Vinir Bjarka Más í öðrum landsliðum jafnósáttir við reglurnar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. janúar 2023 09:01 Bjarki Már Elísson á ferðinni með kórónuveirugrímuna á EM í Ungverjalandi í fyrra. Getty/Kolektiff Images Það kom flatt upp á íslensku landsliðsmennina þegar þeir fréttu af ströngum kórónuveirureglum Alþjóða handboltasambandsins (IHF) á heimsmeistaramótinu sem hefst í næstu viku. Björgvin Páll Gústavsson, markvörður íslenska liðsins, sendi póst á IHF en það voru ekki mikil viðbrögð við því. Hornamaðurinn Bjarki Már Elísson ræddi þetta mál við Svövu Kristínu Gretarsdóttur á blaðamannafundi íslenska liðsins í gær. Íslenska liðið missti hvern leikmanninn á fætur öðrum í einangrun vegna Covid á Evrópumótinu í fyrra? „Ég bjóst alls ekki við því. Ég átti ekki til orð þegar ég las þetta að það yrði fimm daga sóttkví,“ sagði Bjarki Már Elísson. „Ég get líka sagt það að ég á marga vini í öðrum landsliðum og það vill þetta enginn. Ég skil ekki fyrir hvern þeir eru að gera þetta. Það er glórulaust að fara gegn reglum í löndunum sem eru að halda mótið,“ sagði Bjarki Már. „Það var heimsmeistaramót í fótbolta í síðasta mánuði þar sem maður heyrði ekki einu orði minnst á þetta. Nú erum við að koma á HM í handbolta sem er hundrað sinnum minna og það eru allir að deyja úr áhyggjum yfir þessu,“ sagði Bjarki. „Ég er orðlaus en ég vona að þeir breyti einhverju og ég vona að Bjöggi hafi haft einhver áhrif. Því miður þá eru þeir þrjóskir þarna og ég held að það breytist ekki neitt. Þetta er alveg fáránlegt,“ sagði Bjarki. „Ég vona að það verði næg umræða og nógu mikill þrýstingur til þess að þetta verði dregið til baka,“ sagði Bjarki. Hér fyrir neðan má sjá meira af viðtalinu við Bjarka. Klippa: Viðtal við Bjarka Má um Covid-reglur á HM Landslið karla í handbolta HM 2023 í handbolta Mest lesið Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Enski boltinn Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Ættingi Endricks skotinn til bana Fótbolti Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Fótbolti Dagskráin í dag: Pílan hefst aftur eftir hlé Sport Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Enski boltinn Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst Körfubolti Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Enski boltinn Fleiri fréttir Ólafi tvisvar vikið af velli og ekkert skorað síðustu tvær mínúturnar Viggó færir sig um set á nýju ári Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Sjá meira
Björgvin Páll Gústavsson, markvörður íslenska liðsins, sendi póst á IHF en það voru ekki mikil viðbrögð við því. Hornamaðurinn Bjarki Már Elísson ræddi þetta mál við Svövu Kristínu Gretarsdóttur á blaðamannafundi íslenska liðsins í gær. Íslenska liðið missti hvern leikmanninn á fætur öðrum í einangrun vegna Covid á Evrópumótinu í fyrra? „Ég bjóst alls ekki við því. Ég átti ekki til orð þegar ég las þetta að það yrði fimm daga sóttkví,“ sagði Bjarki Már Elísson. „Ég get líka sagt það að ég á marga vini í öðrum landsliðum og það vill þetta enginn. Ég skil ekki fyrir hvern þeir eru að gera þetta. Það er glórulaust að fara gegn reglum í löndunum sem eru að halda mótið,“ sagði Bjarki Már. „Það var heimsmeistaramót í fótbolta í síðasta mánuði þar sem maður heyrði ekki einu orði minnst á þetta. Nú erum við að koma á HM í handbolta sem er hundrað sinnum minna og það eru allir að deyja úr áhyggjum yfir þessu,“ sagði Bjarki. „Ég er orðlaus en ég vona að þeir breyti einhverju og ég vona að Bjöggi hafi haft einhver áhrif. Því miður þá eru þeir þrjóskir þarna og ég held að það breytist ekki neitt. Þetta er alveg fáránlegt,“ sagði Bjarki. „Ég vona að það verði næg umræða og nógu mikill þrýstingur til þess að þetta verði dregið til baka,“ sagði Bjarki. Hér fyrir neðan má sjá meira af viðtalinu við Bjarka. Klippa: Viðtal við Bjarka Má um Covid-reglur á HM
Landslið karla í handbolta HM 2023 í handbolta Mest lesið Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Enski boltinn Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Ættingi Endricks skotinn til bana Fótbolti Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Fótbolti Dagskráin í dag: Pílan hefst aftur eftir hlé Sport Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Enski boltinn Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst Körfubolti Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Enski boltinn Fleiri fréttir Ólafi tvisvar vikið af velli og ekkert skorað síðustu tvær mínúturnar Viggó færir sig um set á nýju ári Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Sjá meira