Félix sá fjórði sem Chelsea kaupir í janúar Valur Páll Eiríksson skrifar 11. janúar 2023 12:22 Joao Felix leikur í Lundúnum út leiktíðina. Heimasíða Chelsea Chelsea hefur fengið Portúgalann João Félix á láni frá Atlético Madrid á Spáni. Hann fjórði leikmaðurinn til að ganga í raðir liðsins þegar aðeins ellefu dagar eru liðnir á janúargluggann. Samband Félix og Diego Simeone, þjálfara Atlético, hefur farið versnandi á yfirstandandi leiktíð. Félix hefur lítið fengið að spila og að minnsta kosti þrisvar hefur Simeone sent hann af bekknum til að hita upp, aðeins til þess að koma ekki inn á. Það var því ljóst að Félix væri á förum frá spænsku höfuðborginni en nú er ljóst að Chelsea hafði betur gegn Manchester United í baráttunni um undirskrift Portúgalans. The artist has arrived. Welcome to Chelsea, Joao Felix!#HolaFelix pic.twitter.com/hVS7UuG6gT— Chelsea FC (@ChelseaFC) January 11, 2023 Chelsea tilkynnti um komu Félix í dag. Liðið er talið þurfa að borga um 10 milljónir evra fyrir lánssamning til hálfs árs, auk þess að dekka laun Félix á lánstímanum. Atlético borgaði metfjárhæð fyrir Félix þegar hann var keyptur frá Benfica árið 2019, yfir 125 milljónir evra, þegar hann var aðeins 19 ára gamall. Félix hefur spilað stórt hlutverk hjá liðinu síðan en líkt og nefnt er að ofan, fallið neðar í goggunarröðinni vegna örðugleika hans og Simeone. Chelsea hefur áður klófest þá Benoit Badiashile frá Mónakó, David Datro Fofana frá Molde og Andrey Santos frá Vasco da Gama í janúarglugganum. Liðið gerði einnig fjölmörg stór kaup í sumar eftir að Bandaríkjamaðurinn Tedd Boehly keypti félagið af Rússanum Roman Abramovich. Kaup Chelsea á leiktíðinni Sumar: Raheem Sterling frá Manchester City - 47,5 milljónir punda Kalidou Koulibaly frá Napoli - 33 milljónir punda Carney Chukwuemeka frá Aston Villa - 20 milljónir punda Gabriel Slonina frá Chicago Fire - 8 milljónir punda Marc Cucurella frá Brighton - 56 milljónir punda Cesare Casadei frá Inter - 13 milljónir punda Wesley Fofana frá Leicester - 70 milljónir punda Pierre-Emerick Aubameyang frá Barcelona - 10 milljónir punda Denis Zakaria frá Juventus - lán (2,7 milljónir) Janúar: Benoit Badiashile frá Mónakó - 35 milljónir punda David Datro Fofana frá Molde - 8 milljónir punda Andrey Santos frá Vasco - Óuppgefið Joao Felix frá Atlético - lán (talið um 10 milljónir) Enski boltinn Fótbolti Mest lesið Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Handbolti Magnús Ver í 55. sæti á lista yfir bestu íþróttamenn sögunnar Sport Mamma reddaði treyjunum frá Thuram bræðrunum Sport Bitvargurinn fékk tólf leikja bann Sport Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Íslenski boltinn Fagnaði heimsmetinu í karíókí herbergi Sport Í beinni: Athletic Bilbao - Arsenal | Skytturnar byrja í Baskalandi Fótbolti Emil leggur skóna á hilluna Sport Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Enski boltinn Gæti spilað í kvöld en þarf að mæta í réttarsal í fyrramálið Fótbolti Fleiri fréttir Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Víti í blálokin dugði Liverpool Tvö frá Haaland og Manchester er blá Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Sigur í fyrsta leik Andra í enska boltanum Nýi maðurinn hetja Newcastle og skrautlegt sjálfsmark Leeds Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Zubimendi með tvö í frábærum sigri Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Delap gæti verið frá fram í desember Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum Sjá meira
