Ugla tók að sér fjóra kettlinga eftir að mamma þeirra dó Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 27. desember 2022 20:05 Kettlingarnir hafa fengið nöfnin Kría, Ugla, Lóa og Gaukur, allt fuglanöfn. Helga Einarsdóttir Læðan Ugla er mögnuð kisa og mikil móðir því hún tók að sér fjóra kettlinga eftir að mamma þeirra dó. Ugla mjólkar vel fyrir kettlingana og er dugleg að þvo þeim að sinna á allan annan hátt. Ugla er fædd 19. júní 2018 er er af tegundinni Abyssinian. Hún er frá Kolsholti í Flóahreppi. Hún hefur átt tvö got. Sagan er sú að sjö kettlingarnir hennar Rauða Rauðhetta, sem er Norskur skógarköttur frá Hlíðarenda voru nýlega teknir með keisara en hún dó eftir það vegna veikinda, og einn kettlingurinn líka. Tveimur kettlingum var komið fyrir í Grindavík og fjórum hjá Helgu Einarsdóttur og Uglu í Reykjavík. Kettlingarnir hafa fengið nöfnin Kría, Ugla, Lóa og Gaukur, allt fuglanöfn. „Ugla er rosalega dugleg en ég náttúrulega passa mjög vel að fóðra hana. Ég kem heim á daginn til að gefa henni auka gjöf, annað hvort ég eða maðurinn minn,” segir Helga Einarsdóttir, eigandi Uglu. „Leið og hún kom og sá litlu kettlingana, sem ég kom með til hennar þá lét Ugla mig bara vita; “Komdu þér í burtu, þetta er mitt, þetta er ekki þitt”, hún tók þá strax,” segir Ásdís Gunnarsdóttir, eigandi kettlinganna, alsæl með „nýju mömmu“ þeirra. Kettlingarnir fá nóg af mjólk hjá Uglu og eru duglegir að vera á spenunum hjá henni.Helga Einarsdóttir Helga og Ásdís eru sammála um að þetta hafi verið kraftaverka got af því að kettlingarnir voru ekki nema átta vikna þegar þeir fæddust. „Þetta er bara voðalega gaman og gaman að sjá þessa stóru hnoðra, þeir eru náttúrulega töluvert stærri en ég er vön með mína kettlinga þegar þeir hafa verið,” segir Helga og bætir við. „Hún er að gera góða hluti hún Ugla mín. Hún meðhöndlar þá nákvæmlega eins og sína eigin kettlinga úr gotunum hennar. Það er engin munur þar á, hún kallar eins á þá, það er bara smá meiri fyrirferð þegar það er verið að gefa þeim að drekka.” En hvað verður nú um kettlingana? „Nú er bara að finna bestu heimili, sem hægt er að finna,” segir Ásdís. Helga (t.v.) og Ásdís eru alsælar með hvernig gengur með Uglu og kettlingana “hennar”.Magnús Hlynur Hreiðarsson Reykjavík Kettir Dýr Mest lesið Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Fleiri fréttir Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Sjá meira
Ugla er fædd 19. júní 2018 er er af tegundinni Abyssinian. Hún er frá Kolsholti í Flóahreppi. Hún hefur átt tvö got. Sagan er sú að sjö kettlingarnir hennar Rauða Rauðhetta, sem er Norskur skógarköttur frá Hlíðarenda voru nýlega teknir með keisara en hún dó eftir það vegna veikinda, og einn kettlingurinn líka. Tveimur kettlingum var komið fyrir í Grindavík og fjórum hjá Helgu Einarsdóttur og Uglu í Reykjavík. Kettlingarnir hafa fengið nöfnin Kría, Ugla, Lóa og Gaukur, allt fuglanöfn. „Ugla er rosalega dugleg en ég náttúrulega passa mjög vel að fóðra hana. Ég kem heim á daginn til að gefa henni auka gjöf, annað hvort ég eða maðurinn minn,” segir Helga Einarsdóttir, eigandi Uglu. „Leið og hún kom og sá litlu kettlingana, sem ég kom með til hennar þá lét Ugla mig bara vita; “Komdu þér í burtu, þetta er mitt, þetta er ekki þitt”, hún tók þá strax,” segir Ásdís Gunnarsdóttir, eigandi kettlinganna, alsæl með „nýju mömmu“ þeirra. Kettlingarnir fá nóg af mjólk hjá Uglu og eru duglegir að vera á spenunum hjá henni.Helga Einarsdóttir Helga og Ásdís eru sammála um að þetta hafi verið kraftaverka got af því að kettlingarnir voru ekki nema átta vikna þegar þeir fæddust. „Þetta er bara voðalega gaman og gaman að sjá þessa stóru hnoðra, þeir eru náttúrulega töluvert stærri en ég er vön með mína kettlinga þegar þeir hafa verið,” segir Helga og bætir við. „Hún er að gera góða hluti hún Ugla mín. Hún meðhöndlar þá nákvæmlega eins og sína eigin kettlinga úr gotunum hennar. Það er engin munur þar á, hún kallar eins á þá, það er bara smá meiri fyrirferð þegar það er verið að gefa þeim að drekka.” En hvað verður nú um kettlingana? „Nú er bara að finna bestu heimili, sem hægt er að finna,” segir Ásdís. Helga (t.v.) og Ásdís eru alsælar með hvernig gengur með Uglu og kettlingana “hennar”.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Reykjavík Kettir Dýr Mest lesið Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Fleiri fréttir Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Sjá meira