Félix sá fjórði sem Chelsea kaupir í janúar Valur Páll Eiríksson skrifar 11. janúar 2023 12:22 Joao Felix leikur í Lundúnum út leiktíðina. Heimasíða Chelsea Chelsea hefur fengið Portúgalann João Félix á láni frá Atlético Madrid á Spáni. Hann fjórði leikmaðurinn til að ganga í raðir liðsins þegar aðeins ellefu dagar eru liðnir á janúargluggann. Samband Félix og Diego Simeone, þjálfara Atlético, hefur farið versnandi á yfirstandandi leiktíð. Félix hefur lítið fengið að spila og að minnsta kosti þrisvar hefur Simeone sent hann af bekknum til að hita upp, aðeins til þess að koma ekki inn á. Það var því ljóst að Félix væri á förum frá spænsku höfuðborginni en nú er ljóst að Chelsea hafði betur gegn Manchester United í baráttunni um undirskrift Portúgalans. The artist has arrived. Welcome to Chelsea, Joao Felix!#HolaFelix pic.twitter.com/hVS7UuG6gT— Chelsea FC (@ChelseaFC) January 11, 2023 Chelsea tilkynnti um komu Félix í dag. Liðið er talið þurfa að borga um 10 milljónir evra fyrir lánssamning til hálfs árs, auk þess að dekka laun Félix á lánstímanum. Atlético borgaði metfjárhæð fyrir Félix þegar hann var keyptur frá Benfica árið 2019, yfir 125 milljónir evra, þegar hann var aðeins 19 ára gamall. Félix hefur spilað stórt hlutverk hjá liðinu síðan en líkt og nefnt er að ofan, fallið neðar í goggunarröðinni vegna örðugleika hans og Simeone. Chelsea hefur áður klófest þá Benoit Badiashile frá Mónakó, David Datro Fofana frá Molde og Andrey Santos frá Vasco da Gama í janúarglugganum. Liðið gerði einnig fjölmörg stór kaup í sumar eftir að Bandaríkjamaðurinn Tedd Boehly keypti félagið af Rússanum Roman Abramovich. Kaup Chelsea á leiktíðinni Sumar: Raheem Sterling frá Manchester City - 47,5 milljónir punda Kalidou Koulibaly frá Napoli - 33 milljónir punda Carney Chukwuemeka frá Aston Villa - 20 milljónir punda Gabriel Slonina frá Chicago Fire - 8 milljónir punda Marc Cucurella frá Brighton - 56 milljónir punda Cesare Casadei frá Inter - 13 milljónir punda Wesley Fofana frá Leicester - 70 milljónir punda Pierre-Emerick Aubameyang frá Barcelona - 10 milljónir punda Denis Zakaria frá Juventus - lán (2,7 milljónir) Janúar: Benoit Badiashile frá Mónakó - 35 milljónir punda David Datro Fofana frá Molde - 8 milljónir punda Andrey Santos frá Vasco - Óuppgefið Joao Felix frá Atlético - lán (talið um 10 milljónir) Enski boltinn Fótbolti Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Enski boltinn Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Íslenski boltinn Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Fótbolti „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Sonur Scottie Pippen kom sér og föður sínum í sögubækurnar Sport Fleiri fréttir Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Guardiola skilur ekkert í valinu á Grealish Arsenal skoraði óvænt fimm gegn Maríu og félögum Mourinho vill taka við Newcastle United „Hann varð pabbi og ég átti engan þátt í því“ Hetja United meiddist ekki við það að fagna markinu Rice tábrotinn en ætlar að spila á sunnudag Slot henti bæði Mourinho og Ancelotti úr efsta sætinu Sjáðu klúðrið sem stjóri Villa kallaði „stærstu mistök“ sem hann hefur séð Leikbann Kudus lengt í fimm leiki Bernardo Silva: Man City er á dimmum stað Amorim: Pep Guardiola er svo miklu betri en ég akkúrat núna Afar vandræðaleg samskipti Amorims og blaðamanns „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Skoraði stórglæsilegt mark og ætlar að horfa á það aftur og aftur Edu yfirgefur Arsenal Liverpool-stjarnan slapp með skrekkinn Skilur ekki hvernig Lisandro Martínez slapp við rauða spjaldið Dulin skilaboð frá Mo Salah eftir leik helgarinnar Kennir sjálfum sér um uppsögnina Fyrsta mark Fernandes dugði til stigs gegn Chelsea Sjá meira
