Guðjón Valur: Ég er svo heppinn að vera með tvo kolvitlausa Eyjamenn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. janúar 2023 13:31 Guðjón Valur Sigurðsson lék sjálfur lengi í þýsku deildinni og þekkir hana því mjög vel. Getty/Simon Hofmann Guðjón Valur Sigurðsson er þjálfari Gummersbach í þýsku bundesligunni en lið hans er nú í níunda sæti deildarinnar sem nýliði í deildinni. Guðjón Valur ræddi þjálfaralífið við Svövu Kristínu Gretarsdóttur. Hann er nú kominn með liðið upp í eina sterkustu deild í heimi. „Ef einhver hefði sagt mér að við værum komnir með átján stig eftir hálft tímabil þá hefði ég skrifað strax undir það. Við erum ekki með nema fimm eða sex stráka sem hafa spilað áður í þýsku deildinni sem er sterkasta og jafnasta deildin í heimi,“ sagði Guðjón Valur Sigurðsson. „Ég er ánægður og stoltur af genginu hingað til en það náttúrulega eykur kröfurnar. Við viljum ekki slá af og við erum hvergi nærri sáttir eða saddir,“ sagði Guðjón Valur. Guðjón Valur stýrði Gummersbach í tvö ár í næst efstu deild áður en hann kom liðinu upp en hversu mikill munur er á deildunum tveimur? „Ég er ofsalega þakklátur fyrir árin tvö í annarri deildinni því við þurfum tíma til að byggja upp lið. Það eru fáir hérna sem átta sig á því hversu sterk önnur deildin er. Þýska önnur deildin er ábyggilega sjötta, sjöunda sterkasta deildin í Evrópu. Það er fullt af mjög góðum handboltamönnum þarna en þegar þú ert kominn í fyrstu deildina þá er einfaldlega refsað hraðar og meira fyrir hver mistök sem þú gerir,“ sagði Guðjón. „Ég er því ánægður með árin tvö þar en ég er ekkert æstur í að fara þangað aftur,“ sagði Guðjón brosandi. Guðjón Valur kláraði Masters Coach nám hjá HSÍ á dögunum. Þessi reynslumikli handboltamaður er enn á sínum fyrstu árum í þjálfun þar sem hann bætir sig jafnt og þétt með ári hverju að mati leikmanna hans. „Ég hafði aldrei þjálfað áður af einhverju ráði þannig að ég vona svo sannarlega að ég bæti mig. Ég verð að gefa hrósið til baka því það eru leikmennirnir sem gera mig að þeim þjálfara sem ég er,“ sagði Guðjón. „Ég er svo heppinn að vera með tvo kolvitlausa Eyjamenn. Þeir eru báðir búnir að vera frábærir. Hákon að koma upp úr meiðslum í byrjun þessa tímabils og búinn að vera stórkostlegur síðustu tvo mánuði. Ég þvingaði Elliða í nýtt hlutverk því hann kemur úr 3:2:1 vörn í Vestmannaeyjum en er núna að spila í hjartanu á 6:0 vörn hjá okkur. Hann er orðinn varafyrirliði hjá okkur og maður sér það að þeir eru báðir orðnir að fullorðnum mönnum,“ sagði Guðjón Valur en það má sjá spjallið við hann hér fyrir ofan. Þýski handboltinn Mest lesið Stól kastað í höfuð markmanns Aberdeen Fótbolti Átti Henderson að fá rautt spjald? Enski boltinn „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Enski boltinn Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Handbolti Dagskráin í dag: Tryggir Tindastóll titilinn? Sport Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Handbolti „Leikmenn fá frípassa til þess að meiða í pirringi“ Fótbolti Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock Handbolti Engin Meistaradeild hjá Hákoni Arnari Fótbolti Scheffler tók forystuna fyrir lokadaginn Golf Fleiri fréttir Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Táraðist vegna ólýsanlegrar gleði „Ég byrjaði bara að gráta, ég réði ekki við neitt“ Arnór stýrði sínum mönnum í undanúrslit „Orðið sem ég nota er forréttindapési“ Elvar í aðalhlutverki þegar Melsungen tók stórt skref í titilslagnum „Ég get ekki beðið“ Stærsti íþróttaviðburður sem fram hafi farið hér á landi Svona var blaðamannafundur Vals fyrir seinni úrslitaleikinn „Í lokin snýst þetta alltaf um okkur sjálfa“ Ótrúlegur Donni kom ekki í veg fyrir tap Aldís Ásta Svíþjóðarmeistari Íslendingar gerðu gæfumuninn í Íslendingaslögum Uppgjörið: Valur - Fram 33-37 | Bláir leiða úrslitaeinvígið EM-riðillinn: Ítalía, Pólland og Ungverjaland Patrekur verður svæðisfulltrúi Guðmundur Bragi frábær í stórsigri Jöfnuðu metin gegn Dortmund Allt opið hjá Degi sem kveður franska stórliðið Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur ÍBV sækir Jakob úr föllnu liði Gróttu Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann HSÍ ræður Roland Eradze sem markmannsþjálfara Strákarnir okkar í öðrum styrkleikaflokki Sjá meira
