Stefnir í aðgerðir Eflingar um mánaðamót Heimir Már Pétursson og Viktor Örn Ásgeirsson skrifa 12. janúar 2023 19:50 Samninganefnd Eflingar undirbýr nú verkfallstillögur. Vísir/Vilhelm Reikna má með að Efling kynni tillögur að verkfallsaðgerðum fljótlega upp úr helgi. Ef aðgerðirnar verða samþykktar í atkvæðagreiðslu meðal félagsmanna gætu þær fyrstu brostið á í kringum um næstu mánaðamót. Tveir dagar eru síðan Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar sleit viðræðum við Samtök Atvinnulífsins og gekk út úr húsakynnum ríkissáttasemjara. Nú eru verkfallsaðgerðir í undirbúningi. „Við erum byrjuð að vinna en þetta er auðvitað vandasamt verk sem þarf að passa vel upp á. Þetta er hlutverk samninganefndar sem mun hittast um helgina og halda þessu áfram. Hvenær verkfallsboðanir verða tilbúnar get ég ekki sagt til um á þessum tíma – einhvern tímann í næstu viku,“ segir Sólveig Anna í samtali við fréttastofu. Þegar nefndin hafi tekið málið til athugunar fari tillögur um verkfallsaðgerðir til atkvæðagreiðslu hjá félagsfólki. Sólveig Anna segir ekki liggja fyrir hvernig aðgerðirnar verði útfærðar. „Þetta er ákvörðun samninganefndar. Við tökum hana eins og allar aðrar ákvarðanir í sameiningu og í lýðræðislegu ferli. Á þessum tímapunkti er ekki tímabært fyrir mig að ræða það.“ Sólveig Anna segir að ekkert hafi heyrst frá ríkissáttasemjara síðan viðræðunum var slitið. Hún kveðst hafa lesið í fjölmiðlum að hann sæi engan tilgang með því að boða fund. „Þú ættir kannski að spyrja hann að því hvers vegna hann sér engan tilgang með því, en svarið yrði þá eflaust að Samtök Atvinnulífsins hafa jú – eins og allir vita – hafnað því alfarið að koma nokkuð til móts við okkur. Hvort að eitthvað opnist, það er auðvitað vonandi.“ Og aðgerðir gætu hafist um mánaðamótin? „Já, það er eflaust hægt að stilla því þannig upp,“ segir Sólveig Anna. Kjaramál Kjaraviðræður 2022-23 Vinnumarkaður Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira
Tveir dagar eru síðan Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar sleit viðræðum við Samtök Atvinnulífsins og gekk út úr húsakynnum ríkissáttasemjara. Nú eru verkfallsaðgerðir í undirbúningi. „Við erum byrjuð að vinna en þetta er auðvitað vandasamt verk sem þarf að passa vel upp á. Þetta er hlutverk samninganefndar sem mun hittast um helgina og halda þessu áfram. Hvenær verkfallsboðanir verða tilbúnar get ég ekki sagt til um á þessum tíma – einhvern tímann í næstu viku,“ segir Sólveig Anna í samtali við fréttastofu. Þegar nefndin hafi tekið málið til athugunar fari tillögur um verkfallsaðgerðir til atkvæðagreiðslu hjá félagsfólki. Sólveig Anna segir ekki liggja fyrir hvernig aðgerðirnar verði útfærðar. „Þetta er ákvörðun samninganefndar. Við tökum hana eins og allar aðrar ákvarðanir í sameiningu og í lýðræðislegu ferli. Á þessum tímapunkti er ekki tímabært fyrir mig að ræða það.“ Sólveig Anna segir að ekkert hafi heyrst frá ríkissáttasemjara síðan viðræðunum var slitið. Hún kveðst hafa lesið í fjölmiðlum að hann sæi engan tilgang með því að boða fund. „Þú ættir kannski að spyrja hann að því hvers vegna hann sér engan tilgang með því, en svarið yrði þá eflaust að Samtök Atvinnulífsins hafa jú – eins og allir vita – hafnað því alfarið að koma nokkuð til móts við okkur. Hvort að eitthvað opnist, það er auðvitað vonandi.“ Og aðgerðir gætu hafist um mánaðamótin? „Já, það er eflaust hægt að stilla því þannig upp,“ segir Sólveig Anna.
Kjaramál Kjaraviðræður 2022-23 Vinnumarkaður Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira