað sér að nýta sín hlunnindi á sinni eignarjörð. Umdeild virkjun í fyrri sveitarstjórn Jarðareigandinn er Ragnar Jónsson á Dalshöfða. Um er að ræða 9,3 MW virkjun sem vegna smæðar er undanþegin rammaáætlun. Jóhannes segir Ragnars að svara um næstu skref í málinu. Fréttastofa hefur ekki náð tali af Ragnari síðan úrskurðurinn var felldur. Fyrri sveitarstjórn var klofinn í málinu, þrír með og þrír á móti. Heiða Guðný Ásgeirsdóttir bóndi í Skaftárhreppi var í minnihlutanum og er meðal þeirra sem fagnar niðurstöðunni. Hún segir, í samtali við Fréttablaðið, um stórkostlegan sigur að ræða fyrir náttúruvernd. „Ég ber djúpa virðingu fyrir þeim sem tóku slaginn og kærðu, ég er mjög þakklát þeim,“ segir Heiða Guðný Ásgeirsdóttir bóndi í Fréttablaðinu í dag. „Miðað við hvernig landið hefur legið átti ég allt eins von á að þessi úrskurður félli virkjanamegin. Kannski eru komnir nýir tímar þar sem hagsmunir náttúrunnar fá aukið vægi.“ Jóhannes hefur skilning á því að umhverfissverndarsinnar fagni niðurstöðunni. Málið eigi sér tuttugu til tuttugu og fimm ára sögu og breyst til hins betra meðal annars vegna góðra ábendinga vegna náttúruverndarsjónarmiða. Eldvirkt svæði og von á hamförum „Við gerum okkur alveg grein fyrir náttúruvernd í þessu samhengi. Þessi framkvæmdahugmynd hefur sennilega verið í ferli í 20-25 ár frá fyrstu hugmyndum. Þessi hugmynd hefur þróast til hins betra og það er alveg hægt að eigna umhverfisverndarsamtökum það að hugmyndin hafi þróast í rétt átt gagnvart umhverfinu, náttúrunni. Það má glöggt lesa um það ef menn sökkva sér djúpt ofan í þetta mál. Að því leytinu til eru umhverfisverndarsamtök af hinu góða.“ Íbúar í Skaftárhreppi búi á eldvirku svæði þar sem komið geta upp þær aðstæður að íbúar einangrist vegna náttúruhamfara. Þá gæti aukið raforkuöryggi og sterkari innviðir skipt sköpum. Á meðal þess sem úrskurðarnefndin fann að veitingu framkvæmdaleyfis var að ekki hefði verið sýnt hvernig Hnútuvirkjun myndi auka raforkuöryggi innan hreppsins. „Það hefur gerst að byggðarlínan hefur rofnað út af jökulflóðum. Það sem einu sinni hefur gerst getur gerst aftur. Í því sambandi sjáum við fyrir okkur ákveðið öryggi fyrir þetta landsvæði ef orðið hefði af þessari framkvæmd. Með tilliti til þessara innviða sem raforkubúskapurinn er. Það gengur allt fyrir rafmagni í dag og það skiptir máli að hugsa til framtíðar í þessum efnum líkt og öllu öðru,“ segir Jóhannes. Allt ætli um koll að keyra í litlum framkvæmdum úti á landi Núverandi sveitarstjórn hafi að beiðni nefndarinnar sent inn gögn þegar úrskurðarnefndin kallaði eftir þeim þegar veiting framkvæmdaleyfis var kærð. Greinargerð hafi verið send auk bókunar sem hafi verið nokkurn veginn samhljóða bókun fyrri sveitarstjórnar um málið. Jóhannes vonar að hægt verði að horfa á málið út frá sanngirni og finna jafnvægi. Þá veltir hann fyrir sér jafnræðisreglunni í stjórnarskrá í því sambandi. Ýmsu sé raskað á höfuðborgarsvæðinu og suðvesturhorninu án þess að nokkuð sé sagt. „En þegar um er að ræða takmarkandi framkvæmd annars staðar þá ætlar allt um koll að keyra.“
Umhverfismál Skaftárhreppur Orkumál Vatnsaflsvirkjanir Mest lesið Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Erlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Erlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Innlent „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Innlent Mildari spá í kortunum Veður Fleiri fréttir Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Sjá meira