Maté: Allt fór ofan í, sama hver skaut Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 5. janúar 2023 21:59 Maté Dalmey, þjálfari Hauka. Vísir/Diego Maté Dalmay, þjálfari Hauka, viðurkenndi eftir 83-97 sigur á Hetti í úrvalsdeild karla að leikmenn liðsins hefðu glímt við ýmis vandamál í aðdraganda leiksins. Það var ekki að sjá þegar flautað var til leiks og liðið geigaði aðeins á einu skoti fyrstu sjö mínúturnar. „Sama hver kastaði, allt fór ofan í. Það gaf tóninn og við fengum forustu sem við duttum í að reyna að verja. Kannski er það eðlilegt. Kalfarnir þar sem við vorum að verja forskotið í seinni hálfleik voru ekki langir og þetta var fagmannlega spilað eftir góða byrjun. Við horfðum á Hött-Breiðablik um daginn. Hattarmenn gera frábærlega í að þjappa teiginn, hjálpa mikið af fyrsta manni og taka í burtu línur til að keyra að körfunni. Við æfðum að teygja þennan litla völl, sem körfuboltavöllur er, eins mikið og hægt er og fyrsti maður var með þau skilaboð að drullast til að skjóta eftir eina sendingu þegar tækifæri skapaðist. Það er auðvelt þegar menn setja boltann ofan í eins og við gerðum í fyrsta leikhluta. Við hittum tæp 60 prósent í leiknum (58,6 prósent úr þriggja, 57 prósent úr teignum, 88 prósent úr vítum og 58 prósent í heildina). Það gerist ekki á hverjum degi,“ sagði Maté eftir leikinn. Eftir fyrsta leikhluta jafnaðist leikurinn en Haukar áttu heldur auðveldara með hlutina meðan Höttur rakst á stóra og sterka vörn gestanna. „Höttur skipti í svæðisvörn sem okkur tókst aldrei að leysa nema með einstaklingsframtaki. Þá hélt vörnin okkur í 10-17 stiga forskoti og með það líður manni nokkuð vel.“ Áhorfendur sáu til Darwin Davis, leikmanns Hauka, eftir fyrsta leikhluta ælandi eftir fyrsta leikhluta. Ekki var að sjá inni á vellinum að neitt amaði að honum, Davis skoraði 15 stig, var með 75 prósent nýtingu, hitti 3/3 úr teignum og 3/5 fyrir utan þriggja stiga línuna auk þess að hirða 8 fráköst og senda 5 stoðsendingar. Maté viðurkenndi hins vegar að ýmsir kvillar hefðu hrjáð Hauka bæði fyrir of eftir leik. „Það er að ganga flensa og fleiri veirur. Ég er með augnsýkingu og Darwin þurfti að æla. Ég hélt að Emili hefði ökklabrotnað og Giga fékk aftan í lærið. Sjúkraþjálfarinn sem beið okkar hér, til að leysa af þann sem er vanalega með okkur syðra, var því í alvöru yfirvinnu. Ég held það hafi verið eitthvað að öllum þegar leikurinn var að klárast. Tveir snéru sig í fyrra dag en þeir spiluðu allan leikinn. Við vissum að við hefðum næstu tvær vikur til að jafna okkur.“ Subway-deild karla Haukar Tengdar fréttir Umfjöllun: Höttur - Haukar 83-97 | Haukar skutu Hött í kaf Haukar unnu í kvöld öruggan sigur á Hetti, 83-97 þegar liðin mættust á Egilsstöðum í úrvalsdeild karla í körfuknattleik í kvöld. Aðeins eitt skot geigaði hjá Hafnfirðingum fyrstu sjö mínútur leiksins og þar með var tónninn gefinn. 5. janúar 2023 21:09 Mest lesið Besta sætið um Ómar: Væri búið að heyrast eitthvað ef þetta væri Aron eða Óli Handbolti „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Handbolti Sjáðu myndirnar: Beygðir en ekki brotnir á bóndadegi Handbolti Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Handbolti Náðu loksins Ólympíufaranum á lista FBI yfir hættulegustu glæpamennina Sport Sonur Wayne Rooney spilaði á Old Trafford Enski boltinn „Börnin mín fengu mig til að hætta með reiðiköstin“ Fótbolti Skýrsla Vals: Ekki aftur Handbolti Vill umræðu