Rúmlega tvö þúsund sæðisskammtar úr Fróða Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 26. desember 2022 15:05 Fróði og aðrir hrútar voru kynntir í máli og myndum í Hrútaskránni, sem kom út í nóvember. Halla Eygló Sveinsdóttir Hrúturinn Fróði frá Bjargi í Miðfirði var vinsælasti hrúturinn á Sauðfjársæðingastöð Suðurlands yfir fengitímann, sem var að ljúka. Sæði úr Fróða var sent í rúmlega tvö þúsund ær. Sauðfjársæðingar stóðu yfir frá 1. desember til 20. desember hjá Sauðfjársæðingastöð Suðurlands í Þorleifskoti í Laugardælum skammt frá Selfossi. Á heimasíðu Búnaðarsambands Suðurlands segir að sæðingar hafi gengið vel fram til 16. desember en þá versnaði færð og veður og sendingar misfórust. Alls var sent út sæði í 17.000 ær og ætla má miðað við nýtingu fyrri ára að um 11.000 ær hafi verið sæddar frá stöðinni. Mest notkun var á Fróða frá Bjargi í Miðfirði en sæði í 2.130 ær var sent úr honum. Kraftur frá Skarði í Landsveit var með útsent sæði í 1.415 ær, Angi frá Borgarfelli í Skaftártungu var með útsent sæði í 1.215 ær, Askur frá Kirkjubæjarklaustri með útsent sæði í 1.065 ær og Gullmoli frá Þernunesi var með útsent sæði í 1.045 ær. Ekki tókst að anna eftirspurn eftir sæði úr Anga og Gullmola. Á heimasíðu Búnaðarsambandsins kemur einnig fram að lítil eftirspurn var eftir sæði úr mörgum af eldri hrútunum á Sauðfjársæðingastöðinni, bændur hafi verið mun spenntari fyrir nýju hrútunum, sem þýðir að ekki má slaka á að fá nýja hrúta á stöðina og huga vel að endurnýjun. Til upplýsingar er rétt að geta þess að ær ganga á 16 til 17 daga fresti frá nóvember og fram eftir vetri. Frjósemi þeirra er mest framan af þessu tímabili, þ.e.a.s. á hefðbundnum fengitíma í desember. Ærnar eru blæsma í u.þ.b. 2 sólarhringa en egglosið verður 24-30 klukkustundir eftir að beiðslið byrjar og eggið er frjótt í allt að 24 klukkustundir. Sæðið lifir í allt að 24 klukkustundir í leghálsi og eggjaleiðurum ánna. Mest notkun var á Fróða frá Bjargi í Miðfirði en sæði í 2.130 ær var sent úr honum.Úr Hrútaskránni 2022/2023 Flóahreppur Landbúnaður Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Hlaup hafið úr Grímsvötnum Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles Erlent Deilan í algjörum hnút Innlent Fleiri fréttir Sakborningur í Sólheimajökulsmáli ákærður fyrir tilraun til manndráps Týnd atkvæði séu ekki einsdæmi Hræin sem hrannast upp, eldar magnast og bassaleit Heimilisköttum haldið inni og hundaeigendur á varðbergi Með eitt og hálft kíló falið innvortis Landsfundi ekki frestað Hlaup hafið úr Grímsvötnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Sjá meira
Sauðfjársæðingar stóðu yfir frá 1. desember til 20. desember hjá Sauðfjársæðingastöð Suðurlands í Þorleifskoti í Laugardælum skammt frá Selfossi. Á heimasíðu Búnaðarsambands Suðurlands segir að sæðingar hafi gengið vel fram til 16. desember en þá versnaði færð og veður og sendingar misfórust. Alls var sent út sæði í 17.000 ær og ætla má miðað við nýtingu fyrri ára að um 11.000 ær hafi verið sæddar frá stöðinni. Mest notkun var á Fróða frá Bjargi í Miðfirði en sæði í 2.130 ær var sent úr honum. Kraftur frá Skarði í Landsveit var með útsent sæði í 1.415 ær, Angi frá Borgarfelli í Skaftártungu var með útsent sæði í 1.215 ær, Askur frá Kirkjubæjarklaustri með útsent sæði í 1.065 ær og Gullmoli frá Þernunesi var með útsent sæði í 1.045 ær. Ekki tókst að anna eftirspurn eftir sæði úr Anga og Gullmola. Á heimasíðu Búnaðarsambandsins kemur einnig fram að lítil eftirspurn var eftir sæði úr mörgum af eldri hrútunum á Sauðfjársæðingastöðinni, bændur hafi verið mun spenntari fyrir nýju hrútunum, sem þýðir að ekki má slaka á að fá nýja hrúta á stöðina og huga vel að endurnýjun. Til upplýsingar er rétt að geta þess að ær ganga á 16 til 17 daga fresti frá nóvember og fram eftir vetri. Frjósemi þeirra er mest framan af þessu tímabili, þ.e.a.s. á hefðbundnum fengitíma í desember. Ærnar eru blæsma í u.þ.b. 2 sólarhringa en egglosið verður 24-30 klukkustundir eftir að beiðslið byrjar og eggið er frjótt í allt að 24 klukkustundir. Sæðið lifir í allt að 24 klukkustundir í leghálsi og eggjaleiðurum ánna. Mest notkun var á Fróða frá Bjargi í Miðfirði en sæði í 2.130 ær var sent úr honum.Úr Hrútaskránni 2022/2023
Flóahreppur Landbúnaður Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Hlaup hafið úr Grímsvötnum Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles Erlent Deilan í algjörum hnút Innlent Fleiri fréttir Sakborningur í Sólheimajökulsmáli ákærður fyrir tilraun til manndráps Týnd atkvæði séu ekki einsdæmi Hræin sem hrannast upp, eldar magnast og bassaleit Heimilisköttum haldið inni og hundaeigendur á varðbergi Með eitt og hálft kíló falið innvortis Landsfundi ekki frestað Hlaup hafið úr Grímsvötnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Sjá meira