Guðjón Valur ræddi þjálfaralífið við Svövu Kristínu Gretarsdóttur. Hann er nú kominn með liðið upp í eina sterkustu deild í heimi. „Ef einhver hefði sagt mér að við værum komnir með átján stig eftir hálft tímabil þá hefði ég skrifað strax undir það. Við erum ekki með nema fimm eða sex stráka sem hafa spilað áður í þýsku deildinni sem er sterkasta og jafnasta deildin í heimi,“ sagði Guðjón Valur Sigurðsson. „Ég er ánægður og stoltur af genginu hingað til en það náttúrulega eykur kröfurnar. Við viljum ekki slá af og við erum hvergi nærri sáttir eða saddir,“ sagði Guðjón Valur. Guðjón Valur stýrði Gummersbach í tvö ár í næst efstu deild áður en hann kom liðinu upp en hversu mikill munur er á deildunum tveimur? „Ég er ofsalega þakklátur fyrir árin tvö í annarri deildinni því við þurfum tíma til að byggja upp lið. Það eru fáir hérna sem átta sig á því hversu sterk önnur deildin er. Þýska önnur deildin er ábyggilega sjötta, sjöunda sterkasta deildin í Evrópu. Það er fullt af mjög góðum handboltamönnum þarna en þegar þú ert kominn í fyrstu deildina þá er einfaldlega refsað hraðar og meira fyrir hver mistök sem þú gerir,“ sagði Guðjón. „Ég er því ánægður með árin tvö þar en ég er ekkert æstur í að fara þangað aftur,“ sagði Guðjón brosandi. Guðjón Valur kláraði Masters Coach nám hjá HSÍ á dögunum. Þessi reynslumikli handboltamaður er enn á sínum fyrstu árum í þjálfun þar sem hann bætir sig jafnt og þétt með ári hverju að mati leikmanna hans. „Ég hafði aldrei þjálfað áður af einhverju ráði þannig að ég vona svo sannarlega að ég bæti mig. Ég verð að gefa hrósið til baka því það eru leikmennirnir sem gera mig að þeim þjálfara sem ég er,“ sagði Guðjón. „Ég er svo heppinn að vera með tvo kolvitlausa Eyjamenn. Þeir eru báðir búnir að vera frábærir. Hákon að koma upp úr meiðslum í byrjun þessa tímabils og búinn að vera stórkostlegur síðustu tvo mánuði. Ég þvingaði Elliða í nýtt hlutverk því hann kemur úr 3:2:1 vörn í Vestmannaeyjum en er núna að spila í hjartanu á 6:0 vörn hjá okkur. Hann er orðinn varafyrirliði hjá okkur og maður sér það að þeir eru báðir orðnir að fullorðnum mönnum,“ sagði Guðjón Valur en það má sjá spjallið við hann hér fyrir ofan.
Þýski handboltinn Mest lesið Stól kastað í höfuð markmanns Aberdeen Fótbolti Átti Henderson að fá rautt spjald? Enski boltinn „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Enski boltinn Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Handbolti Dagskráin í dag: Tryggir Tindastóll titilinn? Sport Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Handbolti „Leikmenn fá frípassa til þess að meiða í pirringi“ Fótbolti Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock Handbolti Engin Meistaradeild hjá Hákoni Arnari Fótbolti Scheffler tók forystuna fyrir lokadaginn Golf Fleiri fréttir Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Táraðist vegna ólýsanlegrar gleði „Ég byrjaði bara að gráta, ég réði ekki við neitt“ Arnór stýrði sínum mönnum í undanúrslit „Orðið sem ég nota er forréttindapési“ Elvar í aðalhlutverki þegar Melsungen tók stórt skref í titilslagnum „Ég get ekki beðið“ Stærsti íþróttaviðburður sem fram hafi farið hér á landi Svona var blaðamannafundur Vals fyrir seinni úrslitaleikinn „Í lokin snýst þetta alltaf um okkur sjálfa“ Ótrúlegur Donni kom ekki í veg fyrir tap Aldís Ásta Svíþjóðarmeistari Íslendingar gerðu gæfumuninn í Íslendingaslögum Uppgjörið: Valur - Fram 33-37 | Bláir leiða úrslitaeinvígið EM-riðillinn: Ítalía, Pólland og Ungverjaland Patrekur verður svæðisfulltrúi Guðmundur Bragi frábær í stórsigri Jöfnuðu metin gegn Dortmund Allt opið hjá Degi sem kveður franska stórliðið Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur ÍBV sækir Jakob úr föllnu liði Gróttu Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann HSÍ ræður Roland Eradze sem markmannsþjálfara Strákarnir okkar í öðrum styrkleikaflokki Sjá meira