Óvissustigi Almannavarna lýst yfir: Útilokar hvorki brennur né flugelda Árni Sæberg skrifar 30. desember 2022 17:52 Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn almannavarnasvið ríkislögreglustjóra. Vísir Ríkislögreglustjóri hefur ákveðið að lýsa yfir óvissustigi Almannavarna í samráði við lögreglustjórana á Suðurlandi, Suðurnesjum og höfuðborgarsvæðinu, vegna óveðurs sem hefst í nótt. Yfirlögregluþjónn segir þó ekki útséð um að unnt verði að halda áramótabrennur annað kvöld. Í tilkynningu frá Almannavörnum segir að von sé á austan og suðaustan hvassvirði eða hríð sem hefjist um eittleytið í nótt. Búast megi við skafrenningi með lélegu skyggni og versnandi akstursskilyrðum. Fólki er bent á að sýna varkárni og að nauðsynlegt sé að fylgjast með veðurspám og færð á vegum. Þá segir að veður verði orðið skaplegt um hádegi á gamlársdag en þó sé gott að hafa í huga að á miðnætti á gamlárskvöld fari veðrið að minna á sig á ný. Samkvæmt spám verði veður vont á nýársnótt. Samráðsfundur Almannavarna með viðbragðsaðilum um land allt var haldinn í dag. Þar var farið yfir stöðuna og mögulegt viðbragð, þar sem miklar líkur eru á veðrið muni hafa verulega áhrif á samgöngur á Suðurlandi, höfuðborgarsvæðinu og Reykjanesi. Þá verða aðgerðarstjórnir þeirra svæða sem veðurspáin spáir versta veðri virkjaðar í nótt sem og samhæfingarstöð Almannavarna í Skógarhlíð. Víðir hefur minnstar áhyggjur af brennum og flugeldum Rætt var við Víði Reynisson, yfirlögregluþjón almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra, í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Hann útilokar ekki að hægt verði að halda brennur og skjóta upp flugeldum annað kvöld. Það er ekkert útilokað. Lögregla, slökkvilið og yfirvöld á hverjum stað taka ákvörðun um það upp úr hádegi á morgun. Viðmið að kveikja í brennum er tíu metrar á sekúndu, við sjáum hvernig það verður annað kvöld, en flugeldarnir þola nú miklu meira en það. Við höfum mestar áhyggjur af þessum samgöngumálum í fyrramálið,“ segir hann. Hann segir að úrkoma í nótt og vindur sem fylgi henni muni gera það að verkum að erfitt verði að halda mikilvægum samgönguleiðum opnum á morgun. Vonast til að ferðaþjónustan miðli upplýsingum Víðir segir að búast megi við því að björgunarsveitir muni standa í ströngu á morgun við að bjarga ferðalöngum. Þó hafi allar leiðir sem standa til boða til að dreifa upplýsingum verið nýttar. „Við treystum bara á að ferðaþjónustufyrirtækin miðli áfram upplýsingum til sinna viðskiptavina. Hvort sem það eru bílaleigur, rútufyrirtæki, gististaðir eða annað. Að allir séu vel upplýstir um hvað sé í vændum á morgun svo að enginn lendi í vandræðum á morgun,“ segir hann. Fréttin hefur verið uppfærð. Almannavarnir Veður Áramót Tengdar fréttir Appelsínugul viðvörun á morgun og Vegagerðin í viðbragðsstöðu Appelsínugul viðvörun tekur gildi klukkan sjö á gamlársmorgun á Suðurlandi og gular viðaranir verða víða í gildi á morgun. Vegagerðin er í viðbragðsstöðu vegna hugsanlegra lokana á Reykjanesbraut í nótt. 30. desember 2022 17:29 Seinka öllu flugi í Keflavík á morgun Öllum flugferðum Icelandair frá Keflavíkurflugvelli verður seinkað á morgun, gamlársdag, vegna veðurs. Útlit er fyrir erfið akstursskilyrði á Reykjanesbraut og í Reykjanesbæ í fyrramálið. 30. desember 2022 14:18 Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Innlent Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Innlent Fleiri fréttir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Sjá meira
