Forseti FIFA gagnrýndur fyrir að taka af sér sjálfu við lík Pele Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. janúar 2023 07:30 Gianni Infantino, forseti FIFA, sést hér standa í myndatökum rétt við lík Pele á líkvökunni á heimavelli Santos. Getty/Mario Tama Gianni Infantino, forseti FIFA, hefur tjáð sig um sjálfuna sem hann tók af sér við lík brasilíska knattspyrnugoðsins Pele, á líkvökunni á heimavelli Santos. Pele dó 82 ára gamall en yfir tvö hundruð þúsund manns vottuðu honum virðingu sína þegar kista hans var höfð opin á heimavelli liðsins sem hann spilaði með nær allan feril sinn. Einn af þeim sem voru á staðnum var forseti Alþjóða knattspyrnusambandsins Gianni Infantino og eins og vanalega er hann duglegur að koma sér í fréttirnar á neikvæðan hátt. Gianni Infantino: FIFA boss 'dismayed' after coming under fire for taking selfie near Pele's open coffin https://t.co/5JbZ3hXOxF— Sky News (@SkyNews) January 3, 2023 Að þessu sinni hneykslaði hann marga þegar birtist mynd sem hann tók af sér fyrir framan opnu kistuna með líki Pele. Infantino var einn af þeim fyrstu sem mætti á svæðið en myndina tók hann af sér með fyrrum liðsfélögum Pele og aðeins nokkra metra frá kistu Pele. Infantino skrifaði pistil á Instagram eftir að hann heyrði af gagnrýninni og útskýrði málið betur. „Var að lenda eftir ferðalag mitt til Brasilíu þar sem mér hlotnaðist sá heiður að taka þátt í að sýna Pele fallegan virðingarvott á Vila Belmiro leikvangnum í Santos,“ skrifaði Gianni Infantino. This is FIFA president Gianni Infantino.The head of the organization took a selfie in front of Pele s casket.Per reports, the casket was open. Despicable, inhumane behavior. pic.twitter.com/6gxKevr5uX— Colin Kaepernick 7 Was Exiled Exercising Rights (@RickStrom) January 3, 2023 „Mér til mikillar skelfingar þá hef ég fengið fréttir um það að ég sé gagnrýndur af sumu fólki fyrir að taka sjálfu og myndir á athöfninni í gær,“ skrifaði Infantino. „Ég vil að það sé á hreinu að mér var sýndur sá heiður að fyrrum liðsfélagar Pele og fjölskyldur þeirra báðu mig um að taka nokkrar myndir með þeim. Augljóslega varð ég við þeirri ósk,“ skrifaði Infantino. „Í sambandi við sjálfuna þá báðu liðsfélagar Pele mig um að tala sjálfu af okkur öllum af því að þeir kunnu það ekki. Svo til að vera hjálpsamur þá tók ég mynd af einum þeirra og tók mynd af okkur öllum fyrir hann,“ skrifaði Infantino. „Ef það að hjálpa liðsfélögum Pele kallar á gagnrýni þá skal ég taka við henni því ég mun alltaf reyna að hjálpa þegar fólk óskar eftir því. Ég ber líka svo mikla virðingu fyrir Pele að ég myndi aldrei nokkurn tímann sýna honum virðingarleysi. Ég vona að þeir sem birtu þetta, eða sögðu hluti án þess að sækja sér réttar upplýsingar, hafi mann í sér að viðurkenna að þeir höfðu ekki rétt fyrir sér,“ skrifaði Infantino. View this post on Instagram A post shared by Gianni Infantino - FIFA President (@gianni_infantino) Andlát Pele FIFA Mest lesið „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Enska úrvalsdeildin aftur af stað eftir hlé Sport Brynjólfur leikmaður mánaðarins í Hollandi Fótbolti „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Íslenski boltinn Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur Enski boltinn Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Enski boltinn Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Handbolti Haukar sóttu tvö stig norður Handbolti Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit Körfubolti Fleiri fréttir Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Brynjólfur leikmaður mánaðarins í Hollandi „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Delap gæti verið frá fram í desember Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni Skór United týndust og kátur búðareigandi í Björgvin græddi vel Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ Brosandi Emelía sneri aftur eftir 406 daga bið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Dagný ólétt að sínu þriðja barni Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Dilja Ýr lagði Man United og Sædís Rún lagði upp Sjá meira
