Með mál Söndru Sigrúnar á borðinu en geti ekki beitt sér sem stendur Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar 24. desember 2022 12:01 Óhætt er að segja að mál Söndru Sigrúnar hafi vakið mikla athygli. Yfirvöld hér á landi eru meðvituð um mál Söndru Sigrúnar Fenton. Dómsmálaráðuneytið getur hins vegar ekki beitt sér í máli hennar fyrr en lögð hefur verið inn umsókn til þar til bærra yfirvalda í Virginíuríki í Bandaríkjunum. Í nýjasta þætti hlaðvarpsins Eftirmál, í umsjá Nadine Guðrúnar Yaghi og Þórhildar Þorkelsdóttur, er rætt við Margréti Fenton, móður Söndru Sigrúnar. Sandra hlaut árið 2013 fangelsisdóm upp á 37 ár vegna tveggja bankarána í Virginíu. Þetta er þyngsti fangelsisdómur sem Íslendingur hefur hlotið fyrr og síðar. Þar sem reynslulausn hefur verið afnumin í ríkinu mun Sandra ekki losna út fyrr en á sjötugsaldri. Frétt Vísis um málið hefur vakið töluverða athygli og fengið sterk viðbrögð á samfélagsmiðlum. Sandra hefur síðastliðin níu ár setið inni í Fluvanna Correctional Center, illræmdu öryggisfangelsi þar sem aðstæðurnar geta vart talist mannsæmandi. Í fyrrnefndum hlaðvarpsþætti Eftirmála kom fram að draumur fjölskyldunnar væri að fá Söndru framselda til Íslands svo hún geti afplánað restina af dómnum hér á landi. Myndi það ganga eftir sjá foreldrar hennar fyrir sér að flytja hingað til lands ásamt syni hennar. Margrét segir fjölskylduna ekki tilbúna að sætta sig að þetta verði örlög Söndru. Þau ætla að gera allt sem þau geta til að halda henni á lífi. Fyrir þremur árum réð fjölskyldan lögfræðing og vonuðust til að fá málið endurupptekið. Það gekk ekki eftir. Sandra á stóra fjölskyldu hér á landi. Fjölskyldan er mjög náin og hefur heimsótt hana í fangelsið úti. Í þættinum sagðist Margrét hafa verið í tölvupóstsamskiptum við utanríkisráðuneytið og dómsmálaráðuneytið vegna málsins og væri enn að bíða svara. Dómsmálaráðuneytið hefur umsjón yfir flutningi dæmdra einstaklinga milli landa. Erfitt að veita skýr svör Ísland er aðili að samningi Evrópuráðsins um flutning dæmdra manna frá 21. mars 1983 ásamt viðauka við þann samning frá 18. desember frá 1997. Bandaríkin eru einnig aðili að þessum samning. Samningur þessi er notaður í dag við flutning fanga til og frá Íslandi til annarra landa en Norðurlandanna. Þó hafa Norðurlöndin stundum byggt flutning fanga á samningnum í þeim tilvikum er lög ná ekki yfir það tilvik sem til umfjöllunar er. Í samtali við Vísi staðfesti Sveinn H. Guðmarsson upplýsingafulltrúi utanríkisráðuneytisins að ráðuneytinu hefði borist fyrirspurn varðandi málið og var því beint áfram til Borgaraþjónustunnar og Dómsmálaráðuneytisins. Þá staðfesti Fjalar Sigurðsson upplýsingafulltrúi Dómsmálaráðuneytisins í samtali við Vísi að fyrirspurn varðandi framsal Söndru Sigrúnar hefði borist. Hins vegar væri erfitt að veita svör án þess að gefa fyrirheit eða ávæning að svo stöddu og því þyrfti að binda svör ráðuneytisins við beinar spurningar um almenna meðferð á málum sem snerta íslenska fanga sem afplána refsingar erlendis. „Fangar geta farið fram á flutning til afplánunar á Íslandi á grundvelli Evrópusamningsins um flutning dæmdra manna, og er ekki skilyrði að viðkomandi ríki sé aðili að samningnum. Þegar beiðni berst um slíkan flutning er það í verkahring dómsmálaráðuneytisins að afgreiða beiðnina,“ kemur fram í skriflegu svari Fjalars. Flókið kerfi Í samtali við Vísi segir Margrét að umsókn til dómsmálayfirvalda í Virginíuríki hafi ekki enn verið lögð fram fyrir hönd Söndru. Það sé næsta skref. Hins vegar standi það fjölskyldunni fyrir dyrum að kerfið úti er þungt í vöfum og lögfræðikostnaður himinhár. „Ég bara veit ekki hvert ég á að snúa mér. Við höfum bara ekki efni á að fá okkur lögfræðing aftur.“ Íslendingar erlendis Eftirmál Fangelsismál Bandaríkin Mál Söndru Sigrúnar Fenton Tengdar fréttir Sandra Sigrún afplánar 37 ára fangelsisdóm og fjölskylduna dreymir um framsal Sandra Sigrún Fenton hlaut árið 2013 fangelsisdóm upp á 37 ár vegna tveggja bankarána í Virginíuríki í Bandaríkjunum. Þetta er þyngsti fangelsisdómur sem Íslendingur hefur hlotið fyrr og síðar. Þar sem reynslulausn hefur verið afnumin í ríkinu mun Sandra ekki losna út fyrr en á sjötugsaldri. 19. desember 2022 14:07 Mest lesið Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Erlent „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Eldur í þvottahúsi á Granda Innlent Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Innlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Erlent Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Erlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Sjá meira
