Spáir Íslandi heimsmeistaratitlinum Smári Jökull Jónsson skrifar 12. janúar 2023 07:00 Brian Campion, einn af stjórnendum hlaðvarpsins, spáir Íslandi heimsmeistaratitlinum í handknattleik. Instagram (Un)informed Handball Hour Einn sérfræðinga handknattleikshlaðvarpsins (Un)informed Handball Hour spáir Íslandi sigri á heimsmeistaramótinu í handknattleik en mótið hófst í gær. Ísland hefur leik í dag þegar þeir mæta Portúgal. Það ríkir töluverð bjartsýni hjá Íslendingum fyrir heimsmeistaramótið í handknattleik sem komið er af stað, en Frakkar lögðu Pólverja í gærkvöldi í opnunarleik mótsins. Sjaldan hefur Ísland haft á að skipa jafn sterku liði og í ár en margir af leikmönnum liðsins eru að leika með gríðarlega sterkum félagsliðum í evrópska handboltanum og hafa verið að spila vel í vetur. En það eru ekki bara Íslendingar sem spá Íslandi góðu gengi. Handknattleikshlaðvarpið (Un)informed Handball Hour fjallar um handbolta í vikulegum þætti og þeir fengu nokkra sérfræðinga til að spá fyrir um hverjir vinna til verðlauna á mótinu í Póllandi og Svíþjóð. Happy IHF World Championship day everyone!On the eve of the first game of the first game have a look at what the experts predicted and you can also see our predictions!Do you agree with the handball journalists? pic.twitter.com/XvvYdX2i5J— (Un)informed Handball Hour (@HandballHour) January 11, 2023 Hinn danski Rasmus Boysen, sem íslenskir handknattleiksáhugamenn þekkja vel til, spáir Evrópumeisturum Svía heimsmeistaratitlinum og að Danir og Frakkar vinni til silfur- og bronsverðlauna. Hinn norski Stig Nygard spáir Dönum sigri, Spánverjum silfurverðlaunum og Íslendingum bronsi. Brian Campion, einn stjórnenda hlaðvarpsins, gengur hins vegar svo langt að spá Íslandi sjálfum heimsmeistaratitlinum. Hann segir að Frakkar fái silfur og Svíar brons. Campion því að Ómar Ingi Magnússon verði valinn besti leikmaður mótsins. Chris O´Reilly, annar stjórnandi í þættinum, spáir því að Gísli Þorgeir Kristjánsson verði valinn bestur en Svíum gullinu. Ómar Ingi og Gísli Þorgeir leika báðir með Magdeburg og hafa spilað frábærlega í vetur. Það þarf því ekki að koma á óvart að þeim sé spáð góðu gengi á mótinu. HM 2023 í handbolta Landslið karla í handbolta Mest lesið Kennir kynlífi með kærastanum um að hún féll á lyfjaprófi Sport Neitar að tjá sig um ósættið við Kristófer: „Á milli mín og hans“ Körfubolti Ólympíufari dæmdur í 21 árs fangelsi fyrir barnaníð Sport Sektin hans Messi er leyndarmál Fótbolti Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Enski boltinn Komnir með þrettán stiga forskot Enski boltinn Tekinn af velli eftir að hann fékk morðhótanir úr stúkunni Fótbolti Dagskráin í dag: Skagamenn geta stigið stórt skref í átt að Bónus-deildinni Sport Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Fótbolti Orri og félagar þurfa að koma til baka á Santiago Bernabéu Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Fram - Afturelding 36-33 | Fram í bikarúrslit eftir framlengingu Orri með fjögur gegn strákunum hans Guðmundar „Veit ekki hvar on-takkinn er“ „Þetta bara svíngekk“ Sjötta tap Hauks og félaga í röð Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 34-29 | Stjarnan flaug í úrslit Hafa ekki tapað undanúrslitaleik í nítján ár Ætla ekki að bíða aftur í 24 ár Sveinn spilar í fimmta landinu Róbert hættir með Gróttu eftir tímabilið Dagur skilaði sínu fyrir Montpellier sem er komið áfram Elliði Snær frábær í góðum sigri Karabatic-ballið alveg búið Haukar fara til Bosníu Íslendingaliðið með stórsigur og á góðu róli Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins „Við vorum yfirspenntar“ Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Sjá meira
