Hvenær er nóg nóg? Unnur Berglind Friðriksdóttir skrifar 10. janúar 2023 08:00 Þessari spurningu var varpað fram í Silfrinu sunnudaginn 8. janúar þegar kjör heilbrigðisstétta og staða heilbrigðiskerfisins voru til umræðu. Þetta er góð spurning sem flestir ættu að velta fyrir sér. Hvar liggja t.d. mörk starfsfólks í álagi og yfirvinnu ? Hvenær er nóg nóg þegar kemur að vinnuaðstæðum heilbrigðisstarfsfólks ? Ég held að þeirri spurningu hafi þegar verið svarað hjá mörgu heilbrigðisstarfsfólki sem nú þegar hefur hætt störfum. Hjá þeim var klárlega komið nóg. Eru þau mörk að nálgast hjá fleirum ? Hver er verðmiðinn á því að vinna morgunvakt, kvöldvakt, næturvakt og aftur morgunvakt kvöldvakt næturvakt allan ársins hring ? Helgar, jól og aðra hátíðisdaga ? Að hafa lítið sem ekkert svigrúm til að skipta/breyta vakt ef eitthvað skemmtilegt kemur uppá eins og t.d. afmælisboð frá góðum vini eða fjölskyldu sem berst með innan við 6 vikna fyrirvara ? Hvers vegna innan við 6 vikna fyrirvara ? Jú því vaktaplan liggur fyrir 6 vikum áður. Það er ekki sjálfgefið að vaktavinnufólk sé í fríi. Það er ekki heldur sjálfgefið að hægt sé að skipta á vakt við samstarfsfélaga, því hann gæti jú lækkað í launum við vaktaskiptin, tapað vaktahvata við þessa breytingu. Er komið nóg af því að vera með í maganum áður en mætt er á vaktina yfir því hversu mikið verði að gera ? Gefst tími til að sinna t.d. þeirri grunnþörf að komast á snyrtinguna ? Þá erum við ekki einu sinni að ræða eðlilegt neysluhlé sem ætti að eiga sér stað á hverri vakt. Hvenær er komið nóg af því að komast ekki heim á réttum tíma því vaktin sem á að taka við er ekki fullmönnuð og/eða það er of mikið að gera ? Hvenær er komið nóg af því að heilbrigðisstarfsfólk sé truflað í frítíma og beðið um að koma á aukavakt eða breyta vakt ? Í fyrrgreindum þætti kom einnig fram að meðalheildarlaun ljósmæðra væru um 1.100.000 kr. Meðalgrunnlaun ljósmæðra í júní 2022 voru 772.483 kr. Meðalheildarlaun ljósmæðra voru 1.079.882 kr. Mismunurinn þarna á milli er vegna þess að ljósmæður standa vaktina allan sólarhringinn alla daga ársins. Þær fá greitt álag fyrir að vinna á kvöldin, næturnar, um helgar og á stórhátíðum þegar margar aðrar stéttir taka því sem sjálfsögðum hlut að vera í fríi. Ljósmæður eru einnig að fá greitt fyrir yfirvinnu. Yfirvinnu sem sannarlegar er unnin umfram vinnuskyldu t.d. þegar þær komast ekki heim á réttum tíma því það er of mikið að gera. Yfirvinnu þegar vantar fólk til starfa eða álagið of mikið og það þarf að kalla út fleira starfsfólk. Yfirvinnu sem fæstar vilja vinna, en mæta því þær telja sig hafa siðferðislega skyldu til þess. Verkefnin eru þess eðlist að ekki er hægt að geyma þau til næsta dags. Þetta á við um allar stéttir sem vinna vaktir og því algjörlega óraunhæft að horfa á heildarlaun þessara stétta. Já hvenær er nóg nóg ? Það er góð spurning. Ég hef áhyggjur af því þegar ljósmæður telja nóg nóg. Þegar ljósmæður hætta að mæta á grundvelli þeirrar ábyrgðartilfinningar sem þær bera til starfsins og umhyggju fyrir þeim fjölskyldum sem þær sinna. Það ætti að vera umræðuefnið þegar metið er hvenær nóg er nóg. Höfundur er formaður Ljósmæðrafélags Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Landspítalinn Heilbrigðismál Kjaramál Mest lesið Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson Skoðun Skoðun Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson skrifar Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Pípararnir okkar - Fagstéttin, metfjöldi, átakið, stuðningur Snæbjörn R. Rafnsson skrifar Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Ég ákalla! Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic skrifar Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Ísland er á réttri leið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Sameining vinstrisins Hlynur Már V. skrifar Skoðun Lágpunktur umræðunnar Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Almenningur og breiðu bök ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason skrifar Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Ekkert barn á Íslandi á að búa við fátækt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hundrað doktorsgráður Ólafur Eysteinn Sigurjónsson skrifar Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Að þjóna íþróttum Rögnvaldur Hreiðarsson skrifar Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir skrifar Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Sjá meira
Þessari spurningu var varpað fram í Silfrinu sunnudaginn 8. janúar þegar kjör heilbrigðisstétta og staða heilbrigðiskerfisins voru til umræðu. Þetta er góð spurning sem flestir ættu að velta fyrir sér. Hvar liggja t.d. mörk starfsfólks í álagi og yfirvinnu ? Hvenær er nóg nóg þegar kemur að vinnuaðstæðum heilbrigðisstarfsfólks ? Ég held að þeirri spurningu hafi þegar verið svarað hjá mörgu heilbrigðisstarfsfólki sem nú þegar hefur hætt störfum. Hjá þeim var klárlega komið nóg. Eru þau mörk að nálgast hjá fleirum ? Hver er verðmiðinn á því að vinna morgunvakt, kvöldvakt, næturvakt og aftur morgunvakt kvöldvakt næturvakt allan ársins hring ? Helgar, jól og aðra hátíðisdaga ? Að hafa lítið sem ekkert svigrúm til að skipta/breyta vakt ef eitthvað skemmtilegt kemur uppá eins og t.d. afmælisboð frá góðum vini eða fjölskyldu sem berst með innan við 6 vikna fyrirvara ? Hvers vegna innan við 6 vikna fyrirvara ? Jú því vaktaplan liggur fyrir 6 vikum áður. Það er ekki sjálfgefið að vaktavinnufólk sé í fríi. Það er ekki heldur sjálfgefið að hægt sé að skipta á vakt við samstarfsfélaga, því hann gæti jú lækkað í launum við vaktaskiptin, tapað vaktahvata við þessa breytingu. Er komið nóg af því að vera með í maganum áður en mætt er á vaktina yfir því hversu mikið verði að gera ? Gefst tími til að sinna t.d. þeirri grunnþörf að komast á snyrtinguna ? Þá erum við ekki einu sinni að ræða eðlilegt neysluhlé sem ætti að eiga sér stað á hverri vakt. Hvenær er komið nóg af því að komast ekki heim á réttum tíma því vaktin sem á að taka við er ekki fullmönnuð og/eða það er of mikið að gera ? Hvenær er komið nóg af því að heilbrigðisstarfsfólk sé truflað í frítíma og beðið um að koma á aukavakt eða breyta vakt ? Í fyrrgreindum þætti kom einnig fram að meðalheildarlaun ljósmæðra væru um 1.100.000 kr. Meðalgrunnlaun ljósmæðra í júní 2022 voru 772.483 kr. Meðalheildarlaun ljósmæðra voru 1.079.882 kr. Mismunurinn þarna á milli er vegna þess að ljósmæður standa vaktina allan sólarhringinn alla daga ársins. Þær fá greitt álag fyrir að vinna á kvöldin, næturnar, um helgar og á stórhátíðum þegar margar aðrar stéttir taka því sem sjálfsögðum hlut að vera í fríi. Ljósmæður eru einnig að fá greitt fyrir yfirvinnu. Yfirvinnu sem sannarlegar er unnin umfram vinnuskyldu t.d. þegar þær komast ekki heim á réttum tíma því það er of mikið að gera. Yfirvinnu þegar vantar fólk til starfa eða álagið of mikið og það þarf að kalla út fleira starfsfólk. Yfirvinnu sem fæstar vilja vinna, en mæta því þær telja sig hafa siðferðislega skyldu til þess. Verkefnin eru þess eðlist að ekki er hægt að geyma þau til næsta dags. Þetta á við um allar stéttir sem vinna vaktir og því algjörlega óraunhæft að horfa á heildarlaun þessara stétta. Já hvenær er nóg nóg ? Það er góð spurning. Ég hef áhyggjur af því þegar ljósmæður telja nóg nóg. Þegar ljósmæður hætta að mæta á grundvelli þeirrar ábyrgðartilfinningar sem þær bera til starfsins og umhyggju fyrir þeim fjölskyldum sem þær sinna. Það ætti að vera umræðuefnið þegar metið er hvenær nóg er nóg. Höfundur er formaður Ljósmæðrafélags Íslands.
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun
Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar
Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun