Valsmenn unnu þrefalt á síðasta tímabili; urðu deildar-, bikar- og Íslandsmeistarar. Þeir töpuðu aðeins einum leik í úrslitakeppninni. Þeir unnu Meistarakeppni HSÍ í byrjun þessa tímabils og hafa unnið sjö titla í röð. Þá gerði Valur það gott í Evrópudeildinni.
Valur fékk 111 atkvæði í kjörinu, 26 stigum meira en karlalandsliðið í handbolta sem endaði í 6. sæti á EM í janúar og vann níu af tólf leikjum sínum á árinu.
Í 3. sæti í kjörinu varð kvennalandsliðið í fótbolta sem tapaði ekki leik á EM í Englandi í sumar.
Lið ársins 2022 – stigin
1.Valur, meistaraflokkur karla í handbolta – 111
2.Íslenska karlalandsliðið í handbolta – 85
3.Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta – 19
4.Valur, meistaraflokkur kvenna í fótbolta – 16
Breiðablik, meistaraflokkur karla í fótbolta – 16
6. Íslenska karlalandsliðið í körfubolta – 14
7.Íslenska kvennalandsliðið í hópfimleikum – 11
8.Njarðvík, meistaraflokkur kvenna í körfubolta – 7
Alls tók 31 íþróttafréttamaður þátt í kjörinu og valdi hver og einn bestu lið ársins að sínu mati. Efsta sæti gaf fimm stig, 2. sæti þrjú stig og það þriðja eitt stig.