Falleinkunn ef staðan batnar ekki með nýju skipulagi Ólafur Björn Sverrisson skrifar 7. janúar 2023 11:34 Runólfur Pálsson er forstjóri Landspítalans. Vísir/Arnar Runólfur Pálsson, forstjóri Landspítalans, segir að úrbóta sé þörf innan spítalans á þessu ári með nýju skipulagi. Hann segir spítalann sinna of mörgum verkefnum sem ættu með réttu ekki að heyra undir hann en bylgja veirusýkinga hefur gert stjórnendum erfitt fyrir við að létta álagið. Ófremdarástand ríkir nú á Landsspítalanum líkt og oft áður. Sérfræðilæknir sagði upp vegna „stríðsástands á bráðamóttöku“ í vikunni. Bæði heilbrigðisráðherra, Willum Þór Þórsson og fjármálaráðherra Bjarni Benediktsson hafna því að spítalinn sé vanfjármagnaður. Spurður hvort hann taki undir þau sjónarmið ráðherranna segir Runólfur: „Þetta er ekki einfalt mál, vegna þess að spítalinn er að sinna margvíslegum hlutverkum sem er ekki gert ráð fyrir að hann sinni. Meðal þess er öldrunarþjónusta sem talað er um að eigi heima annars staðar innan heilbrigðis- og félagsþjónustunnar. Við fengum fjárveitingar fyrir árið 2023 í samræmi við okkar rekstraráætlun. Það eru hins vegar margvísleg verkefni sem þarf að vinna og fjármagna til að ráða bót á þessum vandræðum sem við erum stöðugt í,“ segir Runólfur og bætir við að hann geri ráð fyrir að slík verkefni verði fjármögnuð sérstaklega. Hann var til viðtals á Reykjavík síðdegis: „Annað sem skiptir miklu máli fyrir Landspítalann er að nú erum við að taka upp fjármögnun þar sem greitt verður fyrir unnin verk,“ segir Runólfur sem bindur vonir við að slík fjármögnun verði til bóta á þessu ári. Mögulega verði að auka fjárveitingar til að mæta auknum launagreiðslum ef spítalinn verður undir í samkeppni um starfsfólk. „Auðvitað verður spítalinn að vera samkeppnisfær,“ segir hann. Runólfur segir að illa hafi gengið að koma ýmsum verkefnum frá spítalanum. Hækkandi aldur þjóðarinnar spili þar inni í. „Okkur tókst ekki nægilega vel að undirbúa okkur fyrir það. Svo kom farsóttin og gerði illt verra og leiddi til manneklu meðal heilbrigðisstarfsmanna sem var farin að gæta sín fyrir,“ segir hann og nefnir að legurými hafi skort síðustu mánuðum. Stjórnendur spítalans hafi verið komnir áleiðis með að greiða úr þeim vanda. „Svo skall á okkur þessi bylgja veirusýkinga sem hefur gert okkur mjög erfitt fyrir síðustu vikur og það er mjög skiljanlegt að fólk sé orðið langþreytt.“ Með nýju skipulagi spítalans vonast hann til að staðan batni. „Ef við náum ekki úrbótum á þessu ári þá gef ég okkur bara falleinkunn fyrirfram,“ segir Runólfur Pálsson að lokum. Heilbrigðismál Landspítalinn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Ástandið á Landspítalanum komi peningum ekki við Fjármálaráðherra hafnar því að starfsemi Landspítalans sé vanfjármögnuð. Þá sé ekki ástæða fyrir neinn að segja upp á grundvelli fjárlaga. 6. janúar 2023 13:42 Úr slæmu ástandi í enn verra Stríðsástand ríkir á bráðamóttöku Landspítalans, að mati læknis sem lét þar af störfum um áramótin vegna óboðlegs starfsumhverfis. Ástandið hafi hríðversnað síðustu tvö ár og hann hafi á tímabili þurft að vinna á við þrjá. Mildi þykir að starfsfólk hafi fengið rúman tíma til undirbúnings þegar alvarlegt slys varð á Suðurlandsvegi í gær. 4. janúar 2023 19:00 Mest lesið Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Innlent Fleiri fréttir Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Sjá meira
