Fréttir

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar
Telma Lucinda Tómasson les fréttir klukkan 18:30.
Telma Lucinda Tómasson les fréttir klukkan 18:30.

Stríðsástand ríkir á bráðamóttöku Landspítalans, að mati læknis sem lét þar af störfum um áramótin vegna óboðlegs starfsumhverfis. Ástandið hafi hríðversnað síðustu tvö ár og hann hafi á tímabili þurft að vinna á við þrjá. Mildi þykir að starfsfólk hafi fengið rúman tíma til undirbúnings þegar alvarlegt slys varð á Suðurlandsvegi í gær.

Fjallað verður nánar um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 og rætt við þingmann Flokks fólksins sem kallaði í dag eftir neyðarfundi í velferðarnefnd vegna ástandsins.

Mikill viðbúnaður var við bandaríska sendiráðið í dag vegna grunsamlegrar sendingar. Við ræðum við aðstoðaryfirlögregluþjón hjá ríkislögreglustjóra um málið og sjáum myndir frá aðgerðum.

Þá heyrum við í formönnum Eflingar og Samtaka atvinnulífsins sem komu saman til fundar hjá ríkissáttasemjara í dag. Tilboð var lagt fram sem Eflingarfólk fer nú yfir.

Einnig kynnum við okkur ráðstafanir sem fólk getur gert vegna snjóþyngsla en tryggingarfélögum hafa borist fjölmargar tilkynningar vegna vatnsleka, auk þess sem við ræðum við fastagesti sundlaugarinnar á Selfossi sem sakna heitu pottanna og verðum í beinni frá forsýningu nýju íslensku kvikmyndarinnar Villibráðar.

Þetta og margt fleira á samtengdum rásum Bylgjunnar og Stöðvar 2 klukkan 18:30.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×