Nýr sameinaður fjölmiðill ber heitið „Heimildin“ Hólmfríður Gísladóttir skrifar 13. janúar 2023 07:36 Heimildin er nýr fjölmiðill á Íslandi. Heimildin, nýr fjölmiðill, fór í loftið í morgun en hann er afsprengi sameiningar Kjarnans og Stundarinnar. „Þér er hér með boðið með í þetta ferðalag, sem er vonandi rétt að hefjast,“ segir í fyrsta leiðara miðilsins. Ritstjórar Heimildarinnar eru Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir og Þórður Snær Júlíusson, sem áður voru ritstjórar Stundarinnar og Kjarnans. Í leiðaranum segja þau þeirri spurningu hafa verið varpað fram í kjölfar fregna af sameiningu hvort miðlarnir yrðu sterkari saman en í samkeppni við hvorn annan. „Um er að ræða tvö fjölmiðlafyrirtæki sem voru stofnuð út frá svipuðum forsendum og hugmyndafræði, um að sækja vald sitt og rekstrargrundvöll fyrst og fremst til lesenda. Með því er boðið upp á mótvægi við þá skekkju sem myndast hefur á íslenskum fjölmiðlamarkaði,“ svara þau Ingibjörg og Þórður Snær. Þau segja skekkjuna marglaga; af umræðu stjórnmálamanna á Íslandi um fjölmiðla mætti ætla að þar tækjust á tveir skólar. „Annar telur frjálsa, faglega og fjölbreytta fjölmiðla vera hornstein lýðræðis og forsendu opinnar lýðræðislegrar umræðu, sem hefur það mikilvæga samfélagslega hlutverk að veita stjórnvöldum, atvinnulífinu og helstu stofnunum samfélagsins nauðsynlegt aðhald. Hinn telur að fjölmiðlar eigi fyrst og síðast að vera framlenging á hagsmunabaráttu. Þeirra hlutverk sé að endurspegla sýn ólíkra valdahópa á samfélagið þar sem þeir háværustu og best fjármögnuðu stjórni orðræðunni,“ segir í leiðaranum. Heimildin muni nálgast fjölmiðlun út frá fyrri skólanum og hafna þeim síðari. Blaðamenn Heimildarinnar verða tólf til að byrja með en mun fjölga. Í leiðaranum er farið yfir stöðuna á fjölmiðlamarkaði og fyrirferð RÚV á auglýsingamarkaði. „Á næsta ári, 2023, gera fjárlög ráð fyrir að RÚV fái 5,7 milljarða króna úr sameiginlegum sjóðum, sem er um milljarði króna meira en fyrirtækið fékk úr ríkissjóði 2021. Ofan á það framlag sækir RÚV að minnsta kosti um tvo milljarða króna á ári í auglýsingatekjur. Eina opinbera framlagið úr ríkissjóði sem fer staðfest til einkarekinna fjölmiðla eru 377 milljónir króna á ári, sem skiptast á þriðja tug fjölmiðlafyrirtækja. Það eru 73 milljónum krónum minna en ríkissjóður ákvað að greiða innlendum kjúklinga-, svína- og eggjaframleiðendum í sárabótagreiðslur vegna þess að fóðurverð hækkaði milli ára.“ Tólf blaðamenn starfa nú á ritstjórn Kjarnans en þeim mun fjölga á næstu vikum, segir í leiðaranum. Reynslan sé mikil; samanlagður starfsaldur telji 196 ár en meðal starfsaldur sé 16 ár. Sérstakt rannsóknarteymi verður starfrækt á Heimildinni, sem mun hafa það hlutverk að skoða á eigin forsendum og í gegnum eigin rannsóknir hluti sem skipta máli, segir í leiðaranum. Heimildin muni framleiða færri fréttir en aðrir miðlar en vanda til verka. Lögð verði áhersla á gæði umfram magn. „Í fyrsta eintaki Heimildarinnar má sjá frumdrög að nýju blaði. Áfram verður unnið að því að þróa miðilinn bæði í vef og prenti. Í fyrsta kasti eru lögð drög að víðtækri menningarumfjöllun og umræðuvettvangi, en til framtíðar stendur fleira til. Lesendur eru hvattir til að koma hugðarefnum sínum á framfæri, meðal annars með aðsendum greinum, fréttaábendingum og myndum þegar efni standa til. Enn gildir það sama og áður, Heimildin er og verður ekkert án ykkar.“ Fjölmiðlar Mest lesið Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Viðskipti innlent Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Viðskipti innlent Hótar Evrópusambandinu og Apple háum tollum Viðskipti erlent Láttu rétta fólkið taka eftir þér í vinnunni Atvinnulíf Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Viðskipti innlent Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Viðskipti innlent Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Viðskipti innlent Stefán endurkjörinn formaður Viðskipti innlent Hálf öld af ástríðu og kappsemi – Bílabúð Benna fagnar 50 ára afmæli Samstarf Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Viðskipti innlent Fleiri fréttir Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Stefán endurkjörinn formaður Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Niðurstöður álagningar birtar á fimmtudag Sjá meira
