Íslendingar á Tenerife með magakveisu eftir hangikjötsveislu Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 29. desember 2022 14:27 Margir íslendingar sem ferðast hafa til Tenerife kannast við íslendingabarinn svokallaða, Nostalgíu Aðsend Nokkur fjöldi Íslendinga á Tenerife veiktist illa af magapest í kjölfar hangikjötsveislu á jóladag sem haldin var á íslenska veitingastaðnum Nostalgíu. Ekki er ljóst hvort um matareitrun sé að ræða en eigandi staðarins telur að um 40% gesta hafi veikst. Íslendingabarinn Nostalgía opnaði árið 2016 og hefur notið mikilla vinsælda. Metnaðarfull jóladagskrá var á staðnum líkt og síðustu ár, meðal annars var boðið upp á skötu-og saltfiskveislu, hátíðarveislu og hangikjöt. Á jóladag virðist eitthvað hafa farið úrskeiðis en fjöldi gesta veiktust í kjölfar hangikjötsveislu á staðnum. Algjörlega miður sín Herdís Hrönn Arnardóttir er eigandi Nostalgíu. Í samtali við fréttastofu segist hún hafa verið algjörlega miður sín síðustu daga vegna málsins. Hún segist fyrst um sinn hafi haldið að sjálft hangikjötið væri orsök veikindanna, að það hafi verið skemmt eða eitthvað misfarist í kælingu. En þegar kona sem borðaði kjúkling þetta kvöld en ekki hangikjöt veiktist líka fóru að renna á Herdísi tvær grímur. Herdís Hrönn ArnardóttirAðsend „Ég veit ekki hvernig matareitranir virka beint, hef verið að reyna lesa mér til um það. En eitthvað hefur það verið. Ég er engin sérfræðingur en get ekki ímyndað mér hvernig til dæmis uppstúfurinn ætti að hafa geta verið sýktur, þetta er bara mjólk, hveiti og smjör. Við erum bara á fullu, dag og nótt að reyna finna út úr þessu,“ segir Herdís. 40% gesta veiktust Herdís segist vita til þess að af 60 manns sem voru í veislunni hafi um 40% þeirra veikst. Einhverjir hafi veikst mjög fljótlega eftir matinn og kastað upp í um klukkustund en aðrir hafi verið veikir lengur. Áætlað var að halda aðra hangikjötsveislu á öðrum degi jóla en um leið og fréttir bárust af veikindum gesta á jóladag var hætt við hana. „Við fórum strax í það um morguninn að afbóka. Við hentum tugum af kjöti, þetta var talsvert tjón.“ Herdís segir þó aldrei annað hafa komið til greina en að taka fulla ábyrgð. „Við endurgreiddum öllum og hættum strax við seinni veisluna. Maður er alveg niðurbrotinn út af þessu.“ Bjart framundan Herdís ætlar þó að herða upp hugann og reyna að láta þetta ekki of mikið á sig fá. Framundan er áramótaveisla á Nostalgíu þar sem allt er upppantað og biðlistar eftir borði. „Það hefur enginn afbókað vegna þessa. Framundan er handbolti og mikið fjör. Við verðum bara að horfa fram á veginn og læra af þessu,“ segir Herdís og slær að lokum á létta strengi. „Verðum við ekki að vona að Bjarni Ben fari að gera einhvern skandal svo þetta gleymist í umræðunni?