Áforma að ganga inn í tilboð PT Capital og stækka stöðu sína í Arctic Adventures
![Arctic Adventures er stærsta afþreyingarfyrirtækið í íslenskri ferðaþjónustu og er verðmetið á samtals meira en tólf milljarða í viðskiptunum.](https://www.visir.is/i/37C00E1B77F7C719DD4E505FB876C63AD7C6A88FE4776E9D0D1C5C590BC5CE71_713x0.jpg)
Fjárfestingafélagið PT Capital frá Alaska, sem er meðal annars stór hluthafi í Nova og Keahótelum, hefur gert tilboð í eignarhlut þriggja hluthafa í Arctic Adventures, samanlagt tæplega helmingshlut. Aðrir hluthafar í félaginu stefna hins vegar að því að nýta sér forkaupsrétt og ganga inn í tilboð PT Capital og þannig stækka umtalsvert við eignarhlut sinn í íslenska ferðaþjónustufyrirtækinu.
Tengdar fréttir
![](https://www.visir.is/i/07B85D0CDB68204FAFB5FEA93723668A7723E701B8038C4DBD010802FDC0C65F_308x200.jpg)
Tekjur Arctic Adventures jukust um 50 prósent milli ára
Rekstrartekjur Arctic Adventures, sem er stærsta afþreyingarfyrirtækið í íslenskri ferðaþjónustu, námu rúmlega 2,3 milljörðum króna á síðasta ári og jukust um 50 prósent milli ára. Þetta kemur fram í nýbirtum ársreikningi fyrirtækisins.