Appelsínugul viðvörun á morgun og Vegagerðin í viðbragðsstöðu Árni Sæberg skrifar 30. desember 2022 17:29 Til þess gæti komið að Reykjanesbrautinni verði lokað á morgun. Vísir/Vilhelm Appelsínugul viðvörun tekur gildi klukkan sjö á gamlársmorgun á Suðurlandi og gular viðaranir verða víða í gildi á morgun. Vegagerðin er í viðbragðsstöðu vegna hugsanlegra lokana á Reykjanesbraut í nótt. Veðurstofa Íslands uppfærði viðvaranakort sitt fyrir skömmu. Nú er búist við snjókomu og skafrenningi víða á sunnan og vestanverðu landinu á morgun og éljum norðantil á nýársmorgunn. „Vegna hátíðanna er margt fólk á ferli og má því ætla að samfélagsleg áhrif veðursins verði mikil. Við bendum fólki á að fylgjast vel með veðurspá, viðvörunum og færð,“ segir í tilkynningu Veðurstofunnar. Á Suðurlandi verður appelsínugul viðvörun í gildi á milli 07 og 15 á morgun með austan hvassviðri og talsverðri eða mikilli snjókomu. Gul viðvörun tekur gildi klukkan 02 í nótt á Suðurlandi, Faxaflóa og Breiðafirði og gildir fram á hádegi á nýársdag. Klukkan 03 í nótt tekur gul viðvörun í gildi á Vestfjörðum vegna austan hvassviðri eða hríð og gildir til klukkan 17. Þá verður gul viðvörun í gildi milli klukkan 09 og 19 á morgun á Suðausturlandi vegna allhvassrar austanáttar með talsverðri eða mikilli snjókomu. Reiðubúnir að selflytja flugfarþega Í tilkynningu á vef Vegagerðarinnar eru vegfarendur og þeir sem eiga pantað flug að morgni gamlársdags hvattir til að fylgjast vel með færð á vefnum umferdin.is og flugáætlunum flugfélaga. þar segir að færð verði víða þung á Suður- og Suðausturlandi og mögulega komi til þess að vegum verði lokað. „Vegna hugsanlegra lokana á Reykjanesbraut er Vegagerðin í viðbragðsstöðu og keppst verður við að halda Reykjanesbraut opinni eins mikið og kostur er. Ef til lokunar kemur er líklegt að skoðaður verði fylgdarakstur á rútum milli höfuðborgarsvæðis og flugstöðvar í samráði við Isavia,“ segir í tilkynningu Þá segir að til þess gæti komið að Hellisheiði og Þrengslavegi verði lokað milli 06 og 09. Líklega muni lægja að morgni gamlársdags en þó megi búast við því að færð geti spillst aðfaranótt nýársdags og fram eftir degi á nýársdag. Veður Umferð Færð á vegum Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Innlent Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Innlent Fleiri fréttir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Sjá meira
Veðurstofa Íslands uppfærði viðvaranakort sitt fyrir skömmu. Nú er búist við snjókomu og skafrenningi víða á sunnan og vestanverðu landinu á morgun og éljum norðantil á nýársmorgunn. „Vegna hátíðanna er margt fólk á ferli og má því ætla að samfélagsleg áhrif veðursins verði mikil. Við bendum fólki á að fylgjast vel með veðurspá, viðvörunum og færð,“ segir í tilkynningu Veðurstofunnar. Á Suðurlandi verður appelsínugul viðvörun í gildi á milli 07 og 15 á morgun með austan hvassviðri og talsverðri eða mikilli snjókomu. Gul viðvörun tekur gildi klukkan 02 í nótt á Suðurlandi, Faxaflóa og Breiðafirði og gildir fram á hádegi á nýársdag. Klukkan 03 í nótt tekur gul viðvörun í gildi á Vestfjörðum vegna austan hvassviðri eða hríð og gildir til klukkan 17. Þá verður gul viðvörun í gildi milli klukkan 09 og 19 á morgun á Suðausturlandi vegna allhvassrar austanáttar með talsverðri eða mikilli snjókomu. Reiðubúnir að selflytja flugfarþega Í tilkynningu á vef Vegagerðarinnar eru vegfarendur og þeir sem eiga pantað flug að morgni gamlársdags hvattir til að fylgjast vel með færð á vefnum umferdin.is og flugáætlunum flugfélaga. þar segir að færð verði víða þung á Suður- og Suðausturlandi og mögulega komi til þess að vegum verði lokað. „Vegna hugsanlegra lokana á Reykjanesbraut er Vegagerðin í viðbragðsstöðu og keppst verður við að halda Reykjanesbraut opinni eins mikið og kostur er. Ef til lokunar kemur er líklegt að skoðaður verði fylgdarakstur á rútum milli höfuðborgarsvæðis og flugstöðvar í samráði við Isavia,“ segir í tilkynningu Þá segir að til þess gæti komið að Hellisheiði og Þrengslavegi verði lokað milli 06 og 09. Líklega muni lægja að morgni gamlársdags en þó megi búast við því að færð geti spillst aðfaranótt nýársdags og fram eftir degi á nýársdag.
Veður Umferð Færð á vegum Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Innlent Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Innlent Fleiri fréttir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Sjá meira