„Við höfum engan áhuga á því að sjá iðnað á þessu svæði“ Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 12. janúar 2023 14:11 Ásdís Kristjánsdóttir, bæjarstjóri í Kópavogi segir að fyrirhuguðum framkvæmdum Garðbæinga verði harðlega mótmælt. Vísir Bæjarstjóri í Kópavogi segir einhug innan bæjarstjórnarinnar um að mótmæla harðlega áformum Garðbæinga varðandi fyrirhugaðar framkvæmdir á lóðarmörkum bæjarfélaganna. Stefnt er að því að byggja upp atvinnu- og verksmiðjuhverfi sem staðsett verður nánast í bakgarði eins stærsta hverfis Kópavogs, á Rjúpnahæð. Fjallað var um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 í síðustu viku. Þar lýsti íbúi Austurkórs yfir gríðarlegri óánægju vegna fyrirhugaðara framkvæmda auk þess sem Andri Steinn Hilmarsson, bæjarfulltrúi í Kópavogi sagði að bæjarstjórn myndi setja sig harðlega upp á móti þeim. Ásdís Kristjánsdóttir, bæjarstjóri Kópavogs segir í svari við fyrirspurn fréttastofu að formlegt erindi hafi fyrst nú komið til bæjarstjórnarinnar og að hún muni í kjölfarið taka afstöðu til málsins. Munu mótmæla harðlega Hún segist hafa átt samtal við bæjarstjóra Garðabæjar, Almar Guðmundsson. „Hann er meðvitaður um okkar afstöðu. Það er einhugur í bæjarstjórn að við höfum engan áhuga á því að sjá iðnað á þessu svæði enda ekki í samræmi við okkar sýn. Þá er mikilvægt að hafa í huga að vegakerfið ber ekki þá umferð sem iðnaðarsvæði kallar á og er alls ekki hannað til þess heldur,“ segir Ásdís. „Við munum að sjálfsögðu mótmæla harðlega einhvers konar iðnaði eins og gert er ráð fyrir í skipulagslýsingunni,“ segir Ásdís og bætir því við að hún telji farsælla að leysa þetta mál í góðu samtali við nágranna sína í Garðabæ. „En undirstrika um leið að við munum gæta hagsmuna Kópavogsbæjar og íbúa okkar í þessu máli.“ Kópavogur Garðabær Skipulag Mest lesið Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Innlent Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Innlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Fleiri fréttir Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Sjá meira
Fjallað var um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 í síðustu viku. Þar lýsti íbúi Austurkórs yfir gríðarlegri óánægju vegna fyrirhugaðara framkvæmda auk þess sem Andri Steinn Hilmarsson, bæjarfulltrúi í Kópavogi sagði að bæjarstjórn myndi setja sig harðlega upp á móti þeim. Ásdís Kristjánsdóttir, bæjarstjóri Kópavogs segir í svari við fyrirspurn fréttastofu að formlegt erindi hafi fyrst nú komið til bæjarstjórnarinnar og að hún muni í kjölfarið taka afstöðu til málsins. Munu mótmæla harðlega Hún segist hafa átt samtal við bæjarstjóra Garðabæjar, Almar Guðmundsson. „Hann er meðvitaður um okkar afstöðu. Það er einhugur í bæjarstjórn að við höfum engan áhuga á því að sjá iðnað á þessu svæði enda ekki í samræmi við okkar sýn. Þá er mikilvægt að hafa í huga að vegakerfið ber ekki þá umferð sem iðnaðarsvæði kallar á og er alls ekki hannað til þess heldur,“ segir Ásdís. „Við munum að sjálfsögðu mótmæla harðlega einhvers konar iðnaði eins og gert er ráð fyrir í skipulagslýsingunni,“ segir Ásdís og bætir því við að hún telji farsælla að leysa þetta mál í góðu samtali við nágranna sína í Garðabæ. „En undirstrika um leið að við munum gæta hagsmuna Kópavogsbæjar og íbúa okkar í þessu máli.“
Kópavogur Garðabær Skipulag Mest lesið Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Innlent Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Innlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Fleiri fréttir Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Sjá meira