Maté: Allt fór ofan í, sama hver skaut Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 5. janúar 2023 21:59 Maté Dalmey, þjálfari Hauka. Vísir/Diego Maté Dalmay, þjálfari Hauka, viðurkenndi eftir 83-97 sigur á Hetti í úrvalsdeild karla að leikmenn liðsins hefðu glímt við ýmis vandamál í aðdraganda leiksins. Það var ekki að sjá þegar flautað var til leiks og liðið geigaði aðeins á einu skoti fyrstu sjö mínúturnar. „Sama hver kastaði, allt fór ofan í. Það gaf tóninn og við fengum forustu sem við duttum í að reyna að verja. Kannski er það eðlilegt. Kalfarnir þar sem við vorum að verja forskotið í seinni hálfleik voru ekki langir og þetta var fagmannlega spilað eftir góða byrjun. Við horfðum á Hött-Breiðablik um daginn. Hattarmenn gera frábærlega í að þjappa teiginn, hjálpa mikið af fyrsta manni og taka í burtu línur til að keyra að körfunni. Við æfðum að teygja þennan litla völl, sem körfuboltavöllur er, eins mikið og hægt er og fyrsti maður var með þau skilaboð að drullast til að skjóta eftir eina sendingu þegar tækifæri skapaðist. Það er auðvelt þegar menn setja boltann ofan í eins og við gerðum í fyrsta leikhluta. Við hittum tæp 60 prósent í leiknum (58,6 prósent úr þriggja, 57 prósent úr teignum, 88 prósent úr vítum og 58 prósent í heildina). Það gerist ekki á hverjum degi,“ sagði Maté eftir leikinn. Eftir fyrsta leikhluta jafnaðist leikurinn en Haukar áttu heldur auðveldara með hlutina meðan Höttur rakst á stóra og sterka vörn gestanna. „Höttur skipti í svæðisvörn sem okkur tókst aldrei að leysa nema með einstaklingsframtaki. Þá hélt vörnin okkur í 10-17 stiga forskoti og með það líður manni nokkuð vel.“ Áhorfendur sáu til Darwin Davis, leikmanns Hauka, eftir fyrsta leikhluta ælandi eftir fyrsta leikhluta. Ekki var að sjá inni á vellinum að neitt amaði að honum, Davis skoraði 15 stig, var með 75 prósent nýtingu, hitti 3/3 úr teignum og 3/5 fyrir utan þriggja stiga línuna auk þess að hirða 8 fráköst og senda 5 stoðsendingar. Maté viðurkenndi hins vegar að ýmsir kvillar hefðu hrjáð Hauka bæði fyrir of eftir leik. „Það er að ganga flensa og fleiri veirur. Ég er með augnsýkingu og Darwin þurfti að æla. Ég hélt að Emili hefði ökklabrotnað og Giga fékk aftan í lærið. Sjúkraþjálfarinn sem beið okkar hér, til að leysa af þann sem er vanalega með okkur syðra, var því í alvöru yfirvinnu. Ég held það hafi verið eitthvað að öllum þegar leikurinn var að klárast. Tveir snéru sig í fyrra dag en þeir spiluðu allan leikinn. Við vissum að við hefðum næstu tvær vikur til að jafna okkur.“ Subway-deild karla Haukar Tengdar fréttir Umfjöllun: Höttur - Haukar 83-97 | Haukar skutu Hött í kaf Haukar unnu í kvöld öruggan sigur á Hetti, 83-97 þegar liðin mættust á Egilsstöðum í úrvalsdeild karla í körfuknattleik í kvöld. Aðeins eitt skot geigaði hjá Hafnfirðingum fyrstu sjö mínútur leiksins og þar með var tónninn gefinn. 5. janúar 2023 21:09 Mest lesið Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni Íslenski boltinn Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Enski boltinn Leik lokið: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Íslenski boltinn Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Sport Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Enski boltinn Það verða tónleikar í hálfleik á úrslitum HM félagsliða Sport Messi slær enn eitt metið Fótbolti „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Íslenski boltinn Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Enski boltinn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Enski boltinn Fleiri fréttir Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn Sjá meira
„Sama hver kastaði, allt fór ofan í. Það gaf tóninn og við fengum forustu sem við duttum í að reyna að verja. Kannski er það eðlilegt. Kalfarnir þar sem við vorum að verja forskotið í seinni hálfleik voru ekki langir og þetta var fagmannlega spilað eftir góða byrjun. Við horfðum á Hött-Breiðablik um daginn. Hattarmenn gera frábærlega í að þjappa teiginn, hjálpa mikið af fyrsta manni og taka í burtu línur til að keyra að körfunni. Við æfðum að teygja þennan litla völl, sem körfuboltavöllur er, eins mikið og hægt er og fyrsti maður var með þau skilaboð að drullast til að skjóta eftir eina sendingu þegar tækifæri skapaðist. Það er auðvelt þegar menn setja boltann ofan í eins og við gerðum í fyrsta leikhluta. Við hittum tæp 60 prósent í leiknum (58,6 prósent úr þriggja, 57 prósent úr teignum, 88 prósent úr vítum og 58 prósent í heildina). Það gerist ekki á hverjum degi,“ sagði Maté eftir leikinn. Eftir fyrsta leikhluta jafnaðist leikurinn en Haukar áttu heldur auðveldara með hlutina meðan Höttur rakst á stóra og sterka vörn gestanna. „Höttur skipti í svæðisvörn sem okkur tókst aldrei að leysa nema með einstaklingsframtaki. Þá hélt vörnin okkur í 10-17 stiga forskoti og með það líður manni nokkuð vel.“ Áhorfendur sáu til Darwin Davis, leikmanns Hauka, eftir fyrsta leikhluta ælandi eftir fyrsta leikhluta. Ekki var að sjá inni á vellinum að neitt amaði að honum, Davis skoraði 15 stig, var með 75 prósent nýtingu, hitti 3/3 úr teignum og 3/5 fyrir utan þriggja stiga línuna auk þess að hirða 8 fráköst og senda 5 stoðsendingar. Maté viðurkenndi hins vegar að ýmsir kvillar hefðu hrjáð Hauka bæði fyrir of eftir leik. „Það er að ganga flensa og fleiri veirur. Ég er með augnsýkingu og Darwin þurfti að æla. Ég hélt að Emili hefði ökklabrotnað og Giga fékk aftan í lærið. Sjúkraþjálfarinn sem beið okkar hér, til að leysa af þann sem er vanalega með okkur syðra, var því í alvöru yfirvinnu. Ég held það hafi verið eitthvað að öllum þegar leikurinn var að klárast. Tveir snéru sig í fyrra dag en þeir spiluðu allan leikinn. Við vissum að við hefðum næstu tvær vikur til að jafna okkur.“
Subway-deild karla Haukar Tengdar fréttir Umfjöllun: Höttur - Haukar 83-97 | Haukar skutu Hött í kaf Haukar unnu í kvöld öruggan sigur á Hetti, 83-97 þegar liðin mættust á Egilsstöðum í úrvalsdeild karla í körfuknattleik í kvöld. Aðeins eitt skot geigaði hjá Hafnfirðingum fyrstu sjö mínútur leiksins og þar með var tónninn gefinn. 5. janúar 2023 21:09 Mest lesið Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni Íslenski boltinn Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Enski boltinn Leik lokið: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Íslenski boltinn Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Sport Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Enski boltinn Það verða tónleikar í hálfleik á úrslitum HM félagsliða Sport Messi slær enn eitt metið Fótbolti „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Íslenski boltinn Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Enski boltinn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Enski boltinn Fleiri fréttir Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn Sjá meira
Umfjöllun: Höttur - Haukar 83-97 | Haukar skutu Hött í kaf Haukar unnu í kvöld öruggan sigur á Hetti, 83-97 þegar liðin mættust á Egilsstöðum í úrvalsdeild karla í körfuknattleik í kvöld. Aðeins eitt skot geigaði hjá Hafnfirðingum fyrstu sjö mínútur leiksins og þar með var tónninn gefinn. 5. janúar 2023 21:09