“ Íslendingar erlendis Jólamatur Mest lesið „Við vitum að þessu er stjórnað af Áslaugu Örnu“ Innlent Lýsir ógnarástandi í bekk dóttur sinnar: „Ofbeldið er enn þá alvarlegra en fólk heldur“ Innlent Samúel Jói og Shamsudin-tvíburarnir á leið í steininn Innlent Jóhann Páll hækkar hreindýraveiðileyfi hressilega Innlent Missa herbergið eftir allt saman: „Með eindæmum lítilmannlegt“ Innlent Svekktar og reiðar yfir viðbrögðum veitingamannsins Innlent Vilja afnema sérréttindi opinberra starfsmanna Innlent Ók á fólk á götum München: Segja að um árás sé að ræða og 27 eru særðir Erlent Flugfélögum verði skylt að afhenda farþegalista Innlent Kristín til aðstoðar forsætisráðherra Innlent Fleiri fréttir „Þetta er beinlínis hryllingur“ Hildur H. Dungal nýr skrifstofustjóri hjá Ingu Sæland Segja fullreynt að ræða við Vegagerðina og biðla til ráðherra um aðgerðir Sláandi myndskeið af meintu dýraníði og einhleypir koma saman Handtekinn grunaður um líkamsárás eftir að vitni elti hann uppi „Við viljum bara keyra hlutina í gang“ Ólafur Reynir nýr starfsmaður þingflokks Framsóknar Vilja afnema sérréttindi opinberra starfsmanna Hætta áætlunarflugi til Húsavíkur í næsta mánuði Jóhann Páll hækkar hreindýraveiðileyfi hressilega Missa herbergið eftir allt saman: „Með eindæmum lítilmannlegt“ Kristín til aðstoðar forsætisráðherra Lagði hendur á lögreglumenn í landgangi Undanþágubeiðninni ekki hafnað Samúel Jói og Shamsudin-tvíburarnir á leið í steininn Ekkert sem bendi til þess að þetta ætti ekki að takast Borgaryfirvöld svara engu og Búseti ekki séð neinar breytingatillögur Flugfélögum verði skylt að afhenda farþegalista „Séra Jón stjórnmálaflokkanna og bara Jón almennings“ Meirihlutaviðræður enn í gangi Sigrún aðstoðar kryddpíurnar í borginni Lýsir ógnarástandi í bekk dóttur sinnar: „Ofbeldið er enn þá alvarlegra en fólk heldur“ Fundað um afmarkaðan þátt kjaradeilunnar Saksóknari hefði þurft að geta í eyðurnar Stöðvar framkvæmdir við Þorlákshöfn vegna kæru brimbrettafólks „Við vitum að þessu er stjórnað af Áslaugu Örnu“ Samgöngustofa hafnar beiðni Norlandair um undanþágu frá lokun Húsbrot, þjófnaðir og slagsmál Vill auka eftirlit með þungaflutningum Líklegast að gos hefjist í seinni hluta febrúar Sjá meira
Íslendingabarinn Nostalgía opnaði árið 2016 og hefur notið mikilla vinsælda. Metnaðarfull jóladagskrá var á staðnum líkt og síðustu ár, meðal annars var boðið upp á skötu-og saltfiskveislu, hátíðarveislu og hangikjöt. Á jóladag virðist eitthvað hafa farið úrskeiðis en fjöldi gesta veiktust í kjölfar hangikjötsveislu á staðnum. Algjörlega miður sín Herdís Hrönn Arnardóttir er eigandi Nostalgíu. Í samtali við fréttastofu segist hún hafa verið algjörlega miður sín síðustu daga vegna málsins. Hún segist fyrst um sinn hafi haldið að sjálft hangikjötið væri orsök veikindanna, að það hafi verið skemmt eða eitthvað misfarist í kælingu. En þegar kona sem borðaði kjúkling þetta kvöld en ekki hangikjöt veiktist líka fóru að renna á Herdísi tvær grímur. Herdís Hrönn ArnardóttirAðsend „Ég veit ekki hvernig matareitranir virka beint, hef verið að reyna lesa mér til um það. En eitthvað hefur það verið. Ég er engin sérfræðingur en get ekki ímyndað mér hvernig til dæmis uppstúfurinn ætti að hafa geta verið sýktur, þetta er bara mjólk, hveiti og smjör. Við erum bara á fullu, dag og nótt að reyna finna út úr þessu,“ segir Herdís. 