Harðorður vegna aðgerðarleysis stjórnvalda í öryggismálum Ólafur Björn Sverrisson skrifar 27. desember 2022 21:37 Baldur Þórhallsson, stjórnmálafræðiprófessor við Háskóla Íslands. Vísir/Vilhelm Baldur Þórhallsson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands, segir nýjar tillögur um breytingar á þjóðaröryggisstefnu Íslands svipta hulunni af „æpandi andvaraleysi íslenskra stjórnvalda þegar kemur að varnar- og öryggismálum“. Hann er harðorður í garð íslenskra stjórnvalda vegna aðgerðarleysis í kjölfar innrásar Rússa í Úkraínu og segir stefnuna litast af viðhorfi Vinstri grænna. Í nýrri skýrslu þjóðaröryggisráðs kemur fram að hernaðarlegt mikilvægi Íslands hafi aukist vegna vaxandi spennu í samskiptum Rússlands og vestrænna ríkja. Þar er lögð áhersla á virka þátttöku Íslands í þeim alþjóðastofnunum sem við eigum aðild að og fara með öryggis- og varnarmál. Baldur segir hins vegar að í tillögu að breytingu á þingsályktunartillögu um breytingar á þjóðaröryggisstefnu sé ekki fjallað um hvernig að þessum breytingum skuli standa og að skýrslan leggi áherslu á hefðbundnar almannavarnir en ekki hervarnir. „Það er ekkert samræmi á milli þessarar þingsályktunartillögu forsætisráðherra og nýrrar skýrslu þjóðaröryggisráðs um nýtt hernaðarlegt mikilvægi Íslands í kjölfar innrásar Rússa í Úkraínu, raunar er ekkert minnst á þessa nýju stöðu eða mótuð stefna eða gerðar áætlanir í samræmi við hana,“ segir Baldur í samtali við Vísi. Þörf á varnaráætlun Á sama tíma hafi allar aðrar nágrannaþjóðir okkar mótað nýjar varnaráætlanir. „Hér á landi hefur forsætisráðherra einungis boðað breytingar sem lúta að almannavörnum en ekki hervörnum. Mér finnst mikilvægt að þetta verði unnið mun betur.“ Í skýrslu þjóðaröryggisráðs er ýmislegt nefnt sem skuli koma til álita í öryggismálum landsins; ný grunnstefna NATO, norræn varnarsamvinna, ógn við stöðugleika á Norðurslóðum og að hernaðarlegt mikilvægi hafsvæðis í kringum landið hafi aukist. „En ekkert er kveðið á um hvað íslensk stjórnvöld vilji gera í tengslum við þetta. Hvers konar stefnu eða aðgerða þau vilja grípa til í tengslum við þessar umfangsmiklu breytingar í öryggismálum í Evrópu, stjórnvöld hafa ekki svarað því.“ Hann segir því að verið sé að útvista öryggis- og varnarmálum til bandalagsþjóða innan NATO. „Við virðumst líka í opinberri umræðu hafa voðalega takmarkaða skoðun á þessu sjálf.“ „Mér finnst þetta ekki ganga upp vegna þess að við verðum sjálf að meta hvers konar varnir við viljum hafa til staðar.“ Einnig verði að taka hugsanleg útbreiðsluáhrif stríðsins í Úkraínu inn í stefnumótun hérlendis. „Það hafa aldrei verið meiri líkur á að stríð breiðist út í Evrópu frá lokum síðari heimsstyrjaldar. Nú er ég ekki að segja að það muni eiga sér stað en í tillögum forsætisráðherra er ekkert gert ráð fyrir þeim skelfilega möguleika. Ég tel að það sé mjög mikilvægt að gera það,“ segir Baldur. Gætir áhrifa VG Þá segir Baldur að vægi Vinstri grænna birtist í stefnu ríkisstjórnarinnar í öryggis- og varnarmálum. „Líklega hafa Vinstri græn meiri áhrif á þessa stefnu en maður heldur við fyrstu sýn.“ „Þetta birtist með þeim hætti að það virðist ekki vera trú á fælingarmátt varna og varnarviðbúnaðar sem virkaði vel á tímum kalda stríðsins. Stefna Vinstri grænna um hlutleysi er góð og gild en mér finnst hún marka þessi plögg.“ Þögn Vinstri grænna um varnarviðbúnað hlutleysi íslenskra stjórnvalda í þeim efnum liti einnig áætlanir stjórnvalda. „Mér finnst ekki ásættanlegt, líkt og oft kemur fram hjá ráðamönnum þegar þeir eru spurðir að því hvernig við eigum hér heima fyrir að bregðast við ástandinu í Úkraínu, að velta boltanum yfir á bandalagsþjóðir okkar og segja við viljum sjá hvernig þau ætla að gera þetta. Vegna þess að við getum haft aðra afstöðu til þess hvernig best sé að tryggja varnir Íslands en Bandaríkin eða Norðmenn.“ Öryggis- og varnarmál Innrás Rússa í Úkraínu Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Vinstri græn Mest lesið Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Minni tekjur góðar fréttir Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Innlent Næringarfræðingur segir próteinbita dulbúið sælgæti Innlent Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Innlent Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Lífið „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Fleiri fréttir Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Sjá meira
