Guðjón Valur: Ég er svo heppinn að vera með tvo kolvitlausa Eyjamenn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. janúar 2023 13:31 Guðjón Valur Sigurðsson lék sjálfur lengi í þýsku deildinni og þekkir hana því mjög vel. Getty/Simon Hofmann Guðjón Valur Sigurðsson er þjálfari Gummersbach í þýsku bundesligunni en lið hans er nú í níunda sæti deildarinnar sem nýliði í deildinni. Guðjón Valur ræddi þjálfaralífið við Svövu Kristínu Gretarsdóttur. Hann er nú kominn með liðið upp í eina sterkustu deild í heimi. „Ef einhver hefði sagt mér að við værum komnir með átján stig eftir hálft tímabil þá hefði ég skrifað strax undir það. Við erum ekki með nema fimm eða sex stráka sem hafa spilað áður í þýsku deildinni sem er sterkasta og jafnasta deildin í heimi,“ sagði Guðjón Valur Sigurðsson. „Ég er ánægður og stoltur af genginu hingað til en það náttúrulega eykur kröfurnar. Við viljum ekki slá af og við erum hvergi nærri sáttir eða saddir,“ sagði Guðjón Valur. Guðjón Valur stýrði Gummersbach í tvö ár í næst efstu deild áður en hann kom liðinu upp en hversu mikill munur er á deildunum tveimur? „Ég er ofsalega þakklátur fyrir árin tvö í annarri deildinni því við þurfum tíma til að byggja upp lið. Það eru fáir hérna sem átta sig á því hversu sterk önnur deildin er. Þýska önnur deildin er ábyggilega sjötta, sjöunda sterkasta deildin í Evrópu. Það er fullt af mjög góðum handboltamönnum þarna en þegar þú ert kominn í fyrstu deildina þá er einfaldlega refsað hraðar og meira fyrir hver mistök sem þú gerir,“ sagði Guðjón. „Ég er því ánægður með árin tvö þar en ég er ekkert æstur í að fara þangað aftur,“ sagði Guðjón brosandi. Guðjón Valur kláraði Masters Coach nám hjá HSÍ á dögunum. Þessi reynslumikli handboltamaður er enn á sínum fyrstu árum í þjálfun þar sem hann bætir sig jafnt og þétt með ári hverju að mati leikmanna hans. „Ég hafði aldrei þjálfað áður af einhverju ráði þannig að ég vona svo sannarlega að ég bæti mig. Ég verð að gefa hrósið til baka því það eru leikmennirnir sem gera mig að þeim þjálfara sem ég er,“ sagði Guðjón. „Ég er svo heppinn að vera með tvo kolvitlausa Eyjamenn. Þeir eru báðir búnir að vera frábærir. Hákon að koma upp úr meiðslum í byrjun þessa tímabils og búinn að vera stórkostlegur síðustu tvo mánuði. Ég þvingaði Elliða í nýtt hlutverk því hann kemur úr 3:2:1 vörn í Vestmannaeyjum en er núna að spila í hjartanu á 6:0 vörn hjá okkur. Hann er orðinn varafyrirliði hjá okkur og maður sér það að þeir eru báðir orðnir að fullorðnum mönnum,“ sagði Guðjón Valur en það má sjá spjallið við hann hér fyrir ofan. Þýski handboltinn Mest lesið Skoðar sín mál eftir að stuðningsmenn kveiktu í vellinum Fótbolti Sjáðu mark Andra í leik sem gerði þjálfara hans æfan Enski boltinn „Hún flutti út í eina nótt en svo var hún bara komin aftur“ Handbolti „Ég er 43 ára og fyrsta manneskjan sem ég hringi í á morgnana er mamma“ Fótbolti Viktor Bjarki heldur áfram að slá í gegn Fótbolti Losa sig við goðsögn: „Var að frétta að ég verð sendur heim“ Körfubolti Liverpool með léttasta jólamánuðinn í ensku deildinni Enski boltinn Nýja treyjan sem fylgja á Íslandi inn á næsta stórmót Fótbolti Skotspónn eftir skelfilegt víti: „Verða að byggja stærri leikvang“ Fótbolti Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hannes tryggði sigurinn með tíunda markinu sínu Andrea mun ekki spila á HM Haukar - KA | Toppslagur á Ásvöllum „Hún flutti út í eina nótt en svo var hún bara komin aftur“ „Slepptum ræktinni í dag og fórum í sundleikfimi“ Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Þær þýsku of sterkar fyrir þær færeysku „Ekki sama leikgleði og hefur verið“ „Mjög margt“ sem fór úrskeiðis „Átta liða úrslit hefði verið eitthvað kraftaverk“ Sjötta tap Framara í röð en Birgir Steinn í Evrópustuði „Helvíti svart var það í dag“ Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Ótrúlegur viðsnúningur Íslandsbananna gegn Spáni Matthildur Lilja utan hóps í fyrsta leik milliriðilsins Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands „Við getum tekið þá alla“ „Mæta bara strax og lemja á móti“ Sandra markahæst í íslenska liðinu í riðlakeppninni Norðmenn og Danir kláruðu sitt en Svíar klikkuðu Bakslag á fyrstu æfingunni í Dortmund Felldi félaga sinn úr íslenska U19-landsliðinu Leiktímarnir í milliriðlinum klárir Skýrsla Ágústs: Góðir möguleikar í milliriðlinum „Eiga eftir að hjálpa okkur helling og skila okkur miklu“ „Það kom aldrei neitt annað til greina“ „Alltaf gaman að fara upp og negla“ Mæta Færeyjum í milliriðli Uppgjörið: Ísland - Úrúgvæ 33-19 | Stórsigur og Íslendingar í milliriðil Sjá meira