um sniðgöngu HM vegna Trump Fótbolti Klikaði á Panenka-vítaspyrnu og meiddi sig við það Fótbolti Fleiri fréttir Körfuboltakvöld: Betra að temja villtan leikmann en að vera með einhverja rolu Uppgjörið KR - Grindavík 93-71 | KR annað liðið til þess að vinna Grindavík Uppgjör: Tindstóll-Njarðvík 113-92 | Stólarnir léku sér að Njarðvíkingum „Of margir sem reyndu að bjarga leiknum“ „Langar að biðja Stólana afsökunar á því sem ég lét út úr mér í síðustu umferð“ Uppgjörið: Keflavík - Ármann 93-102 | Ármenningar unnu í Keflavík Uppgjörið: Álftanes - ÍA 89-83 | Justin James afþiðnaði á réttum tíma Kári: Það koma dalir á hverju tímabili Leik lokið: ÍR - Stjarnan 109-118 | Stjörnumenn áfram á sigurbraut Uppgjörið: Valur - Þór Þ. 80-71 | Valsmenn unnu framlengdan leik Uppgjörið: Njarðvík-Keflavík 88-77 | Danielle og Brittany fóru á kostum Tryggvi og félagar eru áfram með fullt hús í Evrópubikarnum Abby með sigurkörfuna 0,8 sekúndum fyrir leikslok Áfall Njarðvíkur fyrir grannaslag kvöldsins Fyrsta Evróputap Stólanna í Síkinu Fjórði sigur Haukakvenna í röð KR - Valur 66-77 | Valur komst upp fyrir KR eftir sigur í rimmu liðanna Martin stoðsendingahæstur í Evrópusigri Tímabilið búið hjá Butler Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Bað um að fara frá Keflavík Risaleikir í undanúrslitum bikarsins Justin James aftur á Álftanesið Blóðugt tap gegn Börsungum Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Martin framlagshæstur í sigri Alba Berlin Elvar öflugur í mikilvægum sigri Segir ekkert til í því að Justin James sé á leið á Krókinn Uppgjörið: Njarðvík - ÍA 84-71| Langþráður sigur Njarðvíkur skilur ÍA eftir í slæmum málum Uppgjörið: Grindavík - Álftanes 83-78 | Sigurganga toppliðsins heldur áfram eftir mikla spennu Sjá meira
„Sama hver kastaði, allt fór ofan í. Það gaf tóninn og við fengum forustu sem við duttum í að reyna að verja. Kannski er það eðlilegt. Kalfarnir þar sem við vorum að verja forskotið í seinni hálfleik voru ekki langir og þetta var fagmannlega spilað eftir góða byrjun. Við horfðum á Hött-Breiðablik um daginn. Hattarmenn gera frábærlega í að þjappa teiginn, hjálpa mikið af fyrsta manni og taka í burtu línur til að keyra að körfunni. Við æfðum að teygja þennan litla völl, sem körfuboltavöllur er, eins mikið og hægt er og fyrsti maður var með þau skilaboð að drullast til að skjóta eftir eina sendingu þegar tækifæri skapaðist. Það er auðvelt þegar menn setja boltann ofan í eins og við gerðum í fyrsta leikhluta. Við hittum tæp 60 prósent í leiknum (58,6 prósent úr þriggja, 57 prósent úr teignum, 88 prósent úr vítum og 58 prósent í heildina). Það gerist ekki á hverjum degi,“ sagði Maté eftir leikinn. Eftir fyrsta leikhluta jafnaðist leikurinn en Haukar áttu heldur auðveldara með hlutina meðan Höttur rakst á stóra og sterka vörn gestanna. „Höttur skipti í svæðisvörn sem okkur tókst aldrei að leysa nema með einstaklingsframtaki. Þá hélt vörnin okkur í 10-17 stiga forskoti og með það líður manni nokkuð vel.“ Áhorfendur sáu til Darwin Davis, leikmanns Hauka, eftir fyrsta leikhluta ælandi eftir fyrsta leikhluta. Ekki var að sjá inni á vellinum að neitt amaði að honum, Davis skoraði 15 stig, var með 75 prósent nýtingu, hitti 3/3 úr teignum og 3/5 fyrir utan þriggja stiga línuna auk þess að hirða 8 fráköst og senda 5 stoðsendingar. Maté viðurkenndi hins vegar að ýmsir kvillar hefðu hrjáð Hauka bæði fyrir of eftir leik. „Það er að ganga flensa og fleiri veirur. Ég er með augnsýkingu og Darwin þurfti að æla. Ég hélt að Emili hefði ökklabrotnað og Giga fékk aftan í lærið. Sjúkraþjálfarinn sem beið okkar hér, til að leysa af þann sem er vanalega með okkur syðra, var því í alvöru yfirvinnu. Ég held það hafi verið eitthvað að öllum þegar leikurinn var að klárast. Tveir snéru sig í fyrra dag en þeir spiluðu allan leikinn. Við vissum að við hefðum næstu tvær vikur til að jafna okkur.“
