Nik Jordan hefur verið að hjálpa Söru í æfingarbúðum hennar í Dúbaí þar sem hún hefur eytt síðustu mánuðum við að koma sér í sitt allra besta form fyrir endurkomutímabil.
Eftir að hafa misst af öllu 2021 tímabilinu vegna meiðsla áttu meiðsli einnig eftir að stríða henni í fyrra þar sem árangurinn var vel undir væntingum.
Nik Jordan hvetur Söru áfram og sendir henni baráttukveðjur.
„Tveir mánuðir að baki af maður á mann æfingum, mikilli vinnu, litlum lagfæringum, nóg af léttum skotum, hlátri og góðum mat,“ skrifar Nik Jordan á Momentum miðla sína.
„Nú er komið að því að keyra þetta í gangi fyrir alvöru, hafa gaman og láta reyna á kerfið,“ skrifar Jordan.
„Það eru bara nokkrir mánuðir í tímabilið og þetta er því gott próf á keppnisgólfinu. Við munum læra mikið af þessu og fara síðan aftur að teikniborðinu til að sjá til þess að við toppum á 2023 tímabilinu,“ skrifar Jordan.
„Wodapalooza, við erum tilbúin fyrir þig. Ákaflega stoltur af þér Sara, töggur þinn, einbeiting og hugarfar á sér engan líka,“ skrifar Jordan og birtir með skemmtilegar myndir af þeim.