Guðjón Valur ræddi þjálfaralífið við Svövu Kristínu Gretarsdóttur. Hann er nú kominn með liðið upp í eina sterkustu deild í heimi. „Ef einhver hefði sagt mér að við værum komnir með átján stig eftir hálft tímabil þá hefði ég skrifað strax undir það. Við erum ekki með nema fimm eða sex stráka sem hafa spilað áður í þýsku deildinni sem er sterkasta og jafnasta deildin í heimi,“ sagði Guðjón Valur Sigurðsson. „Ég er ánægður og stoltur af genginu hingað til en það náttúrulega eykur kröfurnar. Við viljum ekki slá af og við erum hvergi nærri sáttir eða saddir,“ sagði Guðjón Valur. Guðjón Valur stýrði Gummersbach í tvö ár í næst efstu deild áður en hann kom liðinu upp en hversu mikill munur er á deildunum tveimur? „Ég er ofsalega þakklátur fyrir árin tvö í annarri deildinni því við þurfum tíma til að byggja upp lið. Það eru fáir hérna sem átta sig á því hversu sterk önnur deildin er. Þýska önnur deildin er ábyggilega sjötta, sjöunda sterkasta deildin í Evrópu. Það er fullt af mjög góðum handboltamönnum þarna en þegar þú ert kominn í fyrstu deildina þá er einfaldlega refsað hraðar og meira fyrir hver mistök sem þú gerir,“ sagði Guðjón. „Ég er því ánægður með árin tvö þar en ég er ekkert æstur í að fara þangað aftur,“ sagði Guðjón brosandi. Guðjón Valur kláraði Masters Coach nám hjá HSÍ á dögunum. Þessi reynslumikli handboltamaður er enn á sínum fyrstu árum í þjálfun þar sem hann bætir sig jafnt og þétt með ári hverju að mati leikmanna hans. „Ég hafði aldrei þjálfað áður af einhverju ráði þannig að ég vona svo sannarlega að ég bæti mig. Ég verð að gefa hrósið til baka því það eru leikmennirnir sem gera mig að þeim þjálfara sem ég er,“ sagði Guðjón. „Ég er svo heppinn að vera með tvo kolvitlausa Eyjamenn. Þeir eru báðir búnir að vera frábærir. Hákon að koma upp úr meiðslum í byrjun þessa tímabils og búinn að vera stórkostlegur síðustu tvo mánuði. Ég þvingaði Elliða í nýtt hlutverk því hann kemur úr 3:2:1 vörn í Vestmannaeyjum en er núna að spila í hjartanu á 6:0 vörn hjá okkur. Hann er orðinn varafyrirliði hjá okkur og maður sér það að þeir eru báðir orðnir að fullorðnum mönnum,“ sagði Guðjón Valur en það má sjá spjallið við hann hér fyrir ofan.
Þýski handboltinn Mest lesið Skoðar sín mál eftir að stuðningsmenn kveiktu í vellinum Fótbolti Sjáðu mark Andra í leik sem gerði þjálfara hans æfan Enski boltinn „Hún flutti út í eina nótt en svo var hún bara komin aftur“ Handbolti „Ég er 43 ára og fyrsta manneskjan sem ég hringi í á morgnana er mamma“ Fótbolti Viktor Bjarki heldur áfram að slá í gegn Fótbolti Losa sig við goðsögn: „Var að frétta að ég verð sendur heim“ Körfubolti Liverpool með léttasta jólamánuðinn í ensku deildinni Enski boltinn Nýja treyjan sem fylgja á Íslandi inn á næsta stórmót Fótbolti Skotspónn eftir skelfilegt víti: „Verða að byggja stærri leikvang“ Fótbolti Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hannes tryggði sigurinn með tíunda markinu sínu Andrea mun ekki spila á HM Haukar - KA | Toppslagur á Ásvöllum „Hún flutti út í eina nótt en svo var hún bara komin aftur“ „Slepptum ræktinni í dag og fórum í sundleikfimi“ Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Þær þýsku of sterkar fyrir þær færeysku „Ekki sama leikgleði og hefur verið“ „Mjög margt“ sem fór úrskeiðis „Átta liða úrslit hefði verið eitthvað kraftaverk“ Sjötta tap Framara í röð en Birgir Steinn í Evrópustuði „Helvíti svart var það í dag“ Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Ótrúlegur viðsnúningur Íslandsbananna gegn Spáni Matthildur Lilja utan hóps í fyrsta leik milliriðilsins Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands „Við getum tekið þá alla“ „Mæta bara strax og lemja á móti“ Sandra markahæst í íslenska liðinu í riðlakeppninni Norðmenn og Danir kláruðu sitt en Svíar klikkuðu Bakslag á fyrstu æfingunni í Dortmund Felldi félaga sinn úr íslenska U19-landsliðinu Leiktímarnir í milliriðlinum klárir Skýrsla Ágústs: Góðir möguleikar í milliriðlinum „Eiga eftir að hjálpa okkur helling og skila okkur miklu“ „Það kom aldrei neitt annað til greina“ „Alltaf gaman að fara upp og negla“ Mæta Færeyjum í milliriðli Uppgjörið: Ísland - Úrúgvæ 33-19 | Stórsigur og Íslendingar í milliriðil Sjá meira