Langar að hefja loðnuvertíð en sigla til kolmunnaveiða Kristján Már Unnarsson skrifar 3. janúar 2023 22:30 Arnþór Pétursson, skipstjóri á Hákoni EA. Sigurjón Ólason Ekkert af íslensku loðnuskipunum virðist ætla til loðnuveiða núna í byrjun ársins. Uppsjávarflotanum virðist öllum stefnt til kolmunnaveiða norðan Skotlands. Í fréttum Stöðvar 2 mátti sjá Hákon EA frá Grenivík, sem legið hefur bundinn við bryggju í Reykjavík frá 14. desember. Skipverjar voru að gera allt klárt í dag, fyrir kolmunnaveiðar, og stefnt að því að leysa landfestar í kvöld. Þegar við gripum skipstjórann Arnþór Pétursson í spjall var framundan löng sigling: „Já, já. Suður undir skosku lögsöguna. Mér sýndist Færeyingarnir vera þar á veiðum. Þannig við við förum þangað bara. Galvaskir bara,“ segir Arnþór. Skipverjar á Hákoni EA voru að gera klárt á Vogabakka í Sundahöfn í dag.Sigurjón Ólason Aðeins þrír loðnufarmar hafa borist á land á vertíðinni þennan veturinn. Skipin Víkingur, Venus og Beitir lönduðu hvert sínum farmi fyrir miðjan desember, á Vopnafirði og Norðfirði. Skipverjarnir á Hákoni leyndu því að ekki að þeir myndu frekar vilja vera á leið til loðnuveiða. „Jú. Að sjálfsögðu. Að sjálfsögðu. En það er bara ekki nægur kvóti. Þannig að þá byrjum við í kolmunna. Og vonumst eftir meiri kvóta náttúrlega eftir næstu mælingu. Það kemur bara í ljós svo hvað verður úr því.“ -Hundfúlir yfir því að komast ekki strax í loðnuna? „Jú, jú. Verðum við ekki að segja það. En svona er þetta bara,“ svarar Arnþór. Skipstjórinn á Hákoni EA í viðtali við fréttamann Stöðvar 2 í dag.Sigurjón Ólason Og það sama átti við um hin íslensku uppsjávarskipin sem við höfðum spurnir af í dag. Þau voru öll á leið til kolmunnaveiða og ætla að spara sér takmarkaðan loðnukvóta þar til loðnan kemst í sitt verðmætasta ástand. En hvenær býst skipstjórinn á Hákoni við að geta farið í loðnuna? „Vonandi í lok janúar. Ég held að það eigi ekki að fara í næsta leiðangur á loðnu fyrr en eftir 15. janúar. Þannig að það verður enginn meiri kvóti kominn fyrr en í fyrsta lagi í lok janúar.“ -Þannig að þið bara bíðið eftir að Hafró gefi eitthvað meira út? „Já, þá förum við fyrr. Annars förum við svona 10. febrúar, myndi ég giska, til þess að ná í tonnin sem eru útgefin. Frysta á Japan og svo vonandi eitthvað í hrogn.“ Hákon EA að draga saman nótina.Ingi Guðnason Hákon EA á þátt í því að gera Grenvíkinga að kvótahæstu íbúum landsins og skipið er sagt svo stórt að það komist ekki að bryggju í heimahöfn. -Getið þið lagt að bryggju þar? „Nei. Það er bara þannig.“ -Af hverju eiga Grenvíkingar svona stórt skip? „Þeir eru bara svo útsjónarsamir og duglegir,“ svarar skipstjórinn Arnþór Pétursson. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Sjávarútvegur Loðnuveiðar Grýtubakkahreppur Reykjavík Tengdar fréttir Loðna flæðir inn í vinnslur á Vopnafirði og Norðfirði Fyrstu loðnuförmum vertíðarinnar var landað í tveimur Austfjarðahöfnum í dag. Á Vopnafirði sögðu menn loðnuna sannkallaðan jólabónus en áratugur er liðinn frá því síðast tókst að hefja þar loðnuvinnslu fyrir jól. 13. desember 2022 22:24 Loðnuveiðar hafnar en ekki talið tilefni til að auka kvóta Fyrsta loðnan á þessari vertíð er veidd og var skip Síldarvinnslunnar, Beitir, komið með ellefuhundruð tonn nú laust fyrir hádegi. Hafrannsóknastofnun telur ekki tilefni til þess að auka loðnukvótann, eftir auka loðnuleiðangur sem lauk um helgina. 