Gallaðir flugeldar valda stórum hluta flugeldaslysa Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 29. desember 2022 13:01 Hjalti Már Björnsson yfirlæknir á bráðamóttöku hvetur fólk til að styrkja björgunarsveitir með öðrum hætti en flugeldakaupum. Vísir Árlega leita ríflega tuttugu manns á bráðamóttöku höfuðborgarsvæðisins vegna flugeldanotkunar. Í fjórum af hverjum tíu tilvikum voru vísbendingar um galla í flugeldum. Yfirlæknir bráðamóttöku hvetur fólk til að styrkja björgunarsveitir á annan máta en kaupa flugelda. Alls leituðu tvö hundruð fjörutíu og átta manns á bráðamóttöku Landspítalans vegna flugeldaslysa á árunum 2010 til 2022. Þetta kemur fram í nýrri rannsókn sem Björn V. Ólafsson læknanemi og Hjalti Már Björnsson yfirlæknir á bráðamóttöku gerðu og birtist í síðasta Læknablaði. „Á hverju ári kemur að meðaltali um tuttugu og einn á bráðamóttöku Landspítalans vegna flugeldaslysa en af heildarfjöldanum eru sex sem slasast á augum. Þá má búast við að um einn hljóti varanlegt heilsutjón,“ segir Hjalti. Hjalti segir að í hópnum séu ávallt eitt barn á leikskólaaldri. „Langalgengast er að leikskólabörnin slasist því þeim er rétt stjörnuljós. Við þurfum að passa en betur upp á börnin okkar hvað þetta varðar,“ segir hann. Kvenþjóðin skynsamari Karlar eru í meirihluta þeirra sem slasast af völdum flugelda eða um 73%. Hjalti hvetur karla til að gæta betur að sér. „Það virðist vera að kvenþjóðin sé skynsamari í þessu og fari varlegar. Þannig að við þurfum sérstaklega að hvetja til varúðar hvað varðar flugeldanotkun karlmanna,“ segir hann. Í fjórum af hverjum tíu tilvikum virtust slysin verða vegna galla í flugeldum. „Þannig að það er eitthvað sem þarf að athuga með gæði þessarar vöru einnig,“ segir Hjalti. Slysin líka vegna mikillar áfengisnotkunar Hjalti vill draga úr almennri notkun flugelda um áramót en týnir einnig fleira til. „Ég aðhyllist það að við drögum úr flugeldanotkun og förum varlega. Bæði er þessi slysatíðni áhyggjuefni en það er heldur ekki hægt að horfa fram hjá því að þessari flugeldanotkun fylgir gríðarleg losun af skaðlegum efnum sem eru slæm fyrir heilsuna alla og náttúruna alla. Þannig að ég vil hvetja landsmenn til að styrkja sínar björgunarsveitir með öðrum hætti í ár en að kaupa flugelda. Ég vil þó benda á að hluti af því að fólk endar á bráðamóttöku um áramót eins og önnur skemmtanakvöld er hreinlega áfengisneysla og slys og ofbeldi sem henni geta fylgt,“ segir Hjalti. Flugeldar Heilbrigðismál Tengdar fréttir Þrettán hlutu varanlegt heilsutjón vegna flugeldaslysa á rúmum áratug Tuttugu og einn einstaklingur þarf að meðaltali að leita á bráðamóttöku á hverju ári vegna flugeldaslysa og er þar af að meðaltali eitt barn á leikskólaaldri. Rannsakendur segja vert að íhuga að setja frekari skorður við innflutningi, sölu og notkun flugelda auk þess sem efla þurfi forvarnarstarf en slys vegna flugeldanotkunar séu umtalsvert vandamál hér á landi. 8. desember 2022 14:37 Verð á flugeldum hækkar vegna gengissveiflu Flugeldasala björgunarsveitanna hefst formlega í dag en verð á flugeldum hækkar frá því í fyrra vegna gengissveiflu. Formaður Landsbjargar segir flugeldasölu langmikilvægasta fjáröflunarliðinn þrátt fyrir að síðustu ár hafi björgunarsveitirnar reynt að hafa eggin í fleiri körfum. 28. desember 2022 12:54 Mest lesið Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Innlent Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Innlent Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Erlent Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Innlent Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Innlent Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Innlent Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Innlent Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Innlent Fleiri fréttir Órói mældist við Torfajökul Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Líklega fórnarlömb mansals og óhugnanlegt myndband af árás á bráðaliða Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Sýna íslensku með hreim þolinmæði Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Í skýjunum yfir samstöðu þjóðarinnar að byggja nýtt athvarf Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Áfram landris og skjálftar á Reykjanesskaga Langvarandi áhrif rafrettureykinga og nýtt Kvennaathvarf Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Veiðigjöld, tollahækkanir og skipulagður ritstuldur í Sprengisandi Dælubílarnir kallaðir út en húsráðandi náði að slökkva eldinn Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Beitti barefli í líkamsárás Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Sjá meira