Það ríkir töluverð bjartsýni hjá Íslendingum fyrir heimsmeistaramótið í handknattleik sem komið er af stað, en Frakkar lögðu Pólverja í gærkvöldi í opnunarleik mótsins. Sjaldan hefur Ísland haft á að skipa jafn sterku liði og í ár en margir af leikmönnum liðsins eru að leika með gríðarlega sterkum félagsliðum í evrópska handboltanum og hafa verið að spila vel í vetur. En það eru ekki bara Íslendingar sem spá Íslandi góðu gengi. Handknattleikshlaðvarpið (Un)informed Handball Hour fjallar um handbolta í vikulegum þætti og þeir fengu nokkra sérfræðinga til að spá fyrir um hverjir vinna til verðlauna á mótinu í Póllandi og Svíþjóð. Happy IHF World Championship day everyone!On the eve of the first game of the first game have a look at what the experts predicted and you can also see our predictions!Do you agree with the handball journalists? pic.twitter.com/XvvYdX2i5J— (Un)informed Handball Hour (@HandballHour) January 11, 2023 Hinn danski Rasmus Boysen, sem íslenskir handknattleiksáhugamenn þekkja vel til, spáir Evrópumeisturum Svía heimsmeistaratitlinum og að Danir og Frakkar vinni til silfur- og bronsverðlauna. Hinn norski Stig Nygard spáir Dönum sigri, Spánverjum silfurverðlaunum og Íslendingum bronsi. Brian Campion, einn stjórnenda hlaðvarpsins, gengur hins vegar svo langt að spá Íslandi sjálfum heimsmeistaratitlinum. Hann segir að Frakkar fái silfur og Svíar brons. Campion því að Ómar Ingi Magnússon verði valinn besti leikmaður mótsins. Chris O´Reilly, annar stjórnandi í þættinum, spáir því að Gísli Þorgeir Kristjánsson verði valinn bestur en Svíum gullinu. Ómar Ingi og Gísli Þorgeir leika báðir með Magdeburg og hafa spilað frábærlega í vetur. Það þarf því ekki að koma á óvart að þeim sé spáð góðu gengi á mótinu.
HM 2023 í handbolta Landslið karla í handbolta Mest lesið Kennir kynlífi með kærastanum um að hún féll á lyfjaprófi Sport Neitar að tjá sig um ósættið við Kristófer: „Á milli mín og hans“ Körfubolti Ólympíufari dæmdur í 21 árs fangelsi fyrir barnaníð Sport Sektin hans Messi er leyndarmál Fótbolti Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Enski boltinn Komnir með þrettán stiga forskot Enski boltinn Tekinn af velli eftir að hann fékk morðhótanir úr stúkunni Fótbolti Dagskráin í dag: Skagamenn geta stigið stórt skref í átt að Bónus-deildinni Sport Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Fótbolti Orri og félagar þurfa að koma til baka á Santiago Bernabéu Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Fram - Afturelding 36-33 | Fram í bikarúrslit eftir framlengingu Orri með fjögur gegn strákunum hans Guðmundar „Veit ekki hvar on-takkinn er“ „Þetta bara svíngekk“ Sjötta tap Hauks og félaga í röð Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 34-29 | Stjarnan flaug í úrslit Hafa ekki tapað undanúrslitaleik í nítján ár Ætla ekki að bíða aftur í 24 ár Sveinn spilar í fimmta landinu Róbert hættir með Gróttu eftir tímabilið Dagur skilaði sínu fyrir Montpellier sem er komið áfram Elliði Snær frábær í góðum sigri Karabatic-ballið alveg búið Haukar fara til Bosníu Íslendingaliðið með stórsigur og á góðu róli Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins „Við vorum yfirspenntar“ Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Sjá meira