12. desember 2022 12:20 Útgerðir kosta mælingar í von um aukinn loðnukvóta Rannsóknaskip Hafrannsóknastofnunar, Árni Friðriksson og Bjarni Sæmundsson, héldu til loðnumælinga eftir hádegi í gær og er gert ráð fyrir að túrinn taki allt að tíu daga. 6. desember 2022 10:43 Komandi loðnuvertíð gæti skilað allt að 30 milljörðum í þjóðarbúið Þrátt fyrir að loðnukvóti komandi vertíðar stefni í að verða um fjórðungur af síðustu vertíð í lönduðum tonnum mælt, dregst vænt útflutningsverðmæti loðnuafurða aðeins saman um helming. Þetta kom fram í máli Gunnþórs Ingvasonar, forstjóra Síldarvinnslunnar í kynningu á uppgjöri félagsins fyrir þriðja ársfjórðung. 25. nóvember 2022 12:49 Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Um helmingur farþega komst lífs af Erlent Fleiri fréttir Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Sjá meira
Í fréttum Stöðvar 2 mátti sjá Hákon EA frá Grenivík, sem legið hefur bundinn við bryggju í Reykjavík frá 14. desember. Skipverjar voru að gera allt klárt í dag, fyrir kolmunnaveiðar, og stefnt að því að leysa landfestar í kvöld. Þegar við gripum skipstjórann Arnþór Pétursson í spjall var framundan löng sigling: „Já, já. Suður undir skosku lögsöguna. Mér sýndist Færeyingarnir vera þar á veiðum. Þannig við við förum þangað bara. Galvaskir bara,“ segir Arnþór. Skipverjar á Hákoni EA voru að gera klárt á Vogabakka í Sundahöfn í dag.Sigurjón Ólason Aðeins þrír loðnufarmar hafa borist á land á vertíðinni þennan veturinn. Skipin Víkingur, Venus og Beitir lönduðu hvert sínum farmi fyrir miðjan desember, á Vopnafirði og Norðfirði. Skipverjarnir á Hákoni leyndu því að ekki að þeir myndu frekar vilja vera á leið til loðnuveiða. „Jú. Að sjálfsögðu. Að sjálfsögðu. En það er bara ekki nægur kvóti. Þannig að þá byrjum við í kolmunna. Og vonumst eftir meiri kvóta náttúrlega eftir næstu mælingu. Það kemur bara í ljós svo hvað verður úr því.“ -Hundfúlir yfir því að komast ekki strax í loðnuna? „Jú, jú. Verðum við ekki að segja það. En svona er þetta bara,“ svarar Arnþór. Skipstjórinn á Hákoni EA í viðtali við fréttamann Stöðvar 2 í dag.Sigurjón Ólason Og það sama átti við um hin íslensku uppsjávarskipin sem við höfðum spurnir af í dag. Þau voru öll á leið til kolmunnaveiða og ætla að spara sér takmarkaðan loðnukvóta þar til loðnan kemst í sitt verðmætasta ástand. En hvenær býst skipstjórinn á Hákoni við að geta farið í loðnuna? „Vonandi í lok janúar. Ég held að það eigi ekki að fara í næsta leiðangur á loðnu fyrr en eftir 15. janúar. Þannig að það verður enginn meiri kvóti kominn fyrr en í fyrsta lagi í lok janúar.“ -Þannig að þið bara bíðið eftir að Hafró gefi eitthvað meira út? „Já, þá förum við fyrr. Annars förum við svona 10. febrúar, myndi ég giska, til þess að ná í tonnin sem eru útgefin. Frysta á Japan og svo vonandi eitthvað í hrogn.