Alls leituðu tvö hundruð fjörutíu og átta manns á bráðamóttöku Landspítalans vegna flugeldaslysa á árunum 2010 til 2022. Þetta kemur fram í nýrri rannsókn sem Björn V. Ólafsson læknanemi og Hjalti Már Björnsson yfirlæknir á bráðamóttöku gerðu og birtist í síðasta Læknablaði. „Á hverju ári kemur að meðaltali um tuttugu og einn á bráðamóttöku Landspítalans vegna flugeldaslysa en af heildarfjöldanum eru sex sem slasast á augum. Þá má búast við að um einn hljóti varanlegt heilsutjón,“ segir Hjalti. Hjalti segir að í hópnum séu ávallt eitt barn á leikskólaaldri. „Langalgengast er að leikskólabörnin slasist því þeim er rétt stjörnuljós. Við þurfum að passa en betur upp á börnin okkar hvað þetta varðar,“ segir hann. Kvenþjóðin skynsamari Karlar eru í meirihluta þeirra sem slasast af völdum flugelda eða um 73%. Hjalti hvetur karla til að gæta betur að sér. „Það virðist vera að kvenþjóðin sé skynsamari í þessu og fari varlegar. Þannig að við þurfum sérstaklega að hvetja til varúðar hvað varðar flugeldanotkun karlmanna,“ segir hann. Í fjórum af hverjum tíu tilvikum virtust slysin verða vegna galla í flugeldum. „Þannig að það er eitthvað sem þarf að athuga með gæði þessarar vöru einnig,“ segir Hjalti. Slysin líka vegna mikillar áfengisnotkunar Hjalti vill draga úr almennri notkun flugelda um áramót en týnir einnig fleira til. „Ég aðhyllist það að við drögum úr flugeldanotkun og förum varlega. Bæði er þessi slysatíðni áhyggjuefni en það er heldur ekki hægt að horfa fram hjá því að þessari flugeldanotkun fylgir gríðarleg losun af skaðlegum efnum sem eru slæm fyrir heilsuna alla og náttúruna alla. Þannig að ég vil hvetja landsmenn til að styrkja sínar björgunarsveitir með öðrum hætti í ár en að kaupa flugelda. Ég vil þó benda á að hluti af því að fólk endar á bráðamóttöku um áramót eins og önnur skemmtanakvöld er hreinlega áfengisneysla og slys og ofbeldi sem henni geta fylgt,“ segir Hjalti.
Flugeldar Heilbrigðismál Tengdar fréttir Þrettán hlutu varanlegt heilsutjón vegna flugeldaslysa á rúmum áratug Tuttugu og einn einstaklingur þarf að meðaltali að leita á bráðamóttöku á hverju ári vegna flugeldaslysa og er þar af að meðaltali eitt barn á leikskólaaldri. Rannsakendur segja vert að íhuga að setja frekari skorður við innflutningi, sölu og notkun flugelda auk þess sem efla þurfi forvarnarstarf en slys vegna flugeldanotkunar séu umtalsvert vandamál hér á landi. 8. desember 2022 14:37 Verð á flugeldum hækkar vegna gengissveiflu Flugeldasala björgunarsveitanna hefst formlega í dag en verð á flugeldum hækkar frá því í fyrra vegna gengissveiflu. Formaður Landsbjargar segir flugeldasölu langmikilvægasta fjáröflunarliðinn þrátt fyrir að síðustu ár hafi björgunarsveitirnar reynt að hafa eggin í fleiri körfum. 28. desember 2022 12:54 Mest lesið Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Innlent Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Innlent Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Erlent Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Innlent Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Innlent Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Innlent Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Innlent Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Innlent Fleiri fréttir Órói mældist við Torfajökul Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Líklega fórnarlömb mansals og óhugnanlegt myndband af árás á bráðaliða Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Sýna íslensku með hreim þolinmæði Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Í skýjunum yfir samstöðu þjóðarinnar að byggja nýtt athvarf Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Áfram landris og skjálftar á Reykjanesskaga Langvarandi áhrif rafrettureykinga og nýtt Kvennaathvarf Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Veiðigjöld, tollahækkanir og skipulagður ritstuldur í Sprengisandi Dælubílarnir kallaðir út en húsráðandi náði að slökkva eldinn Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Beitti barefli í líkamsárás Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Sjá meira
Þrettán hlutu varanlegt heilsutjón vegna flugeldaslysa á rúmum áratug Tuttugu og einn einstaklingur þarf að meðaltali að leita á bráðamóttöku á hverju ári vegna flugeldaslysa og er þar af að meðaltali eitt barn á leikskólaaldri. Rannsakendur segja vert að íhuga að setja frekari skorður við innflutningi, sölu og notkun flugelda auk þess sem efla þurfi forvarnarstarf en slys vegna flugeldanotkunar séu umtalsvert vandamál hér á landi. 8. desember 2022 14:37
Verð á flugeldum hækkar vegna gengissveiflu Flugeldasala björgunarsveitanna hefst formlega í dag en verð á flugeldum hækkar frá því í fyrra vegna gengissveiflu. Formaður Landsbjargar segir flugeldasölu langmikilvægasta fjáröflunarliðinn þrátt fyrir að síðustu ár hafi björgunarsveitirnar reynt að hafa eggin í fleiri körfum. 28. desember 2022 12:54