„Það er sjálfsagt að vera með væntingar en menn þurfa að anda með nefinu“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 4. janúar 2023 09:01 Þótt íslenska þjóðin sé á yfirsnúningi vegna HM í handbolta sem hefst næstu viku fær fátt haggað Guðmundi Guðmundssyni enda farið á nokkur stórmótin á löngum ferli. Hann segir að tilhlökkunin sé samt alltaf til staðar. „Ég er fullur eftirvæntingar eins og örugglega allir leikmenn liðsins. Þetta er spennandi mót en við erum í mjög erfiðum riðli,“ sagði Guðmundur í samtali við Vísi eftir landsliðsæfingu í Safamýrinni. Ísland er í riðli með Portúgal, Ungverjalandi og Suður-Kóreu á HM. „Við drengirnir ræddum saman áðan og hjá okkur er þetta gamla klisjan; við tökum einn leik fyrir í einu.“ Eftir gott gengi á EM fyrir ári eru miklar væntingar gerða til íslenska liðsins á HM. Guðmundur biður fólk samt um að fara ekki fram úr sér. „Það er sjálfsagt að vera með væntingar en menn þurfa að anda með nefinu, allir sem að þessu koma. Það er voða auðvelt að tala þetta upp í hæstu hæðir fyrir mót. Ég er ekki vanur því og geri ekki breytingu á því. Ég er vanur að hafa fyrir hlutunum og við þurfum að taka eitt skref í einu. Þessi riðill er mjög snúinn,“ sagði Guðmundur. „Það er fínt ef fólk er með væntingar en við ætlum að vinna þetta mjög faglega og áttum okkur á að við erum að fara í hörkuverkefni.“ Klippa: Viðtal við Guðmund Guðmundur segir að ástandið á íslenska hópnum sé gott. „Það hafa verið undir mismiklu álagi getum við sagt. Sumir hafa verið undir gríðarlegu álagi þannig að við þurfum að huga að því. Að öðru leyti er staðan á hópnum góð. Það eru samt menn sem hafa verið meiddir í aðdragandanum og þurfa að komast á skrið núna. Það er eitthvað sem við vonum að gerist.“ Guðmundur segir að íslenska liðið muni leggja mikla rækt við varnarleikinn fyrir HM. „Það sem er alltaf með landslið, og var síðast, er að ná varnarleiknum í það horf sem þarf að vera og honum þarf að fylgja góð markvarsla,“ sagði Guðmundur. „Ég hef minni áhyggjur af sóknarleiknum. Við höfum mikla sóknargetu. Varnarleikurinn er mjög mikilvægur í nútímahandbolta og við þurfum að ná honum upp.“ Viðtalið við Guðmund má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Landslið karla í handbolta HM 2023 í handbolta Mest lesið Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Íslenski boltinn Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Enski boltinn Setja fyrirliða sinn í bann fyrir lélegt viðhorf Fótbolti Sáttur eftir góðan sigur: „Fannst allir leggja í púkkið“ Handbolti Fimmtán tekjuhæstu íþróttakonur heims allar með meira en milljarð Sport Þurfa að hlífa henni við fjölmiðlum vegna heilaþreytu Sport Uppgjörið: Haukar - KA 42-38 | Markaflóð á Ásvöllum Handbolti Wirtz fékk ekki markið skráð á sig og nýliðarnir fögnuðu á Anfield Enski boltinn Viktor Bjarki heldur áfram að slá í gegn Fótbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Fleiri fréttir Sáttur eftir góðan sigur: „Fannst allir leggja í púkkið“ „Vorum orðnir súrir á löppunum“ Uppgjörið: Haukar - KA 42-38 | Markaflóð á Ásvöllum Hannes tryggði sigurinn með tíunda markinu sínu Andrea mun ekki spila á HM „Hún flutti út í eina nótt en svo var hún bara komin aftur“ „Slepptum ræktinni í dag og fórum í sundleikfimi“ Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Þær þýsku of sterkar fyrir þær færeysku „Ekki sama leikgleði og hefur verið“ „Mjög margt“ sem fór úrskeiðis „Átta liða úrslit hefði verið eitthvað kraftaverk“ Sjötta tap Framara í röð en Birgir Steinn í Evrópustuði „Helvíti svart var það í dag“ Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Ótrúlegur viðsnúningur Íslandsbananna gegn Spáni Matthildur Lilja utan hóps í fyrsta leik milliriðilsins Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands „Við getum tekið þá alla“ „Mæta bara strax og lemja á móti“ Sandra markahæst í íslenska liðinu í riðlakeppninni Norðmenn og Danir kláruðu sitt en Svíar klikkuðu Bakslag á fyrstu æfingunni í Dortmund Felldi félaga sinn úr íslenska U19-landsliðinu Leiktímarnir í milliriðlinum klárir Skýrsla Ágústs: Góðir möguleikar í milliriðlinum „Eiga eftir að hjálpa okkur helling og skila okkur miklu“ „Það kom aldrei neitt annað til greina“ „Alltaf gaman að fara upp og negla“ Sjá meira
