Mætir Messi og Mbappé sem þjálfari í lok janúar en hóf ferilinn í Football Manager Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 1. janúar 2023 09:01 Í möppunni má eflaust finna hvaða lið Still ætlar að þjálfa í FM 23. Philippe Crochet/Getty Images Hinn þrítugi Will Still þjálfar í dag lið Stade de Reims í Ligue 1, frönsku úrvalsdeildinni í fótbolta. Þjálfaraferill hans hófst þó ólíkt flestum öðrum. Hann fékk áhuga á þjálfun þegar hann var táningur eftir að hafa spilað tölvuleikinn vinsæla Football Manager. Football Manager er einn af vinsælustu tölvuleikjum síðari ára og kemur út ár hvert. Í leiknum getur sá sem spilar sett sig í spor þjálfara svo gott sem hvaða fótboltaliðs sem til er í heiminum, allavega karla megin. Will Still er Englendingur en fæddur í Belgíu. Sem táningur æfði hann fótbolta og stefndi eins og svo margir táningar á að verða atvinnumaður. Það var hins vegar Football Manager sem sannfærði hann um að einbeita sér frekar að þjálfun heldur en að spila sjálfur. Hann var aðeins tvítugur þegar hann fékk sitt fyrsta þjálfarastarf, í akademíu Preston North End á Englandi. Will Still has made the jump from Football Manager to Preston to Ligue 1 | By @ericdevin_ https://t.co/5lSjHFdrTl— The Guardian (@guardian) December 30, 2022 Árið 2017 færði hann sig til Belgíu og hefur síðan starfað fyrir Lierse, Beerschot – lið Nökkva Freys Þórissonar, og Standard de Liége þar í landi. Hann starfaði fyrir Stade de Reims árið 2021 og var ráðinn aftur sem aðstoðarþjálfari liðsins fyrir yfirstandandi tímabil. Eftir herfilega byrjun ákvað Reims að láta Óscar Garcia fara og var Still ráðinn tímabundið sem aðalþjálfari liðsins. Hann hefur spilað vel úr þeim spilum sem honum voru gefin en Reims vann Rennes 3-1 á fimmtudaginn var og hefur ekki tapað deildarleik síðan 18. september síðastliðinn. Síðan þá hefur liðið leikið 8 leiki, unnið þrjá og gert fimm jafntefli. Reims situr nú í 10. sæti deildarinnar með 20 stig að loknum 16 leikjum, sjö stigum frá fallsæti. Sem stendur virðist allt benda til þess að Still verði áfram þjálfari liðsins þegar Reims mætir Frakklandsmeisturum París Saint-Germain þann 29. janúar næstkomandi. Hinn þrítugi Still grætur eflaust ekki þá ákvörðun að skipta út takkaskónum fyrir skeiðklukku á sínum tíma. Will Still er þjálfari Reims í dag.Sylvain Lefevre/Getty Images Fótbolti Franski boltinn Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Körfubolti Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Enski boltinn Í beinni: Þróttur - Breiðablik | Blikar virka ógnvekjandi Íslenski boltinn Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Íslenski boltinn Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Fótbolti „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Barcelona - Mallorca | Geta náð sjö stiga forskoti Í beinni: Man. City - Aston Villa | Mikilvægur leikur í Meistaradeildarbaráttunni Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Í beinni: Fram - FH | Fyrsti heimaleikur Fram í efstu deild í 37 ár Í beinni: Stjarnan - Víkingur | Bæði lið fengu skell síðast Í beinni: Þróttur - Breiðablik | Blikar virka ógnvekjandi Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Maður leiksins fékk lifandi lamb í verðlaun Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Þjálfari Nóels Atla rekinn eftir tapið gegn Íslendingaliði Sönderjyske „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham FCK tímabundið á toppinn Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur Guðrún og Katla með stoðsendingar í Íslendingaslag Lewandowski frá næstu vikurnar og missir af stórleikjum Sjá meira
Football Manager er einn af vinsælustu tölvuleikjum síðari ára og kemur út ár hvert. Í leiknum getur sá sem spilar sett sig í spor þjálfara svo gott sem hvaða fótboltaliðs sem til er í heiminum, allavega karla megin. Will Still er Englendingur en fæddur í Belgíu. Sem táningur æfði hann fótbolta og stefndi eins og svo margir táningar á að verða atvinnumaður. Það var hins vegar Football Manager sem sannfærði hann um að einbeita sér frekar að þjálfun heldur en að spila sjálfur. Hann var aðeins tvítugur þegar hann fékk sitt fyrsta þjálfarastarf, í akademíu Preston North End á Englandi. Will Still has made the jump from Football Manager to Preston to Ligue 1 | By @ericdevin_ https://t.co/5lSjHFdrTl— The Guardian (@guardian) December 30, 2022 Árið 2017 færði hann sig til Belgíu og hefur síðan starfað fyrir Lierse, Beerschot – lið Nökkva Freys Þórissonar, og Standard de Liége þar í landi. Hann starfaði fyrir Stade de Reims árið 2021 og var ráðinn aftur sem aðstoðarþjálfari liðsins fyrir yfirstandandi tímabil. Eftir herfilega byrjun ákvað Reims að láta Óscar Garcia fara og var Still ráðinn tímabundið sem aðalþjálfari liðsins. Hann hefur spilað vel úr þeim spilum sem honum voru gefin en Reims vann Rennes 3-1 á fimmtudaginn var og hefur ekki tapað deildarleik síðan 18. september síðastliðinn. Síðan þá hefur liðið leikið 8 leiki, unnið þrjá og gert fimm jafntefli. Reims situr nú í 10. sæti deildarinnar með 20 stig að loknum 16 leikjum, sjö stigum frá fallsæti. Sem stendur virðist allt benda til þess að Still verði áfram þjálfari liðsins þegar Reims mætir Frakklandsmeisturum París Saint-Germain þann 29. janúar næstkomandi. Hinn þrítugi Still grætur eflaust ekki þá ákvörðun að skipta út takkaskónum fyrir skeiðklukku á sínum tíma. Will Still er þjálfari Reims í dag.Sylvain Lefevre/Getty Images
Fótbolti Franski boltinn Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Körfubolti Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Enski boltinn Í beinni: Þróttur - Breiðablik | Blikar virka ógnvekjandi Íslenski boltinn Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Íslenski boltinn Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Fótbolti „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Barcelona - Mallorca | Geta náð sjö stiga forskoti Í beinni: Man. City - Aston Villa | Mikilvægur leikur í Meistaradeildarbaráttunni Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Í beinni: Fram - FH | Fyrsti heimaleikur Fram í efstu deild í 37 ár Í beinni: Stjarnan - Víkingur | Bæði lið fengu skell síðast Í beinni: Þróttur - Breiðablik | Blikar virka ógnvekjandi Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Maður leiksins fékk lifandi lamb í verðlaun Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Þjálfari Nóels Atla rekinn eftir tapið gegn Íslendingaliði Sönderjyske „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham FCK tímabundið á toppinn Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur Guðrún og Katla með stoðsendingar í Íslendingaslag Lewandowski frá næstu vikurnar og missir af stórleikjum Sjá meira