Forval verktaka að hefjast vegna nýrrar Ölfusárbrúar Kristján Már Unnarsson skrifar 30. desember 2022 06:00 Nýja Ölfusárbrúin verður 330 metra löng og með sextíu metra háum brúarstöpli. Vegagerðin Forval vegna smíði nýrrar Ölfusárbrúar verður auglýst í janúar og er stefnt að því að framkvæmdir hefjist síðla næsta árs. Brúarsmíðin verður þó talsvert seinna á ferðinni en búið var að lofa kjósendum. Fjallað var um verkefnið í fréttum Stöðvar 2 en brúin yfir þetta vatnsmesta fljót landsins verður eitt tignarlegasta mannvirki landsins, 330 metra löng og með sextíu metra háum brúarstöpli sem slagar upp í hæð Hallgrímskirkjuturns. Og núna er að komast hreyfing á verkið. Svona mun brúin líta út séð frá Selfossi.Vegagerðin „Núna í janúar ætlum við að auglýsa forval fyrir verktaka þannig að við getum valið úr hæfa aðila til að taka þátt í útboði, sem fer þá fram með vorinu, kannski í apríl-maí, og stefnum þá að því að það liggi fyrir verksamningur fyrir haustið,“ segir Guðmundur Valur Guðmundsson, framkvæmdastjóri þróunarsviðs Vegagerðarinnar. Guðmundur Valur Guðmundsson er framkvæmdastjóri þróunarsviðs Vegagerðarinnar.Egill Aðalsteinsson Verkið verður boðið út á grundvelli laga um samvinnuverkefni en Vegagerðin hélt kynningarfund um verkið í fyrra. Í framhaldi af honum var auglýst eftir áhugasömum aðilum og lýstu 9-12 aðilar yfir áhuga. „Við áttum samtöl við þá í sumar um verkið og þar með talið útfærslur á fjármögnun og hinu og þessu,“ segir Guðmundur. Svona geta menn ímyndað sér að útsýn ökumanns verði á brúnni í átt til Ingólfsfjalls.Vegagerðin Hann segir líklegt að farin verði sú leið að fjármögnun á framkvæmdatíma verði hluti af útboðspakkanum. Guðmundur telur þó óvarlegt að slá neinu föstu um brúartollinn en rifjar upp að síðastliðið vor hafi menn verið að tala um 300-400 krónur. Gjaldið ráðist þó af því á hve löngum tíma menn ætli að greiða verkið niður og hversu mikil notkunin verði á brúnni. Hann segir líklegt að framkvæmdir hefjist undir lok næsta árs og verði komnar á fullt árið 2024. Nýja Ölfusárbrúin mun setja svip á umhverfið.Vegagerðin Ráðherra samgöngumála var raunar búinn að segja kjósendum það fyrir síðustu þingkosningar að þessi glæsilega brú yrði tilbúin annaðhvort í lok árs 2023 eða á árinu 2024. En hvenær áætla menn núna verklok? „Miðað við þessar áætlanir og að þær gangi eftir þá ættum við 2026, þá ætti verkinu að vera lokið ,“ svarar framkvæmdastjóri þróunarsviðs Vegagerðarinnar. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Ný Ölfusárbrú Árborg Ölfus Vegtollar Vegagerð Samgöngur Tengdar fréttir Kynnir stofnun opinbers hlutafélags um gjaldtöku af vegum og göngum Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra hefur kynnt á samráðsgátt stjórnvalda áform um að stofna opinbert hlutafélag um uppbyggingu og rekstur samgönguinnviða. Helsta hlutverk félagsins verður að innheimta notkunargjöld, bæði af vegum og jarðgöngum. 19. júlí 2022 12:16 Sigurður Ingi lofar nýrri Ölfusárbrú í lok árs 2023 eða 2024 Sigurður Ingi Jóhannsson, samgönguráðherra lofar nýrri brú yfir Ölfusá við Selfoss í lok ársins 2023 eða árið 2024 en framkvæmdir við brúna verða boðnar út um næstu áramót. Brúin mun kosta um sex og hálfan milljarða króna og innheimtur verður vegatollur yfir hana. 6. júní 2021 12:18 Mest lesið Afdrif Hörpunnar enn á huldu Innlent Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Erlent Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Innlent Tveir menn handteknir eftir að hafa komið sér fyrir í sameign húss Innlent Vilja að starfsleyfi hjúkrunarfræðinga fylgi krafa um íslenskukunnáttu Innlent Joe Biden með krabbamein Erlent Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Innlent Sérstakar hleranir og símtölin sem gætu alltaf orðið til Innlent Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Erlent Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Erlent Fleiri fréttir Afdrif Hörpunnar enn á huldu Sérstakar hleranir og símtölin sem gætu alltaf orðið til Vilja að starfsleyfi hjúkrunarfræðinga fylgi krafa um íslenskukunnáttu Tveir menn handteknir eftir að hafa komið sér fyrir í sameign húss Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Saumandi hressar og skemmtilegar bútasaumskonur Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Besta maíveður í manna minnum og ungir ofurhugar Varað við bikblæðingum um land allt Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Tilraun með ræktun hveitis á Íslandi gefur góð fyrirheit Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Ekki hissa á góðu gengi Ísrael og innsetningarmessa páfans Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Staðan í hagkerfinu og alþjóðamálin Eins og að vera fangi í eigin líkama Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Sjá meira