Pele dó 82 ára gamall en yfir tvö hundruð þúsund manns vottuðu honum virðingu sína þegar kista hans var höfð opin á heimavelli liðsins sem hann spilaði með nær allan feril sinn. Einn af þeim sem voru á staðnum var forseti Alþjóða knattspyrnusambandsins Gianni Infantino og eins og vanalega er hann duglegur að koma sér í fréttirnar á neikvæðan hátt. Gianni Infantino: FIFA boss 'dismayed' after coming under fire for taking selfie near Pele's open coffin https://t.co/5JbZ3hXOxF— Sky News (@SkyNews) January 3, 2023 Að þessu sinni hneykslaði hann marga þegar birtist mynd sem hann tók af sér fyrir framan opnu kistuna með líki Pele. Infantino var einn af þeim fyrstu sem mætti á svæðið en myndina tók hann af sér með fyrrum liðsfélögum Pele og aðeins nokkra metra frá kistu Pele. Infantino skrifaði pistil á Instagram eftir að hann heyrði af gagnrýninni og útskýrði málið betur. „Var að lenda eftir ferðalag mitt til Brasilíu þar sem mér hlotnaðist sá heiður að taka þátt í að sýna Pele fallegan virðingarvott á Vila Belmiro leikvangnum í Santos,“ skrifaði Gianni Infantino. This is FIFA president Gianni Infantino.The head of the organization took a selfie in front of Pele s casket.Per reports, the casket was open. Despicable, inhumane behavior. pic.twitter.com/6gxKevr5uX— Colin Kaepernick 7 Was Exiled Exercising Rights (@RickStrom) January 3, 2023 „Mér til mikillar skelfingar þá hef ég fengið fréttir um það að ég sé gagnrýndur af sumu fólki fyrir að taka sjálfu og myndir á athöfninni í gær,“ skrifaði Infantino. „Ég vil að það sé á hreinu að mér var sýndur sá heiður að fyrrum liðsfélagar Pele og fjölskyldur þeirra báðu mig um að taka nokkrar myndir með þeim. Augljóslega varð ég við þeirri ósk,“ skrifaði Infantino. „Í sambandi við sjálfuna þá báðu liðsfélagar Pele mig um að tala sjálfu af okkur öllum af því að þeir kunnu það ekki. Svo til að vera hjálpsamur þá tók ég mynd af einum þeirra og tók mynd af okkur öllum fyrir hann,“ skrifaði Infantino. „Ef það að hjálpa liðsfélögum Pele kallar á gagnrýni þá skal ég taka við henni því ég mun alltaf reyna að hjálpa þegar fólk óskar eftir því. Ég ber líka svo mikla virðingu fyrir Pele að ég myndi aldrei nokkurn tímann sýna honum virðingarleysi. Ég vona að þeir sem birtu þetta, eða sögðu hluti án þess að sækja sér réttar upplýsingar, hafi mann í sér að viðurkenna að þeir höfðu ekki rétt fyrir sér,“ skrifaði Infantino. View this post on Instagram A post shared by Gianni Infantino - FIFA President (@gianni_infantino)
Andlát Pele FIFA Mest lesið „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Enska úrvalsdeildin aftur af stað eftir hlé Sport Brynjólfur leikmaður mánaðarins í Hollandi Fótbolti „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Íslenski boltinn Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur Enski boltinn Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Enski boltinn Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Handbolti Haukar sóttu tvö stig norður Handbolti Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit Körfubolti Fleiri fréttir Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Brynjólfur leikmaður mánaðarins í Hollandi „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Delap gæti verið frá fram í desember Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni Skór United týndust og kátur búðareigandi í Björgvin græddi vel Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ Brosandi Emelía sneri aftur eftir 406 daga bið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Dagný ólétt að sínu þriðja barni Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Dilja Ýr lagði Man United og Sædís Rún lagði upp Sjá meira