Samband Félix og Diego Simeone, þjálfara Atlético, hefur farið versnandi á yfirstandandi leiktíð. Félix hefur lítið fengið að spila og að minnsta kosti þrisvar hefur Simeone sent hann af bekknum til að hita upp, aðeins til þess að koma ekki inn á. Það var því ljóst að Félix væri á förum frá spænsku höfuðborginni en nú er ljóst að Chelsea hafði betur gegn Manchester United í baráttunni um undirskrift Portúgalans. The artist has arrived. Welcome to Chelsea, Joao Felix!#HolaFelix pic.twitter.com/hVS7UuG6gT— Chelsea FC (@ChelseaFC) January 11, 2023 Chelsea tilkynnti um komu Félix í dag. Liðið er talið þurfa að borga um 10 milljónir evra fyrir lánssamning til hálfs árs, auk þess að dekka laun Félix á lánstímanum. Atlético borgaði metfjárhæð fyrir Félix þegar hann var keyptur frá Benfica árið 2019, yfir 125 milljónir evra, þegar hann var aðeins 19 ára gamall. Félix hefur spilað stórt hlutverk hjá liðinu síðan en líkt og nefnt er að ofan, fallið neðar í goggunarröðinni vegna örðugleika hans og Simeone. Chelsea hefur áður klófest þá Benoit Badiashile frá Mónakó, David Datro Fofana frá Molde og Andrey Santos frá Vasco da Gama í janúarglugganum. Liðið gerði einnig fjölmörg stór kaup í sumar eftir að Bandaríkjamaðurinn Tedd Boehly keypti félagið af Rússanum Roman Abramovich. Kaup Chelsea á leiktíðinni Sumar: Raheem Sterling frá Manchester City - 47,5 milljónir punda Kalidou Koulibaly frá Napoli - 33 milljónir punda Carney Chukwuemeka frá Aston Villa - 20 milljónir punda Gabriel Slonina frá Chicago Fire - 8 milljónir punda Marc Cucurella frá Brighton - 56 milljónir punda Cesare Casadei frá Inter - 13 milljónir punda Wesley Fofana frá Leicester - 70 milljónir punda Pierre-Emerick Aubameyang frá Barcelona - 10 milljónir punda Denis Zakaria frá Juventus - lán (2,7 milljónir) Janúar: Benoit Badiashile frá Mónakó - 35 milljónir punda David Datro Fofana frá Molde - 8 milljónir punda Andrey Santos frá Vasco - Óuppgefið Joao Felix frá Atlético - lán (talið um 10 milljónir)
Kaup Chelsea á leiktíðinni Sumar: Raheem Sterling frá Manchester City - 47,5 milljónir punda Kalidou Koulibaly frá Napoli - 33 milljónir punda Carney Chukwuemeka frá Aston Villa - 20 milljónir punda Gabriel Slonina frá Chicago Fire - 8 milljónir punda Marc Cucurella frá Brighton - 56 milljónir punda Cesare Casadei frá Inter - 13 milljónir punda Wesley Fofana frá Leicester - 70 milljónir punda Pierre-Emerick Aubameyang frá Barcelona - 10 milljónir punda Denis Zakaria frá Juventus - lán (2,7 milljónir) Janúar: Benoit Badiashile frá Mónakó - 35 milljónir punda David Datro Fofana frá Molde - 8 milljónir punda Andrey Santos frá Vasco - Óuppgefið Joao Felix frá Atlético - lán (talið um 10 milljónir)
Enski boltinn Fótbolti Mest lesið Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Handbolti Magnús Ver í 55. sæti á lista yfir bestu íþróttamenn sögunnar Sport Mamma reddaði treyjunum frá Thuram bræðrunum Sport Bitvargurinn fékk tólf leikja bann Sport Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Íslenski boltinn Fagnaði heimsmetinu í karíókí herbergi Sport Í beinni: Athletic Bilbao - Arsenal | Skytturnar byrja í Baskalandi Fótbolti Emil leggur skóna á hilluna Sport Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Enski boltinn Gæti spilað í kvöld en þarf að mæta í réttarsal í fyrramálið Fótbolti Fleiri fréttir Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Víti í blálokin dugði Liverpool Tvö frá Haaland og Manchester er blá Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Sigur í fyrsta leik Andra í enska boltanum Nýi maðurinn hetja Newcastle og skrautlegt sjálfsmark Leeds Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Zubimendi með tvö í frábærum sigri Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Delap gæti verið frá fram í desember Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum Sjá meira