40% gesta veiktust Herdís segist vita til þess að af 60 manns sem voru í veislunni hafi um 40% þeirra veikst. Einhverjir hafi veikst mjög fljótlega eftir matinn og kastað upp í um klukkustund en aðrir hafi verið veikir lengur. Áætlað var að halda aðra hangikjötsveislu á öðrum degi jóla en um leið og fréttir bárust af veikindum gesta á jóladag var hætt við hana. „Við fórum strax í það um morguninn að afbóka. Við hentum tugum af kjöti, þetta var talsvert tjón.“ Herdís segir þó aldrei annað hafa komið til greina en að taka fulla ábyrgð. „Við endurgreiddum öllum og hættum strax við seinni veisluna. Maður er alveg niðurbrotinn út af þessu.“ Bjart framundan Herdís ætlar þó að herða upp hugann og reyna að láta þetta ekki of mikið á sig fá. Framundan er áramótaveisla á Nostalgíu þar sem allt er upppantað og biðlistar eftir borði. „Það hefur enginn afbókað vegna þessa. Framundan er handbolti og mikið fjör. Við verðum bara að horfa fram á veginn og læra af þessu,“ segir Herdís og slær að lokum á létta strengi. „Verðum við ekki að vona að Bjarni Ben fari að gera einhvern skandal svo þetta gleymist í umræðunni?“
Íslendingar erlendis Jólamatur Mest lesið „Við vitum að þessu er stjórnað af Áslaugu Örnu“ Innlent Lýsir ógnarástandi í bekk dóttur sinnar: „Ofbeldið er enn þá alvarlegra en fólk heldur“ Innlent Samúel Jói og Shamsudin-tvíburarnir á leið í steininn Innlent Jóhann Páll hækkar hreindýraveiðileyfi hressilega Innlent Missa herbergið eftir allt saman: „Með eindæmum lítilmannlegt“ Innlent Svekktar og reiðar yfir viðbrögðum veitingamannsins Innlent Vilja afnema sérréttindi opinberra starfsmanna Innlent Ók á fólk á götum München: Segja að um árás sé að ræða og 27 eru særðir Erlent Flugfélögum verði skylt að afhenda farþegalista Innlent Kristín til aðstoðar forsætisráðherra Innlent Fleiri fréttir „Þetta er beinlínis hryllingur“ Hildur H. Dungal nýr skrifstofustjóri hjá Ingu Sæland Segja fullreynt að ræða við Vegagerðina og biðla til ráðherra um aðgerðir Sláandi myndskeið af meintu dýraníði og einhleypir koma saman Handtekinn grunaður um líkamsárás eftir að vitni elti hann uppi „Við viljum bara keyra hlutina í gang“ Ólafur Reynir nýr starfsmaður þingflokks Framsóknar Vilja afnema sérréttindi opinberra starfsmanna Hætta áætlunarflugi til Húsavíkur í næsta mánuði Jóhann Páll hækkar hreindýraveiðileyfi hressilega Missa herbergið eftir allt saman: „Með eindæmum lítilmannlegt“ Kristín til aðstoðar forsætisráðherra Lagði hendur á lögreglumenn í landgangi Undanþágubeiðninni ekki hafnað Samúel Jói og Shamsudin-tvíburarnir á leið í steininn Ekkert sem bendi til þess að þetta ætti ekki að takast Borgaryfirvöld svara engu og Búseti ekki séð neinar breytingatillögur Flugfélögum verði skylt að afhenda farþegalista „Séra Jón stjórnmálaflokkanna og bara Jón almennings“ Meirihlutaviðræður enn í gangi Sigrún aðstoðar kryddpíurnar í borginni Lýsir ógnarástandi í bekk dóttur sinnar: „Ofbeldið er enn þá alvarlegra en fólk heldur“ Fundað um afmarkaðan þátt kjaradeilunnar Saksóknari hefði þurft að geta í eyðurnar Stöðvar framkvæmdir við Þorlákshöfn vegna kæru brimbrettafólks „Við vitum að þessu er stjórnað af Áslaugu Örnu“ Samgöngustofa hafnar beiðni Norlandair um undanþágu frá lokun Húsbrot, þjófnaðir og slagsmál Vill auka eftirlit með þungaflutningum Líklegast að gos hefjist í seinni hluta febrúar Sjá meira