Ófremdarástand ríkir nú á Landsspítalanum líkt og oft áður. Sérfræðilæknir sagði upp vegna „stríðsástands á bráðamóttöku“ í vikunni. Bæði heilbrigðisráðherra, Willum Þór Þórsson og fjármálaráðherra Bjarni Benediktsson hafna því að spítalinn sé vanfjármagnaður. Spurður hvort hann taki undir þau sjónarmið ráðherranna segir Runólfur: „Þetta er ekki einfalt mál, vegna þess að spítalinn er að sinna margvíslegum hlutverkum sem er ekki gert ráð fyrir að hann sinni. Meðal þess er öldrunarþjónusta sem talað er um að eigi heima annars staðar innan heilbrigðis- og félagsþjónustunnar. Við fengum fjárveitingar fyrir árið 2023 í samræmi við okkar rekstraráætlun. Það eru hins vegar margvísleg verkefni sem þarf að vinna og fjármagna til að ráða bót á þessum vandræðum sem við erum stöðugt í,“ segir Runólfur og bætir við að hann geri ráð fyrir að slík verkefni verði fjármögnuð sérstaklega. Hann var til viðtals á Reykjavík síðdegis: „Annað sem skiptir miklu máli fyrir Landspítalann er að nú erum við að taka upp fjármögnun þar sem greitt verður fyrir unnin verk,“ segir Runólfur sem bindur vonir við að slík fjármögnun verði til bóta á þessu ári. Mögulega verði að auka fjárveitingar til að mæta auknum launagreiðslum ef spítalinn verður undir í samkeppni um starfsfólk. „Auðvitað verður spítalinn að vera samkeppnisfær,“ segir hann. Runólfur segir að illa hafi gengið að koma ýmsum verkefnum frá spítalanum. Hækkandi aldur þjóðarinnar spili þar inni í. „Okkur tókst ekki nægilega vel að undirbúa okkur fyrir það. Svo kom farsóttin og gerði illt verra og leiddi til manneklu meðal heilbrigðisstarfsmanna sem var farin að gæta sín fyrir,“ segir hann og nefnir að legurými hafi skort síðustu mánuðum. Stjórnendur spítalans hafi verið komnir áleiðis með að greiða úr þeim vanda. „Svo skall á okkur þessi bylgja veirusýkinga sem hefur gert okkur mjög erfitt fyrir síðustu vikur og það er mjög skiljanlegt að fólk sé orðið langþreytt.“ Með nýju skipulagi spítalans vonast hann til að staðan batni. „Ef við náum ekki úrbótum á þessu ári þá gef ég okkur bara falleinkunn fyrirfram,“ segir Runólfur Pálsson að lokum.
Heilbrigðismál Landspítalinn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Ástandið á Landspítalanum komi peningum ekki við Fjármálaráðherra hafnar því að starfsemi Landspítalans sé vanfjármögnuð. Þá sé ekki ástæða fyrir neinn að segja upp á grundvelli fjárlaga. 6. janúar 2023 13:42 Úr slæmu ástandi í enn verra Stríðsástand ríkir á bráðamóttöku Landspítalans, að mati læknis sem lét þar af störfum um áramótin vegna óboðlegs starfsumhverfis. Ástandið hafi hríðversnað síðustu tvö ár og hann hafi á tímabili þurft að vinna á við þrjá. Mildi þykir að starfsfólk hafi fengið rúman tíma til undirbúnings þegar alvarlegt slys varð á Suðurlandsvegi í gær. 4. janúar 2023 19:00 Mest lesið Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Innlent Fleiri fréttir Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Sjá meira
Ástandið á Landspítalanum komi peningum ekki við Fjármálaráðherra hafnar því að starfsemi Landspítalans sé vanfjármögnuð. Þá sé ekki ástæða fyrir neinn að segja upp á grundvelli fjárlaga. 6. janúar 2023 13:42
Úr slæmu ástandi í enn verra Stríðsástand ríkir á bráðamóttöku Landspítalans, að mati læknis sem lét þar af störfum um áramótin vegna óboðlegs starfsumhverfis. Ástandið hafi hríðversnað síðustu tvö ár og hann hafi á tímabili þurft að vinna á við þrjá. Mildi þykir að starfsfólk hafi fengið rúman tíma til undirbúnings þegar alvarlegt slys varð á Suðurlandsvegi í gær. 4. janúar 2023 19:00