Fyrsti Sunnlendingurinn loksins fæddur Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 13. janúar 2023 07:15 Fjölskyldan með fyrsta Sunnlending ársins 2023, stúlku, sem kom í heiminn 8. janúar. Fyrir eiga þau Elínu, sem fæddist í október 2019. Aðsend Fyrsta barnið, sem fæddist á fæðingardeild Heilbrigðisstofnunar Suðurlands á Selfossi á árinu 2023 kom í heiminn 8. janúar en það var stúlka og er hún því fyrsti Sunnlendingur þessa nýja árs. Hún var 53 cm og 17,5 merkur. Foreldrarnir eru þau Matthildur María Guðmundsdóttir, stöðvarstjóri hjá Landsvirkjun á Sogssvæði og Oddgeir Eiríksson, vélaverktaki í eigin rekstri hjá Strá ehf. Fyrir eiga þau Elínu, sem er fædd 19. október 2019. Fjölskyldan býr í Skeiða- og Gnúpverjahreppi. “Við áttum nú frekar von á því að fólk hefði verið búið að drífa í þessu á undan okkur. Það var langt liðið á árið þann 8. janúar. Ein amma barnsins hafði þó alltaf sagt að þetta yrði fyrsta barn ársins á Suðurlandi þannig að hún hafði rétt fyrir sér,” segir Matthildur og hlær. Matthildur var sett 29. desember en stúlkan lét bíða eftir sér til 8. janúar. Hún er fyrsta barn ársins 2023, sem fæðist á Suðurlandi. Ánægð með þjónustu fæðingardeildar HSU Matthildur segir að hjónin hafi verið mjög ánægð með alla þá þjónustu, sem þau fengu á fæðingardeild Heilbrigðisstofnunar Suðurlands á Selfossi (HSU) og þjónustuna í mæðraverndinni á heilsugæslustöðinni í Laugarási í Bláskógabyggð. “Herborg Pálsdóttir, ljósmóðir tók á móti stúlkunni á Selfossi en hún hafði einnig sinnt okkur í mæðravernd í Laugarási. Þjónustan var samfelld, fagleg og góð. Það var í raun tilviljun að Herborg væri á vaktinni þegar ég fór af stað því hún hafði verið í fríi einhverja daga á undan og höfðum við grínast með það að barnið kæmi ekki fyrr en Herborg væri komin aftur til vinnu. Við vorum mjög ánægð að hafa ljósmóður í fæðingunni sem ég þekkti vel og treysti. Einnig var til aðstoðar Gróa Sturludóttir ljósmóðir en hún hafði einmitt leyst Herborgu af í tvö skipti í mæðraverndinni og þekkti hún því einnig okkur foreldranna, sem var góð tilhugsun í fæðingunni,” segir Matthildur. Rakel Ásgeirsdóttir ljósmóðir sinnir nú heimaþjónustu fyrstu dagana eftir fæðingu eins og með fyrra barn þeirra hjóna. „Ljósmæðurnar hjá HSU eru allar svo yndislegar og gott að leita til þeirra til að fá aðstoð, stuðning og ráð,” bætir Matthildur við. 10 vatnsfæðingar 2022 Alls fæddust 56 börn á fæðingardeildinni á síðasta ári, 20 stúlkur og 36 drengir. Vatnsfæðingar voru 10. Þá voru 7 fæðingar á sjúkrahúsinu í Vestmannaeyjum á nýliðnu ári og tvær fæðingar á Höfn í Hornafirði samkvæmt upplýsingum frá Björk Steindórsdóttur, yfirljósmóður hjá Heilbrigðisstofnun Suðurlands. Allt klárt til að fara heima af fæðingardeild HSU á Selfossi.Aðsend Árborg Heilbrigðisstofnun Suðurlands Mest lesið Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Gæti slegið í storm og hringvegurinn lokaður Veður Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Innlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Fleiri fréttir Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Sjá meira
Hún var 53 cm og 17,5 merkur. Foreldrarnir eru þau Matthildur María Guðmundsdóttir, stöðvarstjóri hjá Landsvirkjun á Sogssvæði og Oddgeir Eiríksson, vélaverktaki í eigin rekstri hjá Strá ehf. Fyrir eiga þau Elínu, sem er fædd 19. október 2019. Fjölskyldan býr í Skeiða- og Gnúpverjahreppi. “Við áttum nú frekar von á því að fólk hefði verið búið að drífa í þessu á undan okkur. Það var langt liðið á árið þann 8. janúar. Ein amma barnsins hafði þó alltaf sagt að þetta yrði fyrsta barn ársins á Suðurlandi þannig að hún hafði rétt fyrir sér,” segir Matthildur og hlær. Matthildur var sett 29. desember en stúlkan lét bíða eftir sér til 8. janúar. Hún er fyrsta barn ársins 2023, sem fæðist á Suðurlandi. Ánægð með þjónustu fæðingardeildar HSU Matthildur segir að hjónin hafi verið mjög ánægð með alla þá þjónustu, sem þau fengu á fæðingardeild Heilbrigðisstofnunar Suðurlands á Selfossi (HSU) og þjónustuna í mæðraverndinni á heilsugæslustöðinni í Laugarási í Bláskógabyggð. “Herborg Pálsdóttir, ljósmóðir tók á móti stúlkunni á Selfossi en hún hafði einnig sinnt okkur í mæðravernd í Laugarási. Þjónustan var samfelld, fagleg og góð. Það var í raun tilviljun að Herborg væri á vaktinni þegar ég fór af stað því hún hafði verið í fríi einhverja daga á undan og höfðum við grínast með það að barnið kæmi ekki fyrr en Herborg væri komin aftur til vinnu. Við vorum mjög ánægð að hafa ljósmóður í fæðingunni sem ég þekkti vel og treysti. Einnig var til aðstoðar Gróa Sturludóttir ljósmóðir en hún hafði einmitt leyst Herborgu af í tvö skipti í mæðraverndinni og þekkti hún því einnig okkur foreldranna, sem var góð tilhugsun í fæðingunni,” segir Matthildur. Rakel Ásgeirsdóttir ljósmóðir sinnir nú heimaþjónustu fyrstu dagana eftir fæðingu eins og með fyrra barn þeirra hjóna. „Ljósmæðurnar hjá HSU eru allar svo yndislegar og gott að leita til þeirra til að fá aðstoð, stuðning og ráð,” bætir Matthildur við. 10 vatnsfæðingar 2022 Alls fæddust 56 börn á fæðingardeildinni á síðasta ári, 20 stúlkur og 36 drengir. Vatnsfæðingar voru 10. Þá voru 7 fæðingar á sjúkrahúsinu í Vestmannaeyjum á nýliðnu ári og tvær fæðingar á Höfn í Hornafirði samkvæmt upplýsingum frá Björk Steindórsdóttur, yfirljósmóður hjá Heilbrigðisstofnun Suðurlands. Allt klárt til að fara heima af fæðingardeild HSU á Selfossi.Aðsend
Árborg Heilbrigðisstofnun Suðurlands Mest lesið Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Gæti slegið í storm og hringvegurinn lokaður Veður Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Innlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Fleiri fréttir Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Sjá meira