Barwuah er 29 ára gamall og leikur með Ospitaletto í ítölsku fjórðu deildinni, en hann hefur áður verið dæmdur fyrir líkamsárás, fyrir um tíu árum síðan.
Hann er sagður hafa barið á 26 ára gömlum Túnisa fyrir utan næturklúbb í Brescia ásamt rapparanum Prince the Goat þann 22. desember síðastliðinn.
Fórnarlambið er sagt hafa sýnt fram á þónokkur beinbrot í andliti þegar hann tilkynnti um árásina til lögreglu.
Bróðir Barwuah, Mario Balotelli, lék með Inter og AC Milan, Manchester City og Liverpool snemma á ferlinum sem fjaraði út. Hann er í dag 32 ára gamall og leikur með Sion í Sviss en hann var liðsfélagi Birkis Bjarnasonar hjá Adana Demirspor í Tyrklandi síðasta vetur.
Il #fratello di #Balotelli, #Enock #Barwuah denunciato per una #rissa fuori da una #discoteca insieme a un #rapper https://t.co/9LporuafB2
— calciomercato.com (@cmdotcom) December 29, 2022