Viruz veigamestur í sigri Breiðabliks á Viðstöðu Snorri Rafn Hallsson skrifar 6. janúar 2023 16:30 Breiðablik hafði betur 16–9 í fyrri viðureign liðanna sem fram fór í Nuke. Breiðablik er eitt af fáum liðum sem engar breytingar urðu á í leikmannskiptaglugganum yfir hátíðirnar og stilltu þeir upp sínu hefðbundna liði með Furious, LiLLehh, Sax, Viruz og WNKR. Lið Viðstöðu hefur fengið til sín Pabo, en honum við hlið léku Klassy, Blazter, Xeny og Mozar7. WNKR og Viruz tryggðu Breiðabliki sigur í hnífalotunni og hóf liðið leikinn í vörn. Fyrstu tvær loturnar féllu einnig með Blikunum. Mozart lét deigluna syngja í 3. lotu og Blazter tryggði Viðstöðu sína fyrstu lotu og braut bankann hjá Breiðablik. Viðstöðu komst í 3–2 á bakinu á þessu en Breiðablik vann forskotið fljótt upp á ný. LiLLehh og Viruz héldu sprengjusvæðunum vel og leikmenn Viðstöðu náðu ekki að ógna þeim. Blazter og Mozar7 höfðu verið allt í öllu í leik Viðstöðu en þreföld fella frá Pabo bjargaði 10. lotunni fyrir liðið og Klassy fór einnig að finna taktinn. Með fjóra leikmenn í fantaformi náði Viðstöðu að jafna en aftur nældu Blikar sér í forskotið strax í kjölfarið. Staðan í hálfleik: Breiðablik 9 – 6 Viðstöðu Mozar7 og Blazter opnuðu skammbyssulotuna í síðari hálfleik en Klassy kláraði rest og aftengdi sprengjuna. Blikar gerðust örlítið of gráðugir í lotunni þar á eftir og Viðstöðu minnkaði muninn í 9–8. Þá tók við sex lotu runa frá Blikum sem gerði út um leikinn. Viruz hleypti henni af stað með mikilvægri fellu á Mozar7 en Breiðablik hélt ró sinni og leyfði Viðstöðu einfaldlega að koma til sín og falla. Með þessari taktík neyddi Breiðablik Viðstöðu til að fara varlega og vera leitandi án þess að hafa nokkuð upp úr því né geta vopnast almennilega. Viruz bar höfuð og herðar yfir aðra leikmenn Breiðabliks og gerði herslumuninn í öruggum sigri Breiðabliks. Lokastaða: Breiðablik 16 – 10 Viðstöðu Með sigrinum stekkur Breiðablik aftur upp fyrir Ármann og heldur áfram að ógna liðunum á toppi deildarinnar. Næstu leikir liðanna: LAVA – Breiðablik, fimmtudaginn 12/1 kl. 19:30 FH – Viðstöðu, fimmtudaginn 12/1 kl. 21:30 Sýnt verður frá leikjunum á Stöð 2 Esport og á Twitch síðu Rafíþróttasamtaka Íslands. Rafíþróttir Ljósleiðaradeildin Breiðablik Tengdar fréttir Furious og félagar nálgast toppliðin Ármann og Breiðablik höfðu bæði tapað leikjum í miðjuslagnum þegar liðin mættust í Ljósleiðaradeildinni í gær 9. desember 2022 15:01 Dusty gaf leikinn Leikur Viðstöðu og Dusty fór ekki fram vegna tímaárekstrar. 7. desember 2022 14:00
Breiðablik hafði betur 16–9 í fyrri viðureign liðanna sem fram fór í Nuke. Breiðablik er eitt af fáum liðum sem engar breytingar urðu á í leikmannskiptaglugganum yfir hátíðirnar og stilltu þeir upp sínu hefðbundna liði með Furious, LiLLehh, Sax, Viruz og WNKR. Lið Viðstöðu hefur fengið til sín Pabo, en honum við hlið léku Klassy, Blazter, Xeny og Mozar7. WNKR og Viruz tryggðu Breiðabliki sigur í hnífalotunni og hóf liðið leikinn í vörn. Fyrstu tvær loturnar féllu einnig með Blikunum. Mozart lét deigluna syngja í 3. lotu og Blazter tryggði Viðstöðu sína fyrstu lotu og braut bankann hjá Breiðablik. Viðstöðu komst í 3–2 á bakinu á þessu en Breiðablik vann forskotið fljótt upp á ný. LiLLehh og Viruz héldu sprengjusvæðunum vel og leikmenn Viðstöðu náðu ekki að ógna þeim. Blazter og Mozar7 höfðu verið allt í öllu í leik Viðstöðu en þreföld fella frá Pabo bjargaði 10. lotunni fyrir liðið og Klassy fór einnig að finna taktinn. Með fjóra leikmenn í fantaformi náði Viðstöðu að jafna en aftur nældu Blikar sér í forskotið strax í kjölfarið. Staðan í hálfleik: Breiðablik 9 – 6 Viðstöðu Mozar7 og Blazter opnuðu skammbyssulotuna í síðari hálfleik en Klassy kláraði rest og aftengdi sprengjuna. Blikar gerðust örlítið of gráðugir í lotunni þar á eftir og Viðstöðu minnkaði muninn í 9–8. Þá tók við sex lotu runa frá Blikum sem gerði út um leikinn. Viruz hleypti henni af stað með mikilvægri fellu á Mozar7 en Breiðablik hélt ró sinni og leyfði Viðstöðu einfaldlega að koma til sín og falla. Með þessari taktík neyddi Breiðablik Viðstöðu til að fara varlega og vera leitandi án þess að hafa nokkuð upp úr því né geta vopnast almennilega. Viruz bar höfuð og herðar yfir aðra leikmenn Breiðabliks og gerði herslumuninn í öruggum sigri Breiðabliks. Lokastaða: Breiðablik 16 – 10 Viðstöðu Með sigrinum stekkur Breiðablik aftur upp fyrir Ármann og heldur áfram að ógna liðunum á toppi deildarinnar. Næstu leikir liðanna: LAVA – Breiðablik, fimmtudaginn 12/1 kl. 19:30 FH – Viðstöðu, fimmtudaginn 12/1 kl. 21:30 Sýnt verður frá leikjunum á Stöð 2 Esport og á Twitch síðu Rafíþróttasamtaka Íslands.
Rafíþróttir Ljósleiðaradeildin Breiðablik Tengdar fréttir Furious og félagar nálgast toppliðin Ármann og Breiðablik höfðu bæði tapað leikjum í miðjuslagnum þegar liðin mættust í Ljósleiðaradeildinni í gær 9. desember 2022 15:01 Dusty gaf leikinn Leikur Viðstöðu og Dusty fór ekki fram vegna tímaárekstrar. 7. desember 2022 14:00
Furious og félagar nálgast toppliðin Ármann og Breiðablik höfðu bæði tapað leikjum í miðjuslagnum þegar liðin mættust í Ljósleiðaradeildinni í gær 9. desember 2022 15:01
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti