Segir ekkert réttlæta nafnleynd vændiskaupenda Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 23. desember 2022 19:01 Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir formaður fjárlaganefndar Alþingis. Stöð 2/Einar Þingmaður Vinstri grænna segir ekkert réttlæta nafnleynd vændiskaupenda. Endurskoða þurfi hefð dómara um nafnleynd og ef lagabreytingu þurfi til verði þingheimur að bregðast við. Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í vikunni fjölskyldumann í fjögurra ára fangelsi fyrir nauðgun, kaup á vændi, sérlega hættulega líkamsárás og frelsissviptingu í kjallara í Reykjavík í apríl í fyrra. Maðurinn var ekki nafngreindur í dómnum - en sú hefð hefur skapast hjá dómstólum hér á landi að nafngreina ekki vændiskaupendur. Þingmaður Vinstri grænna segir hefðina skjóta skökku við og til þess fallna að hlífa gerendum. „Við birtum nöfn í morðmálum eða þar sem fjallað er um mjög alvarleg ofbeldisbrot og þess vegna skýtur það skökku við að verið sé að hlífa brotamönnum í kynferðisbrotamálum og ég held að þetta geti haft alvarlegar afleiðingar fyrir þolendur, að geta ekki nema í sínum hópi sagt frá því og það berst ekki út að þetta séu aðilar sem eru að brjóta af sér og mér finnst ekkert réttlæta það að þeir njóti nafnleyndar. Það er ekkert sem rökstyður það,“ segir Bjarkey Olsen, þingmaður Vinstri grænna. Hún segir mikilvægt að dómarar endurskoði þessa hefð, sér í lagi þar sem vændi er skilgreint sem ofbeldi í lögum. „Vegna þess að ég held að þetta sé ekki eitthvað sem sé í lögum endilega að þurfi að vera með þessum hætti. Það er mikilvægt að þessi nöfn séu birt, ekki síst þar sem þetta er ofbeldi sem beinist að konum fyrst og síðast og ef við ætlum að ná utan um þolendur að þá er þetta eitt af því sem, að mínum mati, við verðum að taka á. Og ef það þarf lagabreytingu til þá verðum við að taka utan um það held ég á þingi.“ Vændi Dómsmál Dómstólar Tengdar fréttir Fjölskyldumaður hélt vændiskonu í gíslingu og nauðgaði í kjallara í Reykjavík Fjölskyldumaður nokkur hefur verið dæmdur í fjögurra ára fangelsi fyrir nauðgun, kaup á vændi, sérlega hættulega líkamsárás og frelsissviptingu í kjallara húss í Reykjavík í apríl í fyrra. Karlmaðurinn braut bein í andliti konu sem hafði selt honum vændisþjónustu í klukkustund. Hann þarf að greiða henni þrjár milljónir króna í miskabætur. 23. desember 2022 13:12 Mest lesið Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Erlent „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Eldur í þvottahúsi á Granda Innlent Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Innlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Erlent Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Erlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Sjá meira
Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í vikunni fjölskyldumann í fjögurra ára fangelsi fyrir nauðgun, kaup á vændi, sérlega hættulega líkamsárás og frelsissviptingu í kjallara í Reykjavík í apríl í fyrra. Maðurinn var ekki nafngreindur í dómnum - en sú hefð hefur skapast hjá dómstólum hér á landi að nafngreina ekki vændiskaupendur. Þingmaður Vinstri grænna segir hefðina skjóta skökku við og til þess fallna að hlífa gerendum. „Við birtum nöfn í morðmálum eða þar sem fjallað er um mjög alvarleg ofbeldisbrot og þess vegna skýtur það skökku við að verið sé að hlífa brotamönnum í kynferðisbrotamálum og ég held að þetta geti haft alvarlegar afleiðingar fyrir þolendur, að geta ekki nema í sínum hópi sagt frá því og það berst ekki út að þetta séu aðilar sem eru að brjóta af sér og mér finnst ekkert réttlæta það að þeir njóti nafnleyndar. Það er ekkert sem rökstyður það,“ segir Bjarkey Olsen, þingmaður Vinstri grænna. Hún segir mikilvægt að dómarar endurskoði þessa hefð, sér í lagi þar sem vændi er skilgreint sem ofbeldi í lögum. „Vegna þess að ég held að þetta sé ekki eitthvað sem sé í lögum endilega að þurfi að vera með þessum hætti. Það er mikilvægt að þessi nöfn séu birt, ekki síst þar sem þetta er ofbeldi sem beinist að konum fyrst og síðast og ef við ætlum að ná utan um þolendur að þá er þetta eitt af því sem, að mínum mati, við verðum að taka á. Og ef það þarf lagabreytingu til þá verðum við að taka utan um það held ég á þingi.“
Vændi Dómsmál Dómstólar Tengdar fréttir Fjölskyldumaður hélt vændiskonu í gíslingu og nauðgaði í kjallara í Reykjavík Fjölskyldumaður nokkur hefur verið dæmdur í fjögurra ára fangelsi fyrir nauðgun, kaup á vændi, sérlega hættulega líkamsárás og frelsissviptingu í kjallara húss í Reykjavík í apríl í fyrra. Karlmaðurinn braut bein í andliti konu sem hafði selt honum vændisþjónustu í klukkustund. Hann þarf að greiða henni þrjár milljónir króna í miskabætur. 23. desember 2022 13:12 Mest lesið Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Erlent „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Eldur í þvottahúsi á Granda Innlent Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Innlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Erlent Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Erlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Sjá meira
Fjölskyldumaður hélt vændiskonu í gíslingu og nauðgaði í kjallara í Reykjavík Fjölskyldumaður nokkur hefur verið dæmdur í fjögurra ára fangelsi fyrir nauðgun, kaup á vændi, sérlega hættulega líkamsárás og frelsissviptingu í kjallara húss í Reykjavík í apríl í fyrra. Karlmaðurinn braut bein í andliti konu sem hafði selt honum vændisþjónustu í klukkustund. Hann þarf að greiða henni þrjár milljónir króna í miskabætur. 23. desember 2022 13:12