Sundhöll Selfoss opnar í fyrsta lagi í næstu viku Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 4. janúar 2023 21:31 Útisvæði Sundhallar Selfoss opnar í fyrsta lagi í næstu viku ef allt gengur eftir. Magnús Hlynur Hreiðarsson Selfyssingar eru orðnir mjög óþreyjufullir eftir að útilaugin og heitu pottarnir í Sundhöll Selfoss opni aftur en þar hefur verið lokað í að verða mánuði vegna skorts á heitu vatni. Verði áfram frosthörkur eða einhverjar bilanir komi upp gæti þurft að loka íþróttahúsunum og skólum líka í bæjarfélaginu. Ástandið hefur verið mjög sérstakt hjá Selfossveitum síðustu vikurnar vegna skorts á heitu vatni enda er unnið eftir sérstakri viðbragðsáætlun. Hiti var lækkaður í öllum skólum og íþróttamannvirkjum í jólaleyfinu, skrúfað var að mestu fyrir bræðsluna á gervigrasvellinum og íbúar hvattir til að spara heita vatnið eins mikið og kostur er. „Þetta er náttúrulega fordæmalaus staða að vera með svona mikið frost í langan tíma, ásamt mikilli vindkælingu, sem hefur verið slæmt fyrir veituna,“ segir Sveinn Ægir Birgisson, formaður framkvæmda- og veitustjórnar Árborgar aðspurður um ástandið á heita vatninu. Sveinn Ægir Birgisson, formaður framkvæmda- og veitustjórnar Árborgar.Magnús Hlynur Hreiðarsson Útilaug Sundhallar Selfoss og heitu pottarnir og annað, sem er á útisvæðinu hefur nú verið lokað í að vera einn mánuð. Innilaugin er hins vegar opin. Hvenær reiknar Sveinn Ægir að útisvæðið verði opnað? „Ég myndi hugsa í fyrsta lagi í byrjun næstu viku ef að færi gefst. Við erum bara bundnir veðurspám og álagi á kerfinu.“ Það hefur verið rætt um þann möguleika að loka líka íþróttahúsunum á Selfossi en það hefur þó engin ákvörðun verið tekin um það enn þá. „En það er næsti fasi í viðbragðsáætluninni ef að upp kæmi stór bilun eða einhver skaði á veitunni,“ segir Sveinn Ægir. En hvernig eru skrefin í viðbragðsáætlun Selfossveitna? „Fyrsta viðbragð er að hvetja íbúa til að spara heitt vatn og að lækka í snjóbræðslum og þess háttar. Annað viðbragð er svo að lækka í sundlauginni eða loka sundlauginni eins og við höfum þurft að gera og svo eru það íþróttahúsin og ef að allt færi á versta veg þá væri það að lækka í skólum eða loka skólum. Það er mjög langt í að það muni gerast,“ segir Sveinn Ægir enn fremur. Mikið álag hefur verið síðustu vikur á kerfi Selfossveitna.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og það eru margir orðnir óþreyjufullir að komast aftur í sund, meðal annars hún Sirrý, Sigríður Guðmundsdóttir á Selfossi, sem er einn af fastagestum laugarinnar klukkan 06:30 alla morgna. „Já, ég er búin að stunda Sundhöll Selfoss síðan rétt fyrir tvö þúsund og núna bara allt í einu fyrir jól, þá var bara ekkert vatn og bara tómt vesen og maður fær ekki að hitta félaga sína, það finnst mér alveg synd, ég sakna þeirra mest,” segir Sirrý. Sigríður S. Guðmundsdóttir, Sirrý á Selfossi, sem saknar þess mikið að komast ekki í sund á morgnanna og hitta sundfélaga sína.Magnús Hlynur Hreiðarsson Árborg Veður Sundlaugar Mest lesið Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Frans páfi er látinn Erlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Innlent „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Innlent Fleiri fréttir Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Sjá meira
Ástandið hefur verið mjög sérstakt hjá Selfossveitum síðustu vikurnar vegna skorts á heitu vatni enda er unnið eftir sérstakri viðbragðsáætlun. Hiti var lækkaður í öllum skólum og íþróttamannvirkjum í jólaleyfinu, skrúfað var að mestu fyrir bræðsluna á gervigrasvellinum og íbúar hvattir til að spara heita vatnið eins mikið og kostur er. „Þetta er náttúrulega fordæmalaus staða að vera með svona mikið frost í langan tíma, ásamt mikilli vindkælingu, sem hefur verið slæmt fyrir veituna,“ segir Sveinn Ægir Birgisson, formaður framkvæmda- og veitustjórnar Árborgar aðspurður um ástandið á heita vatninu. Sveinn Ægir Birgisson, formaður framkvæmda- og veitustjórnar Árborgar.Magnús Hlynur Hreiðarsson Útilaug Sundhallar Selfoss og heitu pottarnir og annað, sem er á útisvæðinu hefur nú verið lokað í að vera einn mánuð. Innilaugin er hins vegar opin. Hvenær reiknar Sveinn Ægir að útisvæðið verði opnað? „Ég myndi hugsa í fyrsta lagi í byrjun næstu viku ef að færi gefst. Við erum bara bundnir veðurspám og álagi á kerfinu.“ Það hefur verið rætt um þann möguleika að loka líka íþróttahúsunum á Selfossi en það hefur þó engin ákvörðun verið tekin um það enn þá. „En það er næsti fasi í viðbragðsáætluninni ef að upp kæmi stór bilun eða einhver skaði á veitunni,“ segir Sveinn Ægir. En hvernig eru skrefin í viðbragðsáætlun Selfossveitna? „Fyrsta viðbragð er að hvetja íbúa til að spara heitt vatn og að lækka í snjóbræðslum og þess háttar. Annað viðbragð er svo að lækka í sundlauginni eða loka sundlauginni eins og við höfum þurft að gera og svo eru það íþróttahúsin og ef að allt færi á versta veg þá væri það að lækka í skólum eða loka skólum. Það er mjög langt í að það muni gerast,“ segir Sveinn Ægir enn fremur. Mikið álag hefur verið síðustu vikur á kerfi Selfossveitna.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og það eru margir orðnir óþreyjufullir að komast aftur í sund, meðal annars hún Sirrý, Sigríður Guðmundsdóttir á Selfossi, sem er einn af fastagestum laugarinnar klukkan 06:30 alla morgna. „Já, ég er búin að stunda Sundhöll Selfoss síðan rétt fyrir tvö þúsund og núna bara allt í einu fyrir jól, þá var bara ekkert vatn og bara tómt vesen og maður fær ekki að hitta félaga sína, það finnst mér alveg synd, ég sakna þeirra mest,” segir Sirrý. Sigríður S. Guðmundsdóttir, Sirrý á Selfossi, sem saknar þess mikið að komast ekki í sund á morgnanna og hitta sundfélaga sína.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Árborg Veður Sundlaugar Mest lesið Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Frans páfi er látinn Erlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Innlent „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Innlent Fleiri fréttir Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Sjá meira