„Ég er fullur eftirvæntingar eins og örugglega allir leikmenn liðsins. Þetta er spennandi mót en við erum í mjög erfiðum riðli,“ sagði Guðmundur í samtali við Vísi eftir landsliðsæfingu í Safamýrinni. Ísland er í riðli með Portúgal, Ungverjalandi og Suður-Kóreu á HM. „Við drengirnir ræddum saman áðan og hjá okkur er þetta gamla klisjan; við tökum einn leik fyrir í einu.“ Eftir gott gengi á EM fyrir ári eru miklar væntingar gerða til íslenska liðsins á HM. Guðmundur biður fólk samt um að fara ekki fram úr sér. „Það er sjálfsagt að vera með væntingar en menn þurfa að anda með nefinu, allir sem að þessu koma. Það er voða auðvelt að tala þetta upp í hæstu hæðir fyrir mót. Ég er ekki vanur því og geri ekki breytingu á því. Ég er vanur að hafa fyrir hlutunum og við þurfum að taka eitt skref í einu. Þessi riðill er mjög snúinn,“ sagði Guðmundur. „Það er fínt ef fólk er með væntingar en við ætlum að vinna þetta mjög faglega og áttum okkur á að við erum að fara í hörkuverkefni.“ Klippa: Viðtal við Guðmund Guðmundur segir að ástandið á íslenska hópnum sé gott. „Það hafa verið undir mismiklu álagi getum við sagt. Sumir hafa verið undir gríðarlegu álagi þannig að við þurfum að huga að því. Að öðru leyti er staðan á hópnum góð. Það eru samt menn sem hafa verið meiddir í aðdragandanum og þurfa að komast á skrið núna. Það er eitthvað sem við vonum að gerist.“ Guðmundur segir að íslenska liðið muni leggja mikla rækt við varnarleikinn fyrir HM. „Það sem er alltaf með landslið, og var síðast, er að ná varnarleiknum í það horf sem þarf að vera og honum þarf að fylgja góð markvarsla,“ sagði Guðmundur. „Ég hef minni áhyggjur af sóknarleiknum. Við höfum mikla sóknargetu. Varnarleikurinn er mjög mikilvægur í nútímahandbolta og við þurfum að ná honum upp.“ Viðtalið við Guðmund má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.
Landslið karla í handbolta HM 2023 í handbolta Mest lesið Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Íslenski boltinn Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Enski boltinn Setja fyrirliða sinn í bann fyrir lélegt viðhorf Fótbolti Sáttur eftir góðan sigur: „Fannst allir leggja í púkkið“ Handbolti Fimmtán tekjuhæstu íþróttakonur heims allar með meira en milljarð Sport Þurfa að hlífa henni við fjölmiðlum vegna heilaþreytu Sport Uppgjörið: Haukar - KA 42-38 | Markaflóð á Ásvöllum Handbolti Wirtz fékk ekki markið skráð á sig og nýliðarnir fögnuðu á Anfield Enski boltinn Viktor Bjarki heldur áfram að slá í gegn Fótbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Fleiri fréttir Sáttur eftir góðan sigur: „Fannst allir leggja í púkkið“ „Vorum orðnir súrir á löppunum“ Uppgjörið: Haukar - KA 42-38 | Markaflóð á Ásvöllum Hannes tryggði sigurinn með tíunda markinu sínu Andrea mun ekki spila á HM „Hún flutti út í eina nótt en svo var hún bara komin aftur“ „Slepptum ræktinni í dag og fórum í sundleikfimi“ Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Þær þýsku of sterkar fyrir þær færeysku „Ekki sama leikgleði og hefur verið“ „Mjög margt“ sem fór úrskeiðis „Átta liða úrslit hefði verið eitthvað kraftaverk“ Sjötta tap Framara í röð en Birgir Steinn í Evrópustuði „Helvíti svart var það í dag“ Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Ótrúlegur viðsnúningur Íslandsbananna gegn Spáni Matthildur Lilja utan hóps í fyrsta leik milliriðilsins Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands „Við getum tekið þá alla“ „Mæta bara strax og lemja á móti“ Sandra markahæst í íslenska liðinu í riðlakeppninni Norðmenn og Danir kláruðu sitt en Svíar klikkuðu Bakslag á fyrstu æfingunni í Dortmund Felldi félaga sinn úr íslenska U19-landsliðinu Leiktímarnir í milliriðlinum klárir Skýrsla Ágústs: Góðir möguleikar í milliriðlinum „Eiga eftir að hjálpa okkur helling og skila okkur miklu“ „Það kom aldrei neitt annað til greina“ „Alltaf gaman að fara upp og negla“ Sjá meira