Verð á flugeldum hækkar vegna gengissveiflu Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 28. desember 2022 12:54 Otti Rafn Sigmarsson er formaður Slysavarnafélagsins Landsbjargar. Landsbjörg Flugeldasala björgunarsveitanna hefst formlega í dag en verð á flugeldum hækkar frá því í fyrra vegna gengissveiflu. Formaður Landsbjargar segir flugeldasölu langmikilvægasta fjáröflunarliðinn þrátt fyrir að síðustu ár hafi björgunarsveitirnar reynt að hafa eggin í fleiri körfum. Frá og með deginum í dag er notkun og sala skotelda heimil en lögregluyfirvöld vilja minna á að samkvæmt reglugerð er almenn notkun skotelda leyfð frá 28 desember til 6. janúar en að notkun þeirra sé alltaf bönnuð frá tíu á kvöldin til tíu á morgnanna að undanskilinni nýársnótt. Otti Rafn Sigmarsson, formaður Slysavarnafélagsins Landsbjargar, segir flugeldasöluna vega þungt. „Þetta er bara okkar langstærsti fjáröflunarliður og er í raun og veru það sem rekur langflestar björgunarsveitir á landinu.“ Um það bil fimmtán prósenta hækkun verður á verði flugelda milli ára. „Það er einhver verðmunur sem skýrist af sveiflum á genginu en það er annars ekkert stórvægilegt.“ Rúmlega átta hundruð björgunarsveitarmenn hafa tekið þátt í verkefnum undanfarinna daga. „Það er búið að vera sérstaklega mikið álag núna síðustu daga og í undirbúningi flugeldasölunnar og í aðdraganda jólanna og yfir jólin en ég held að það séu allir búnir að ná vopnum ´sinum aftur og við hlökkum bara til.“ Umhverfisstofnun hvatti fólk í gær til þess að kaupa ekki flugelda vegna mengunar. „Það er auðvitað bara öllum frjálst að hafa sínar skoðanir á þessu og allt í góðu með það en finnst þetta auðvitað óheppilegt en við höfum svona lagt okkur að mörkum að gera þetta betur og minnka mengun af flugeldum og lagt svolítið upp úr því á síðustu árum en þetta er auðvitað bara svona.“ Síðustu ár hafa björgunarsveitirnar reynt að fjölga fjáröflunarleiðum til að þurfa ekki að vera eins mikið háðar flugeldasölunni. „Þessi umræða hefur verið á lofti innan okkar raða í mörg ár en á sama tíma hefur bara kostnaður við rekstur björgunarsveita aukist gríðarlega og útköllum fjölgað og verkefnið stækkað þannig að við einhvern veginn náum ekki í skottið á okkur með það en við erum alltaf að reyna,“ segir Otti Rafn Sigmarsson er formaður Slysavarnafélagsins Landsbjargar. Flugeldar Umhverfismál Áramót Verðlag Neytendur Tengdar fréttir Vilja fækka flugeldum Áramótin nálgast og eftir að samkomubönn settu strik í reikninginn síðastliðin tvenn áramót eru engin slík fyrir hendi í dag. Landsmenn geta því tekið aftur upp hefðir sem ef til vill var búið að slaufa. 27. desember 2022 20:30 Hundurinn Píla sem týndist á jóladag fundinn Hundurinn Píla skelfdist eftir að flugeldar voru sprengdir skammt frá henni í göngutúr og sleit sig lausa. 36 tímum síðar fannst hún. Ráðgjafi hjá Dýrfinni minnir hundaeigendur á að merkja hunda sína vel. 27. desember 2022 23:58 Best sé að sleppa alveg flugeldunum Umhverfisstofnun hvetur landsmenn til að sleppa flugeldum alveg eða stilla notkun þeirra verulega í hóf. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef stofnunarinnar. 22. desember 2022 15:43 Mest lesið Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Erlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi Erlent Ekkert bólaði á ræðumanni Innlent Fleiri fréttir Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Sjá meira
