„Þetta verður erfitt“ Ólafur Björn Sverrisson skrifar 11. janúar 2023 19:44 Ragnar Þór sendir Sólveigu Önnu og hennar fólki baráttukveðjur en segir ljóst að baráttan verði erfið. vísir/vilhelm Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segir ljóst að baráttan framundan hjá Eflingu verði erfið en hann sendir þeim stuðningskveðjur. Betri samningur Eflingar sé til hagsbóta fyrir önnur verkalýðsfélög. „Efling og félagar hafa sinn sjálfstæða samningsrétt og okkur ber að virða þann samningsrétt,“ segir Ragnar Þór inntur eftir viðbrögðum við nýjustu vendingum í kjarasamningsviðræðum Eflingar. Hann var til viðtals á Reykjavík síðdegis. Efling sleit kjaraviðræðum við Samtök atvinnulífsins í gær, 10. janúar, og stefnir nú í verkfall hjá félagsfólki Eflingar. Formaður SA sagði tilboð Eflingar hafa verið „óaðgengilegt“ og Vilhjálmur Birgisson formaður Starfsgreinasambandsins segir stöðu Eflingar „afskaplega erfiða“. Ragnar segist styðja Eflingu til góðra verka í baráttunni framundan. Vonar að innbyrðisátökum linni „Þetta verður erfitt en við getum ekki gert annað en sent öllu félagsfólki Eflingar baráttu og stuðningskveðjur í sinni vegferð. Sömuleiðis vona ég innilega að orkan fari í að landa góðum samningi en ekki innbyrðis átök,“ segir Ragnar. Ólöf Adolfsdóttir, ritari Eflingar, segist hafa verið meinað að sækja fundi samninganefndar Eflingar, sem hún situr í. Lengi hefur andað köldu milli hennar og Sólveigar Önnu Jónsdóttur, formanns Eflingar, en Ólöf kveðst ósammála ákvörðun stéttarfélagsins að slíta kjaraviðræðum við Samtök atvinnulífsins. „Ég er rosalega sorgmæddur yfir þessari stöðu, að sjá félaga mína takast á, á opinberum vettvangi. Ég leyfi mér að vona að fólk geti einbeitt sér að þessu verkefni í friði og vonandi að Efling nái góðum og myndarlegum samningum fyrir sitt fólk,“ segir Ragnar. Heyra má viðtalið við Ragnar í heild sinni hér að neðan. Umræða um kjaraviðræður Eflingar hefst á 9:15. Fram að því ræðir Ragnar stöðu krónunnar. Betri samningur Eflingar gagnist öllum VR skrifaði undir samning við Samtök atvinnulífsins fyrir jól og segist Ragnar standa við þá ákvörðun. Nái Efling betri samningi muni það aðeins gagnast öðrum félögum, segir Ragnar sem tekur undir orð Sverris Albertssonar, framkvæmdastjóra Afls, starfsgreinafélags sem skrifar grein á Kjarnanum í dag. Þar hvetur hann aðildarfélög til þess að veita Eflingu stuðning í komandi baráttu. „Ég nefni að ein af kröfum okkar í þeim viðræðum, sem eru að hefjast núna um langtímasamning, er 30 daga orlof sem opinberu félögin náðu fram í sínum kjarasamningum síðast. Það er auðveldara fyrir okkur að fara fram með slíkar kröfur fyrir okkar félagsfólk ef aðrir hafa náð árangri.“ Hann segir að samninganefnd VR hafi verið sammála um að lengra yrði ekki komist með skammtímasamning í viðræðunum við SA fyrir jól. „Við lögðum það einfaldlega í dóm félagsfólks okkar og samningurinn var samþykktur með yfir 80 prósentum atkvæða,“ segir Ragnar og bætir við að félagsfólk VR hafi áttað sig á því að með því að fella slíkan samning yrði farið í átakafasa. „En þetta er stuttur samningur og við höfum þegar hafið viðræður um nýjan langtímasamning,“ segir Ragnar Þór Ingólfsson. Kjaramál Kjaraviðræður 2022-23 Vinnumarkaður Reykjavík síðdegis Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Erlent Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Erlent Fleiri fréttir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Sjá meira