“ Hákon EA að draga saman nótina.Ingi Guðnason Hákon EA á þátt í því að gera Grenvíkinga að kvótahæstu íbúum landsins og skipið er sagt svo stórt að það komist ekki að bryggju í heimahöfn. -Getið þið lagt að bryggju þar? „Nei. Það er bara þannig.“ -Af hverju eiga Grenvíkingar svona stórt skip? „Þeir eru bara svo útsjónarsamir og duglegir,“ svarar skipstjórinn Arnþór Pétursson. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Sjávarútvegur Loðnuveiðar Grýtubakkahreppur Reykjavík Tengdar fréttir Loðna flæðir inn í vinnslur á Vopnafirði og Norðfirði Fyrstu loðnuförmum vertíðarinnar var landað í tveimur Austfjarðahöfnum í dag. Á Vopnafirði sögðu menn loðnuna sannkallaðan jólabónus en áratugur er liðinn frá því síðast tókst að hefja þar loðnuvinnslu fyrir jól. 13. desember 2022 22:24 Loðnuveiðar hafnar en ekki talið tilefni til að auka kvóta Fyrsta loðnan á þessari vertíð er veidd og var skip Síldarvinnslunnar, Beitir, komið með ellefuhundruð tonn nú laust fyrir hádegi. Hafrannsóknastofnun telur ekki tilefni til þess að auka loðnukvótann, eftir auka loðnuleiðangur sem lauk um helgina. 12. desember 2022 12:20 Útgerðir kosta mælingar í von um aukinn loðnukvóta Rannsóknaskip Hafrannsóknastofnunar, Árni Friðriksson og Bjarni Sæmundsson, héldu til loðnumælinga eftir hádegi í gær og er gert ráð fyrir að túrinn taki allt að tíu daga. 6. desember 2022 10:43 Komandi loðnuvertíð gæti skilað allt að 30 milljörðum í þjóðarbúið Þrátt fyrir að loðnukvóti komandi vertíðar stefni í að verða um fjórðungur af síðustu vertíð í lönduðum tonnum mælt, dregst vænt útflutningsverðmæti loðnuafurða aðeins saman um helming. Þetta kom fram í máli Gunnþórs Ingvasonar, forstjóra Síldarvinnslunnar í kynningu á uppgjöri félagsins fyrir þriðja ársfjórðung. 25. nóvember 2022 12:49 Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Um helmingur farþega komst lífs af Erlent Fleiri fréttir Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Sjá meira
Loðna flæðir inn í vinnslur á Vopnafirði og Norðfirði Fyrstu loðnuförmum vertíðarinnar var landað í tveimur Austfjarðahöfnum í dag. Á Vopnafirði sögðu menn loðnuna sannkallaðan jólabónus en áratugur er liðinn frá því síðast tókst að hefja þar loðnuvinnslu fyrir jól. 13. desember 2022 22:24
Loðnuveiðar hafnar en ekki talið tilefni til að auka kvóta Fyrsta loðnan á þessari vertíð er veidd og var skip Síldarvinnslunnar, Beitir, komið með ellefuhundruð tonn nú laust fyrir hádegi. Hafrannsóknastofnun telur ekki tilefni til þess að auka loðnukvótann, eftir auka loðnuleiðangur sem lauk um helgina. 12. desember 2022 12:20
Útgerðir kosta mælingar í von um aukinn loðnukvóta Rannsóknaskip Hafrannsóknastofnunar, Árni Friðriksson og Bjarni Sæmundsson, héldu til loðnumælinga eftir hádegi í gær og er gert ráð fyrir að túrinn taki allt að tíu daga. 6. desember 2022 10:43
Komandi loðnuvertíð gæti skilað allt að 30 milljörðum í þjóðarbúið Þrátt fyrir að loðnukvóti komandi vertíðar stefni í að verða um fjórðungur af síðustu vertíð í lönduðum tonnum mælt, dregst vænt útflutningsverðmæti loðnuafurða aðeins saman um helming. Þetta kom fram í máli Gunnþórs Ingvasonar, forstjóra Síldarvinnslunnar í kynningu á uppgjöri félagsins fyrir þriðja ársfjórðung. 25. nóvember 2022 12:49