Subway-deild karla Haukar Tengdar fréttir Umfjöllun: Höttur - Haukar 83-97 | Haukar skutu Hött í kaf Haukar unnu í kvöld öruggan sigur á Hetti, 83-97 þegar liðin mættust á Egilsstöðum í úrvalsdeild karla í körfuknattleik í kvöld. Aðeins eitt skot geigaði hjá Hafnfirðingum fyrstu sjö mínútur leiksins og þar með var tónninn gefinn. 5. janúar 2023 21:09 Mest lesið Besta sætið um Ómar: Væri búið að heyrast eitthvað ef þetta væri Aron eða Óli Handbolti „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Handbolti Sjáðu myndirnar: Beygðir en ekki brotnir á bóndadegi Handbolti Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Handbolti Náðu loksins Ólympíufaranum á lista FBI yfir hættulegustu glæpamennina Sport Sonur Wayne Rooney spilaði á Old Trafford Enski boltinn „Börnin mín fengu mig til að hætta með reiðiköstin“ Fótbolti Skýrsla Vals: Ekki aftur Handbolti Vill umræðu um sniðgöngu HM vegna Trump Fótbolti Klikaði á Panenka-vítaspyrnu og meiddi sig við það Fótbolti Fleiri fréttir Körfuboltakvöld: Betra að temja villtan leikmann en að vera með einhverja rolu Uppgjörið KR - Grindavík 93-71 | KR annað liðið til þess að vinna Grindavík Uppgjör: Tindstóll-Njarðvík 113-92 | Stólarnir léku sér að Njarðvíkingum „Of margir sem reyndu að bjarga leiknum“ „Langar að biðja Stólana afsökunar á því sem ég lét út úr mér í síðustu umferð“ Uppgjörið: Keflavík - Ármann 93-102 | Ármenningar unnu í Keflavík Uppgjörið: Álftanes - ÍA 89-83 | Justin James afþiðnaði á réttum tíma Kári: Það koma dalir á hverju tímabili Leik lokið: ÍR - Stjarnan 109-118 | Stjörnumenn áfram á sigurbraut Uppgjörið: Valur - Þór Þ. 80-71 | Valsmenn unnu framlengdan leik Uppgjörið: Njarðvík-Keflavík 88-77 | Danielle og Brittany fóru á kostum Tryggvi og félagar eru áfram með fullt hús í Evrópubikarnum Abby með sigurkörfuna 0,8 sekúndum fyrir leikslok Áfall Njarðvíkur fyrir grannaslag kvöldsins Fyrsta Evróputap Stólanna í Síkinu Fjórði sigur Haukakvenna í röð KR - Valur 66-77 | Valur komst upp fyrir KR eftir sigur í rimmu liðanna Martin stoðsendingahæstur í Evrópusigri Tímabilið búið hjá Butler Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Bað um að fara frá Keflavík Risaleikir í undanúrslitum bikarsins Justin James aftur á Álftanesið Blóðugt tap gegn Börsungum Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Martin framlagshæstur í sigri Alba Berlin Elvar öflugur í mikilvægum sigri Segir ekkert til í því að Justin James sé á leið á Krókinn Uppgjörið: Njarðvík - ÍA 84-71| Langþráður sigur Njarðvíkur skilur ÍA eftir í slæmum málum Uppgjörið: Grindavík - Álftanes 83-78 | Sigurganga toppliðsins heldur áfram eftir mikla spennu Sjá meira
Umfjöllun: Höttur - Haukar 83-97 | Haukar skutu Hött í kaf Haukar unnu í kvöld öruggan sigur á Hetti, 83-97 þegar liðin mættust á Egilsstöðum í úrvalsdeild karla í körfuknattleik í kvöld. Aðeins eitt skot geigaði hjá Hafnfirðingum fyrstu sjö mínútur leiksins og þar með var tónninn gefinn. 5. janúar 2023 21:09