„Efling og félagar hafa sinn sjálfstæða samningsrétt og okkur ber að virða þann samningsrétt,“ segir Ragnar Þór inntur eftir viðbrögðum við nýjustu vendingum í kjarasamningsviðræðum Eflingar. Hann var til viðtals á Reykjavík síðdegis. Efling sleit kjaraviðræðum við Samtök atvinnulífsins í gær, 10. janúar, og stefnir nú í verkfall hjá félagsfólki Eflingar. Formaður SA sagði tilboð Eflingar hafa verið „óaðgengilegt“ og Vilhjálmur Birgisson formaður Starfsgreinasambandsins segir stöðu Eflingar „afskaplega erfiða“. Ragnar segist styðja Eflingu til góðra verka í baráttunni framundan. Vonar að innbyrðisátökum linni „Þetta verður erfitt en við getum ekki gert annað en sent öllu félagsfólki Eflingar baráttu og stuðningskveðjur í sinni vegferð. Sömuleiðis vona ég innilega að orkan fari í að landa góðum samningi en ekki innbyrðis átök,“ segir Ragnar. Ólöf Adolfsdóttir, ritari Eflingar, segist hafa verið meinað að sækja fundi samninganefndar Eflingar, sem hún situr í. Lengi hefur andað köldu milli hennar og Sólveigar Önnu Jónsdóttur, formanns Eflingar, en Ólöf kveðst ósammála ákvörðun stéttarfélagsins að slíta kjaraviðræðum við Samtök atvinnulífsins. „Ég er rosalega sorgmæddur yfir þessari stöðu, að sjá félaga mína takast á, á opinberum vettvangi. Ég leyfi mér að vona að fólk geti einbeitt sér að þessu verkefni í friði og vonandi að Efling nái góðum og myndarlegum samningum fyrir sitt fólk,“ segir Ragnar. Heyra má viðtalið við Ragnar í heild sinni hér að neðan. Umræða um kjaraviðræður Eflingar hefst á 9:15. Fram að því ræðir Ragnar stöðu krónunnar. Betri samningur Eflingar gagnist öllum VR skrifaði undir samning við Samtök atvinnulífsins fyrir jól og segist Ragnar standa við þá ákvörðun. Nái Efling betri samningi muni það aðeins gagnast öðrum félögum, segir Ragnar sem tekur undir orð Sverris Albertssonar, framkvæmdastjóra Afls, starfsgreinafélags sem skrifar grein á Kjarnanum í dag. Þar hvetur hann aðildarfélög til þess að veita Eflingu stuðning í komandi baráttu. „Ég nefni að ein af kröfum okkar í þeim viðræðum, sem eru að hefjast núna um langtímasamning, er 30 daga orlof sem opinberu félögin náðu fram í sínum kjarasamningum síðast. Það er auðveldara fyrir okkur að fara fram með slíkar kröfur fyrir okkar félagsfólk ef aðrir hafa náð árangri.“ Hann segir að samninganefnd VR hafi verið sammála um að lengra yrði ekki komist með skammtímasamning í viðræðunum við SA fyrir jól. „Við lögðum það einfaldlega í dóm félagsfólks okkar og samningurinn var samþykktur með yfir 80 prósentum atkvæða,“ segir Ragnar og bætir við að félagsfólk VR hafi áttað sig á því að með því að fella slíkan samning yrði farið í átakafasa. „En þetta er stuttur samningur og við höfum þegar hafið viðræður um nýjan langtímasamning,“ segir Ragnar Þór Ingólfsson.
Kjaramál Kjaraviðræður 2022-23 Vinnumarkaður Reykjavík síðdegis Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Erlent Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Erlent Fleiri fréttir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Sjá meira