Samband Félix og Diego Simeone, þjálfara Atlético, hefur farið versnandi á yfirstandandi leiktíð. Félix hefur lítið fengið að spila og að minnsta kosti þrisvar hefur Simeone sent hann af bekknum til að hita upp, aðeins til þess að koma ekki inn á. Það var því ljóst að Félix væri á förum frá spænsku höfuðborginni en nú er ljóst að Chelsea hafði betur gegn Manchester United í baráttunni um undirskrift Portúgalans. The artist has arrived. Welcome to Chelsea, Joao Felix!#HolaFelix pic.twitter.com/hVS7UuG6gT— Chelsea FC (@ChelseaFC) January 11, 2023 Chelsea tilkynnti um komu Félix í dag. Liðið er talið þurfa að borga um 10 milljónir evra fyrir lánssamning til hálfs árs, auk þess að dekka laun Félix á lánstímanum. Atlético borgaði metfjárhæð fyrir Félix þegar hann var keyptur frá Benfica árið 2019, yfir 125 milljónir evra, þegar hann var aðeins 19 ára gamall. Félix hefur spilað stórt hlutverk hjá liðinu síðan en líkt og nefnt er að ofan, fallið neðar í goggunarröðinni vegna örðugleika hans og Simeone. Chelsea hefur áður klófest þá Benoit Badiashile frá Mónakó, David Datro Fofana frá Molde og Andrey Santos frá Vasco da Gama í janúarglugganum. Liðið gerði einnig fjölmörg stór kaup í sumar eftir að Bandaríkjamaðurinn Tedd Boehly keypti félagið af Rússanum Roman Abramovich. Kaup Chelsea á leiktíðinni Sumar: Raheem Sterling frá Manchester City - 47,5 milljónir punda Kalidou Koulibaly frá Napoli - 33 milljónir punda Carney Chukwuemeka frá Aston Villa - 20 milljónir punda Gabriel Slonina frá Chicago Fire - 8 milljónir punda Marc Cucurella frá Brighton - 56 milljónir punda Cesare Casadei frá Inter - 13 milljónir punda Wesley Fofana frá Leicester - 70 milljónir punda Pierre-Emerick Aubameyang frá Barcelona - 10 milljónir punda Denis Zakaria frá Juventus - lán (2,7 milljónir) Janúar: Benoit Badiashile frá Mónakó - 35 milljónir punda David Datro Fofana frá Molde - 8 milljónir punda Andrey Santos frá Vasco - Óuppgefið Joao Felix frá Atlético - lán (talið um 10 milljónir)
Kaup Chelsea á leiktíðinni Sumar: Raheem Sterling frá Manchester City - 47,5 milljónir punda Kalidou Koulibaly frá Napoli - 33 milljónir punda Carney Chukwuemeka frá Aston Villa - 20 milljónir punda Gabriel Slonina frá Chicago Fire - 8 milljónir punda Marc Cucurella frá Brighton - 56 milljónir punda Cesare Casadei frá Inter - 13 milljónir punda Wesley Fofana frá Leicester - 70 milljónir punda Pierre-Emerick Aubameyang frá Barcelona - 10 milljónir punda Denis Zakaria frá Juventus - lán (2,7 milljónir) Janúar: Benoit Badiashile frá Mónakó - 35 milljónir punda David Datro Fofana frá Molde - 8 milljónir punda Andrey Santos frá Vasco - Óuppgefið Joao Felix frá Atlético - lán (talið um 10 milljónir)
Enski boltinn Fótbolti Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Enski boltinn Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Íslenski boltinn Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Fótbolti „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Sonur Scottie Pippen kom sér og föður sínum í sögubækurnar Sport Fleiri fréttir Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Guardiola skilur ekkert í valinu á Grealish Arsenal skoraði óvænt fimm gegn Maríu og félögum Mourinho vill taka við Newcastle United „Hann varð pabbi og ég átti engan þátt í því“ Hetja United meiddist ekki við það að fagna markinu Rice tábrotinn en ætlar að spila á sunnudag Slot henti bæði Mourinho og Ancelotti úr efsta sætinu Sjáðu klúðrið sem stjóri Villa kallaði „stærstu mistök“ sem hann hefur séð Leikbann Kudus lengt í fimm leiki Bernardo Silva: Man City er á dimmum stað Amorim: Pep Guardiola er svo miklu betri en ég akkúrat núna Afar vandræðaleg samskipti Amorims og blaðamanns „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Skoraði stórglæsilegt mark og ætlar að horfa á það aftur og aftur Edu yfirgefur Arsenal Liverpool-stjarnan slapp með skrekkinn Skilur ekki hvernig Lisandro Martínez slapp við rauða spjaldið Dulin skilaboð frá Mo Salah eftir leik helgarinnar Kennir sjálfum sér um uppsögnina Fyrsta mark Fernandes dugði til stigs gegn Chelsea Sjá meira