Ritstjórar Heimildarinnar eru Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir og Þórður Snær Júlíusson, sem áður voru ritstjórar Stundarinnar og Kjarnans. Í leiðaranum segja þau þeirri spurningu hafa verið varpað fram í kjölfar fregna af sameiningu hvort miðlarnir yrðu sterkari saman en í samkeppni við hvorn annan. „Um er að ræða tvö fjölmiðlafyrirtæki sem voru stofnuð út frá svipuðum forsendum og hugmyndafræði, um að sækja vald sitt og rekstrargrundvöll fyrst og fremst til lesenda. Með því er boðið upp á mótvægi við þá skekkju sem myndast hefur á íslenskum fjölmiðlamarkaði,“ svara þau Ingibjörg og Þórður Snær. Þau segja skekkjuna marglaga; af umræðu stjórnmálamanna á Íslandi um fjölmiðla mætti ætla að þar tækjust á tveir skólar. „Annar telur frjálsa, faglega og fjölbreytta fjölmiðla vera hornstein lýðræðis og forsendu opinnar lýðræðislegrar umræðu, sem hefur það mikilvæga samfélagslega hlutverk að veita stjórnvöldum, atvinnulífinu og helstu stofnunum samfélagsins nauðsynlegt aðhald. Hinn telur að fjölmiðlar eigi fyrst og síðast að vera framlenging á hagsmunabaráttu. Þeirra hlutverk sé að endurspegla sýn ólíkra valdahópa á samfélagið þar sem þeir háværustu og best fjármögnuðu stjórni orðræðunni,“ segir í leiðaranum. Heimildin muni nálgast fjölmiðlun út frá fyrri skólanum og hafna þeim síðari. Blaðamenn Heimildarinnar verða tólf til að byrja með en mun fjölga. Í leiðaranum er farið yfir stöðuna á fjölmiðlamarkaði og fyrirferð RÚV á auglýsingamarkaði. „Á næsta ári, 2023, gera fjárlög ráð fyrir að RÚV fái 5,7 milljarða króna úr sameiginlegum sjóðum, sem er um milljarði króna meira en fyrirtækið fékk úr ríkissjóði 2021. Ofan á það framlag sækir RÚV að minnsta kosti um tvo milljarða króna á ári í auglýsingatekjur. Eina opinbera framlagið úr ríkissjóði sem fer staðfest til einkarekinna fjölmiðla eru 377 milljónir króna á ári, sem skiptast á þriðja tug fjölmiðlafyrirtækja. Það eru 73 milljónum krónum minna en ríkissjóður ákvað að greiða innlendum kjúklinga-, svína- og eggjaframleiðendum í sárabótagreiðslur vegna þess að fóðurverð hækkaði milli ára.“ Tólf blaðamenn starfa nú á ritstjórn Kjarnans en þeim mun fjölga á næstu vikum, segir í leiðaranum. Reynslan sé mikil; samanlagður starfsaldur telji 196 ár en meðal starfsaldur sé 16 ár. Sérstakt rannsóknarteymi verður starfrækt á Heimildinni, sem mun hafa það hlutverk að skoða á eigin forsendum og í gegnum eigin rannsóknir hluti sem skipta máli, segir í leiðaranum. Heimildin muni framleiða færri fréttir en aðrir miðlar en vanda til verka. Lögð verði áhersla á gæði umfram magn. „Í fyrsta eintaki Heimildarinnar má sjá frumdrög að nýju blaði. Áfram verður unnið að því að þróa miðilinn bæði í vef og prenti. Í fyrsta kasti eru lögð drög að víðtækri menningarumfjöllun og umræðuvettvangi, en til framtíðar stendur fleira til. Lesendur eru hvattir til að koma hugðarefnum sínum á framfæri, meðal annars með aðsendum greinum, fréttaábendingum og myndum þegar efni standa til. Enn gildir það sama og áður, Heimildin er og verður ekkert án ykkar.“
Fjölmiðlar Mest lesið Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Viðskipti innlent Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Viðskipti innlent Hótar Evrópusambandinu og Apple háum tollum Viðskipti erlent Láttu rétta fólkið taka eftir þér í vinnunni Atvinnulíf Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Viðskipti innlent Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Viðskipti innlent Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Viðskipti innlent Stefán endurkjörinn formaður Viðskipti innlent Hálf öld af ástríðu og kappsemi – Bílabúð Benna fagnar 50 ára afmæli Samstarf Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Viðskipti innlent Fleiri fréttir Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Stefán endurkjörinn formaður Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Niðurstöður álagningar birtar á fimmtudag Sjá meira