Þá fjöllum við einnig um óveðrið sem nú geisar í Bandaríkjunum, en að minnsta kosti átján hafa látist í fimbulkuldanum. Milljónir eru strandaglópar á flugvöllum og fjöldi er án rafmagns um jólin.
Fjöldi fólks leitaði á Bráðamóttöku Landspítalans í gær og í nótt vegna hálkumeiðsla. Þá var nokkuð um að fólk leitaði sér aðstoðar vegna ofáts.
Agnes M. Sigurðardóttir biskup Íslands fór um víðan völl í jóladagspredikun sinni frá Grafavogskirkju þar sem hún gerði ofbeldi meðal barna að umfjöllunarefni.
Þá fjöllum við um jólalottó en í hugum flestra Spánverja hefjast jólin í rauninni 22. desember. Þá er dregið í spænska jólalottóinu sem er eitt elsta og stærsta lottó veraldar. Jóhann Hlíðar fylgdist með þessum einkennilega jólasið fyrir jólin.
Þetta og fleira í hádegisfréttum Bylgjunnar á slaginu klukkan 12:00.