Í nýrri skýrslu þjóðaröryggisráðs kemur fram að hernaðarlegt mikilvægi Íslands hafi aukist vegna vaxandi spennu í samskiptum Rússlands og vestrænna ríkja. Þar er lögð áhersla á virka þátttöku Íslands í þeim alþjóðastofnunum sem við eigum aðild að og fara með öryggis- og varnarmál. Baldur segir hins vegar að í tillögu að breytingu á þingsályktunartillögu um breytingar á þjóðaröryggisstefnu sé ekki fjallað um hvernig að þessum breytingum skuli standa og að skýrslan leggi áherslu á hefðbundnar almannavarnir en ekki hervarnir. „Það er ekkert samræmi á milli þessarar þingsályktunartillögu forsætisráðherra og nýrrar skýrslu þjóðaröryggisráðs um nýtt hernaðarlegt mikilvægi Íslands í kjölfar innrásar Rússa í Úkraínu, raunar er ekkert minnst á þessa nýju stöðu eða mótuð stefna eða gerðar áætlanir í samræmi við hana,“ segir Baldur í samtali við Vísi. Þörf á varnaráætlun Á sama tíma hafi allar aðrar nágrannaþjóðir okkar mótað nýjar varnaráætlanir. „Hér á landi hefur forsætisráðherra einungis boðað breytingar sem lúta að almannavörnum en ekki hervörnum. Mér finnst mikilvægt að þetta verði unnið mun betur.“ Í skýrslu þjóðaröryggisráðs er ýmislegt nefnt sem skuli koma til álita í öryggismálum landsins; ný grunnstefna NATO, norræn varnarsamvinna, ógn við stöðugleika á Norðurslóðum og að hernaðarlegt mikilvægi hafsvæðis í kringum landið hafi aukist. „En ekkert er kveðið á um hvað íslensk stjórnvöld vilji gera í tengslum við þetta. Hvers konar stefnu eða aðgerða þau vilja grípa til í tengslum við þessar umfangsmiklu breytingar í öryggismálum í Evrópu, stjórnvöld hafa ekki svarað því.“ Hann segir því að verið sé að útvista öryggis- og varnarmálum til bandalagsþjóða innan NATO. „Við virðumst líka í opinberri umræðu hafa voðalega takmarkaða skoðun á þessu sjálf.“ „Mér finnst þetta ekki ganga upp vegna þess að við verðum sjálf að meta hvers konar varnir við viljum hafa til staðar.“ Einnig verði að taka hugsanleg útbreiðsluáhrif stríðsins í Úkraínu inn í stefnumótun hérlendis. „Það hafa aldrei verið meiri líkur á að stríð breiðist út í Evrópu frá lokum síðari heimsstyrjaldar. Nú er ég ekki að segja að það muni eiga sér stað en í tillögum forsætisráðherra er ekkert gert ráð fyrir þeim skelfilega möguleika. Ég tel að það sé mjög mikilvægt að gera það,“ segir Baldur. Gætir áhrifa VG Þá segir Baldur að vægi Vinstri grænna birtist í stefnu ríkisstjórnarinnar í öryggis- og varnarmálum. „Líklega hafa Vinstri græn meiri áhrif á þessa stefnu en maður heldur við fyrstu sýn.“ „Þetta birtist með þeim hætti að það virðist ekki vera trú á fælingarmátt varna og varnarviðbúnaðar sem virkaði vel á tímum kalda stríðsins. Stefna Vinstri grænna um hlutleysi er góð og gild en mér finnst hún marka þessi plögg.“ Þögn Vinstri grænna um varnarviðbúnað hlutleysi íslenskra stjórnvalda í þeim efnum liti einnig áætlanir stjórnvalda. „Mér finnst ekki ásættanlegt, líkt og oft kemur fram hjá ráðamönnum þegar þeir eru spurðir að því hvernig við eigum hér heima fyrir að bregðast við ástandinu í Úkraínu, að velta boltanum yfir á bandalagsþjóðir okkar og segja við viljum sjá hvernig þau ætla að gera þetta. Vegna þess að við getum haft aðra afstöðu til þess hvernig best sé að tryggja varnir Íslands en Bandaríkin eða Norðmenn.“
Öryggis- og varnarmál Innrás Rússa í Úkraínu Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Vinstri græn Mest lesið Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Minni tekjur góðar fréttir Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Innlent Næringarfræðingur segir próteinbita dulbúið sælgæti Innlent Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Innlent Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Lífið „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Fleiri fréttir Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Sjá meira