Fjallað var um verkefnið í fréttum Stöðvar 2 en brúin yfir þetta vatnsmesta fljót landsins verður eitt tignarlegasta mannvirki landsins, 330 metra löng og með sextíu metra háum brúarstöpli sem slagar upp í hæð Hallgrímskirkjuturns. Og núna er að komast hreyfing á verkið. Svona mun brúin líta út séð frá Selfossi.Vegagerðin „Núna í janúar ætlum við að auglýsa forval fyrir verktaka þannig að við getum valið úr hæfa aðila til að taka þátt í útboði, sem fer þá fram með vorinu, kannski í apríl-maí, og stefnum þá að því að það liggi fyrir verksamningur fyrir haustið,“ segir Guðmundur Valur Guðmundsson, framkvæmdastjóri þróunarsviðs Vegagerðarinnar. Guðmundur Valur Guðmundsson er framkvæmdastjóri þróunarsviðs Vegagerðarinnar.Egill Aðalsteinsson Verkið verður boðið út á grundvelli laga um samvinnuverkefni en Vegagerðin hélt kynningarfund um verkið í fyrra. Í framhaldi af honum var auglýst eftir áhugasömum aðilum og lýstu 9-12 aðilar yfir áhuga. „Við áttum samtöl við þá í sumar um verkið og þar með talið útfærslur á fjármögnun og hinu og þessu,“ segir Guðmundur. Svona geta menn ímyndað sér að útsýn ökumanns verði á brúnni í átt til Ingólfsfjalls.Vegagerðin Hann segir líklegt að farin verði sú leið að fjármögnun á framkvæmdatíma verði hluti af útboðspakkanum. Guðmundur telur þó óvarlegt að slá neinu föstu um brúartollinn en rifjar upp að síðastliðið vor hafi menn verið að tala um 300-400 krónur. Gjaldið ráðist þó af því á hve löngum tíma menn ætli að greiða verkið niður og hversu mikil notkunin verði á brúnni. Hann segir líklegt að framkvæmdir hefjist undir lok næsta árs og verði komnar á fullt árið 2024. Nýja Ölfusárbrúin mun setja svip á umhverfið.Vegagerðin Ráðherra samgöngumála var raunar búinn að segja kjósendum það fyrir síðustu þingkosningar að þessi glæsilega brú yrði tilbúin annaðhvort í lok árs 2023 eða á árinu 2024. En hvenær áætla menn núna verklok? „Miðað við þessar áætlanir og að þær gangi eftir þá ættum við 2026, þá ætti verkinu að vera lokið ,“ svarar framkvæmdastjóri þróunarsviðs Vegagerðarinnar. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Ný Ölfusárbrú Árborg Ölfus Vegtollar Vegagerð Samgöngur Tengdar fréttir Kynnir stofnun opinbers hlutafélags um gjaldtöku af vegum og göngum Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra hefur kynnt á samráðsgátt stjórnvalda áform um að stofna opinbert hlutafélag um uppbyggingu og rekstur samgönguinnviða. Helsta hlutverk félagsins verður að innheimta notkunargjöld, bæði af vegum og jarðgöngum. 19. júlí 2022 12:16 Sigurður Ingi lofar nýrri Ölfusárbrú í lok árs 2023 eða 2024 Sigurður Ingi Jóhannsson, samgönguráðherra lofar nýrri brú yfir Ölfusá við Selfoss í lok ársins 2023 eða árið 2024 en framkvæmdir við brúna verða boðnar út um næstu áramót. Brúin mun kosta um sex og hálfan milljarða króna og innheimtur verður vegatollur yfir hana. 6. júní 2021 12:18 Mest lesið Afdrif Hörpunnar enn á huldu Innlent Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Erlent Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Innlent Tveir menn handteknir eftir að hafa komið sér fyrir í sameign húss Innlent Vilja að starfsleyfi hjúkrunarfræðinga fylgi krafa um íslenskukunnáttu Innlent Joe Biden með krabbamein Erlent Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Innlent Sérstakar hleranir og símtölin sem gætu alltaf orðið til Innlent Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Erlent Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Erlent Fleiri fréttir Afdrif Hörpunnar enn á huldu Sérstakar hleranir og símtölin sem gætu alltaf orðið til Vilja að starfsleyfi hjúkrunarfræðinga fylgi krafa um íslenskukunnáttu Tveir menn handteknir eftir að hafa komið sér fyrir í sameign húss Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Saumandi hressar og skemmtilegar bútasaumskonur Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Besta maíveður í manna minnum og ungir ofurhugar Varað við bikblæðingum um land allt Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Tilraun með ræktun hveitis á Íslandi gefur góð fyrirheit Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Ekki hissa á góðu gengi Ísrael og innsetningarmessa páfans Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Staðan í hagkerfinu og alþjóðamálin Eins og að vera fangi í eigin líkama Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Sjá meira
Kynnir stofnun opinbers hlutafélags um gjaldtöku af vegum og göngum Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra hefur kynnt á samráðsgátt stjórnvalda áform um að stofna opinbert hlutafélag um uppbyggingu og rekstur samgönguinnviða. Helsta hlutverk félagsins verður að innheimta notkunargjöld, bæði af vegum og jarðgöngum. 19. júlí 2022 12:16
Sigurður Ingi lofar nýrri Ölfusárbrú í lok árs 2023 eða 2024 Sigurður Ingi Jóhannsson, samgönguráðherra lofar nýrri brú yfir Ölfusá við Selfoss í lok ársins 2023 eða árið 2024 en framkvæmdir við brúna verða boðnar út um næstu áramót. Brúin mun kosta um sex og hálfan milljarða króna og innheimtur verður vegatollur yfir hana. 6. júní 2021 12:18