Frá og með deginum í dag er notkun og sala skotelda heimil en lögregluyfirvöld vilja minna á að samkvæmt reglugerð er almenn notkun skotelda leyfð frá 28 desember til 6. janúar en að notkun þeirra sé alltaf bönnuð frá tíu á kvöldin til tíu á morgnanna að undanskilinni nýársnótt. Otti Rafn Sigmarsson, formaður Slysavarnafélagsins Landsbjargar, segir flugeldasöluna vega þungt. „Þetta er bara okkar langstærsti fjáröflunarliður og er í raun og veru það sem rekur langflestar björgunarsveitir á landinu.“ Um það bil fimmtán prósenta hækkun verður á verði flugelda milli ára. „Það er einhver verðmunur sem skýrist af sveiflum á genginu en það er annars ekkert stórvægilegt.“ Rúmlega átta hundruð björgunarsveitarmenn hafa tekið þátt í verkefnum undanfarinna daga. „Það er búið að vera sérstaklega mikið álag núna síðustu daga og í undirbúningi flugeldasölunnar og í aðdraganda jólanna og yfir jólin en ég held að það séu allir búnir að ná vopnum ´sinum aftur og við hlökkum bara til.“ Umhverfisstofnun hvatti fólk í gær til þess að kaupa ekki flugelda vegna mengunar. „Það er auðvitað bara öllum frjálst að hafa sínar skoðanir á þessu og allt í góðu með það en finnst þetta auðvitað óheppilegt en við höfum svona lagt okkur að mörkum að gera þetta betur og minnka mengun af flugeldum og lagt svolítið upp úr því á síðustu árum en þetta er auðvitað bara svona.“ Síðustu ár hafa björgunarsveitirnar reynt að fjölga fjáröflunarleiðum til að þurfa ekki að vera eins mikið háðar flugeldasölunni. „Þessi umræða hefur verið á lofti innan okkar raða í mörg ár en á sama tíma hefur bara kostnaður við rekstur björgunarsveita aukist gríðarlega og útköllum fjölgað og verkefnið stækkað þannig að við einhvern veginn náum ekki í skottið á okkur með það en við erum alltaf að reyna,“ segir Otti Rafn Sigmarsson er formaður Slysavarnafélagsins Landsbjargar.
Flugeldar Umhverfismál Áramót Verðlag Neytendur Tengdar fréttir Vilja fækka flugeldum Áramótin nálgast og eftir að samkomubönn settu strik í reikninginn síðastliðin tvenn áramót eru engin slík fyrir hendi í dag. Landsmenn geta því tekið aftur upp hefðir sem ef til vill var búið að slaufa. 27. desember 2022 20:30 Hundurinn Píla sem týndist á jóladag fundinn Hundurinn Píla skelfdist eftir að flugeldar voru sprengdir skammt frá henni í göngutúr og sleit sig lausa. 36 tímum síðar fannst hún. Ráðgjafi hjá Dýrfinni minnir hundaeigendur á að merkja hunda sína vel. 27. desember 2022 23:58 Best sé að sleppa alveg flugeldunum Umhverfisstofnun hvetur landsmenn til að sleppa flugeldum alveg eða stilla notkun þeirra verulega í hóf. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef stofnunarinnar. 22. desember 2022 15:43 Mest lesið Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Erlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi Erlent Ekkert bólaði á ræðumanni Innlent Fleiri fréttir Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Sjá meira
Vilja fækka flugeldum Áramótin nálgast og eftir að samkomubönn settu strik í reikninginn síðastliðin tvenn áramót eru engin slík fyrir hendi í dag. Landsmenn geta því tekið aftur upp hefðir sem ef til vill var búið að slaufa. 27. desember 2022 20:30
Hundurinn Píla sem týndist á jóladag fundinn Hundurinn Píla skelfdist eftir að flugeldar voru sprengdir skammt frá henni í göngutúr og sleit sig lausa. 36 tímum síðar fannst hún. Ráðgjafi hjá Dýrfinni minnir hundaeigendur á að merkja hunda sína vel. 27. desember 2022 23:58
Best sé að sleppa alveg flugeldunum Umhverfisstofnun hvetur landsmenn til að sleppa flugeldum alveg eða stilla notkun þeirra verulega í hóf. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef stofnunarinnar. 22. desember 2022 15:43
Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels