Hafnar gagnrýni: „Hér er kafbátaeftirlit og regluleg lofthelgisgæsla“ Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 28. desember 2022 19:01 Forsætisráðherra hafnar alfarið gagnrýni á að það skorti frekari varnir í nýrri tillögu um breytingar á þjóðaröryggisstefnu landsins. Prófessor í stjórnmálafræði segir ríkja þögn um hervarnir Íslands. Baldur Þórhallsson prófessor í stjórnmálafræði skrifaði í gær gagnrýni á Facebook um nýjar tillögur um breytingar á þjóðaröryggisstefnu Íslendinga Baldur segir skorta kafla um hervarnir. „Það er tekið vel á almannavarnarþættinum en þegar kemur að hervörnum þá ríkir einfaldlega þögn. Þá er eins og íslensk stjórnvöld hafi ekki tekið afstöðu til þess hvernig þau vilja haga varnarviðbúnaði í Keflavík og þau láti það einfaldlega eftir bandalagsríkjum okkar, segir Baldur. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra hafnar þessari gagnrýni en hún leggur fram nýju tillöguna. „Þjóðaröryggisstefna Íslendinga tekur á öryggishugtakinu með mjög breiðum hætti þannig að það er ekki eingöngu verið að fjalla um varnarmál. Það er hins vegar fjallað um þau þó annað sé gefið í skin í þeirri grein sem þú vísar til,“ segir Katrín. Baldur gagnrýnir enn fremur að í nýrri tillögu sé ekki heldur tekið mið af hernaðarlegu mikilvægi Íslands. En í nýrri skýrslu Þjóðaröryggisráðsins kemur fram að hernaðarlegt mikilvægi Íslands hafi aukist vegna vaxandi spennu í samskiptum Rússlands og vestrænna ríkja. Katrín vísar þessari gagnrýni á bug. „Mér finnst Ísland hafa talað mjög skýrt á alþjóðavettvangi í tilefni af árásinni á Úkraínu. Við höfum tekið fullan þátt í þeirri vinnu sem hefur farið fram bæði á innan Evrópu og á vettvangi Atlantshafsbandalagsins. Hér er kafbátaeftirlit og regluleg lofthelgisgæsla og við erum auðvitað í mjög nánu samtali við þær þjóðir sem við erum að vinna með í þeim málum,“ segir Katrín. Baldur segir nýju tillöguna og þjóðaröryggisstefnuna litast af Vinstri grænum. „Vinstri græn eru á móti aðild Íslands að Nató. Trúa ekki á varnarþáttinn og vilja ekki varnarviðbúnað. Þessir þættir sérstaklega fælingarstefnan gagnaðist okkur mjög vel á tímum Kalda stríðsins. Ég held stefna Vinstri grænna liti öryggis og varnarstefnuna meira en maður heldur við fyrstu sýn, “ segir Baldur. Katrín segir mikilvægt að horfa til fleiri þátta en varnarmála. „Ísland er friðsælasta land í heimi og það byggir á þessari breiðu sýn að við séum ekki bara að hugsa um þessi hefðbundnu varnar-og öryggismál sem við vissulega gerum heldur líka samfélagslegt öryggi,“ segir Katrín. Öryggis- og varnarmál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Innlent Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Innlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Fleiri fréttir Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu Sjá meira
Baldur Þórhallsson prófessor í stjórnmálafræði skrifaði í gær gagnrýni á Facebook um nýjar tillögur um breytingar á þjóðaröryggisstefnu Íslendinga Baldur segir skorta kafla um hervarnir. „Það er tekið vel á almannavarnarþættinum en þegar kemur að hervörnum þá ríkir einfaldlega þögn. Þá er eins og íslensk stjórnvöld hafi ekki tekið afstöðu til þess hvernig þau vilja haga varnarviðbúnaði í Keflavík og þau láti það einfaldlega eftir bandalagsríkjum okkar, segir Baldur. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra hafnar þessari gagnrýni en hún leggur fram nýju tillöguna. „Þjóðaröryggisstefna Íslendinga tekur á öryggishugtakinu með mjög breiðum hætti þannig að það er ekki eingöngu verið að fjalla um varnarmál. Það er hins vegar fjallað um þau þó annað sé gefið í skin í þeirri grein sem þú vísar til,“ segir Katrín. Baldur gagnrýnir enn fremur að í nýrri tillögu sé ekki heldur tekið mið af hernaðarlegu mikilvægi Íslands. En í nýrri skýrslu Þjóðaröryggisráðsins kemur fram að hernaðarlegt mikilvægi Íslands hafi aukist vegna vaxandi spennu í samskiptum Rússlands og vestrænna ríkja. Katrín vísar þessari gagnrýni á bug. „Mér finnst Ísland hafa talað mjög skýrt á alþjóðavettvangi í tilefni af árásinni á Úkraínu. Við höfum tekið fullan þátt í þeirri vinnu sem hefur farið fram bæði á innan Evrópu og á vettvangi Atlantshafsbandalagsins. Hér er kafbátaeftirlit og regluleg lofthelgisgæsla og við erum auðvitað í mjög nánu samtali við þær þjóðir sem við erum að vinna með í þeim málum,“ segir Katrín. Baldur segir nýju tillöguna og þjóðaröryggisstefnuna litast af Vinstri grænum. „Vinstri græn eru á móti aðild Íslands að Nató. Trúa ekki á varnarþáttinn og vilja ekki varnarviðbúnað. Þessir þættir sérstaklega fælingarstefnan gagnaðist okkur mjög vel á tímum Kalda stríðsins. Ég held stefna Vinstri grænna liti öryggis og varnarstefnuna meira en maður heldur við fyrstu sýn, “ segir Baldur. Katrín segir mikilvægt að horfa til fleiri þátta en varnarmála. „Ísland er friðsælasta land í heimi og það byggir á þessari breiðu sýn að við séum ekki bara að hugsa um þessi hefðbundnu varnar-og öryggismál sem við vissulega gerum heldur líka samfélagslegt öryggi,“ segir Katrín.
Öryggis- og varnarmál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Innlent Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Innlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Fleiri fréttir Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu Sjá meira