Í tilkynningu frá Almannavörnum segir að von sé á austan og suðaustan hvassvirði eða hríð sem hefjist um eittleytið í nótt. Búast megi við skafrenningi með lélegu skyggni og versnandi akstursskilyrðum. Fólki er bent á að sýna varkárni og að nauðsynlegt sé að fylgjast með veðurspám og færð á vegum. Þá segir að veður verði orðið skaplegt um hádegi á gamlársdag en þó sé gott að hafa í huga að á miðnætti á gamlárskvöld fari veðrið að minna á sig á ný. Samkvæmt spám verði veður vont á nýársnótt. Samráðsfundur Almannavarna með viðbragðsaðilum um land allt var haldinn í dag. Þar var farið yfir stöðuna og mögulegt viðbragð, þar sem miklar líkur eru á veðrið muni hafa verulega áhrif á samgöngur á Suðurlandi, höfuðborgarsvæðinu og Reykjanesi. Þá verða aðgerðarstjórnir þeirra svæða sem veðurspáin spáir versta veðri virkjaðar í nótt sem og samhæfingarstöð Almannavarna í Skógarhlíð. Víðir hefur minnstar áhyggjur af brennum og flugeldum Rætt var við Víði Reynisson, yfirlögregluþjón almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra, í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Hann útilokar ekki að hægt verði að halda brennur og skjóta upp flugeldum annað kvöld. Það er ekkert útilokað. Lögregla, slökkvilið og yfirvöld á hverjum stað taka ákvörðun um það upp úr hádegi á morgun. Viðmið að kveikja í brennum er tíu metrar á sekúndu, við sjáum hvernig það verður annað kvöld, en flugeldarnir þola nú miklu meira en það. Við höfum mestar áhyggjur af þessum samgöngumálum í fyrramálið,“ segir hann. Hann segir að úrkoma í nótt og vindur sem fylgi henni muni gera það að verkum að erfitt verði að halda mikilvægum samgönguleiðum opnum á morgun. Vonast til að ferðaþjónustan miðli upplýsingum Víðir segir að búast megi við því að björgunarsveitir muni standa í ströngu á morgun við að bjarga ferðalöngum. Þó hafi allar leiðir sem standa til boða til að dreifa upplýsingum verið nýttar. „Við treystum bara á að ferðaþjónustufyrirtækin miðli áfram upplýsingum til sinna viðskiptavina. Hvort sem það eru bílaleigur, rútufyrirtæki, gististaðir eða annað. Að allir séu vel upplýstir um hvað sé í vændum á morgun svo að enginn lendi í vandræðum á morgun,“ segir hann. Fréttin hefur verið uppfærð.
Almannavarnir Veður Áramót Tengdar fréttir Appelsínugul viðvörun á morgun og Vegagerðin í viðbragðsstöðu Appelsínugul viðvörun tekur gildi klukkan sjö á gamlársmorgun á Suðurlandi og gular viðaranir verða víða í gildi á morgun. Vegagerðin er í viðbragðsstöðu vegna hugsanlegra lokana á Reykjanesbraut í nótt. 30. desember 2022 17:29 Seinka öllu flugi í Keflavík á morgun Öllum flugferðum Icelandair frá Keflavíkurflugvelli verður seinkað á morgun, gamlársdag, vegna veðurs. Útlit er fyrir erfið akstursskilyrði á Reykjanesbraut og í Reykjanesbæ í fyrramálið. 30. desember 2022 14:18 Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Innlent Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Innlent Fleiri fréttir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Sjá meira
Appelsínugul viðvörun á morgun og Vegagerðin í viðbragðsstöðu Appelsínugul viðvörun tekur gildi klukkan sjö á gamlársmorgun á Suðurlandi og gular viðaranir verða víða í gildi á morgun. Vegagerðin er í viðbragðsstöðu vegna hugsanlegra lokana á Reykjanesbraut í nótt. 30. desember 2022 17:29
Seinka öllu flugi í Keflavík á morgun Öllum flugferðum Icelandair frá Keflavíkurflugvelli verður seinkað á morgun, gamlársdag, vegna veðurs. Útlit er fyrir erfið akstursskilyrði á Reykjanesbraut og í Reykjanesbæ í fyrramálið. 30. desember 2022 14:18