Í nýjasta þætti hlaðvarpsins Eftirmál, í umsjá Nadine Guðrúnar Yaghi og Þórhildar Þorkelsdóttur, er rætt við Margréti Fenton, móður Söndru Sigrúnar. Sandra hlaut árið 2013 fangelsisdóm upp á 37 ár vegna tveggja bankarána í Virginíu. Þetta er þyngsti fangelsisdómur sem Íslendingur hefur hlotið fyrr og síðar. Þar sem reynslulausn hefur verið afnumin í ríkinu mun Sandra ekki losna út fyrr en á sjötugsaldri. Frétt Vísis um málið hefur vakið töluverða athygli og fengið sterk viðbrögð á samfélagsmiðlum. Sandra hefur síðastliðin níu ár setið inni í Fluvanna Correctional Center, illræmdu öryggisfangelsi þar sem aðstæðurnar geta vart talist mannsæmandi. Í fyrrnefndum hlaðvarpsþætti Eftirmála kom fram að draumur fjölskyldunnar væri að fá Söndru framselda til Íslands svo hún geti afplánað restina af dómnum hér á landi. Myndi það ganga eftir sjá foreldrar hennar fyrir sér að flytja hingað til lands ásamt syni hennar. Margrét segir fjölskylduna ekki tilbúna að sætta sig að þetta verði örlög Söndru. Þau ætla að gera allt sem þau geta til að halda henni á lífi. Fyrir þremur árum réð fjölskyldan lögfræðing og vonuðust til að fá málið endurupptekið. Það gekk ekki eftir. Sandra á stóra fjölskyldu hér á landi. Fjölskyldan er mjög náin og hefur heimsótt hana í fangelsið úti. Í þættinum sagðist Margrét hafa verið í tölvupóstsamskiptum við utanríkisráðuneytið og dómsmálaráðuneytið vegna málsins og væri enn að bíða svara. Dómsmálaráðuneytið hefur umsjón yfir flutningi dæmdra einstaklinga milli landa. Erfitt að veita skýr svör Ísland er aðili að samningi Evrópuráðsins um flutning dæmdra manna frá 21. mars 1983 ásamt viðauka við þann samning frá 18. desember frá 1997. Bandaríkin eru einnig aðili að þessum samning. Samningur þessi er notaður í dag við flutning fanga til og frá Íslandi til annarra landa en Norðurlandanna. Þó hafa Norðurlöndin stundum byggt flutning fanga á samningnum í þeim tilvikum er lög ná ekki yfir það tilvik sem til umfjöllunar er. Í samtali við Vísi staðfesti Sveinn H. Guðmarsson upplýsingafulltrúi utanríkisráðuneytisins að ráðuneytinu hefði borist fyrirspurn varðandi málið og var því beint áfram til Borgaraþjónustunnar og Dómsmálaráðuneytisins. Þá staðfesti Fjalar Sigurðsson upplýsingafulltrúi Dómsmálaráðuneytisins í samtali við Vísi að fyrirspurn varðandi framsal Söndru Sigrúnar hefði borist. Hins vegar væri erfitt að veita svör án þess að gefa fyrirheit eða ávæning að svo stöddu og því þyrfti að binda svör ráðuneytisins við beinar spurningar um almenna meðferð á málum sem snerta íslenska fanga sem afplána refsingar erlendis. „Fangar geta farið fram á flutning til afplánunar á Íslandi á grundvelli Evrópusamningsins um flutning dæmdra manna, og er ekki skilyrði að viðkomandi ríki sé aðili að samningnum. Þegar beiðni berst um slíkan flutning er það í verkahring dómsmálaráðuneytisins að afgreiða beiðnina,“ kemur fram í skriflegu svari Fjalars. Flókið kerfi Í samtali við Vísi segir Margrét að umsókn til dómsmálayfirvalda í Virginíuríki hafi ekki enn verið lögð fram fyrir hönd Söndru. Það sé næsta skref. Hins vegar standi það fjölskyldunni fyrir dyrum að kerfið úti er þungt í vöfum og lögfræðikostnaður himinhár. „Ég bara veit ekki hvert ég á að snúa mér. Við höfum bara ekki efni á að fá okkur lögfræðing aftur.“
Íslendingar erlendis Eftirmál Fangelsismál Bandaríkin Mál Söndru Sigrúnar Fenton Tengdar fréttir Sandra Sigrún afplánar 37 ára fangelsisdóm og fjölskylduna dreymir um framsal Sandra Sigrún Fenton hlaut árið 2013 fangelsisdóm upp á 37 ár vegna tveggja bankarána í Virginíuríki í Bandaríkjunum. Þetta er þyngsti fangelsisdómur sem Íslendingur hefur hlotið fyrr og síðar. Þar sem reynslulausn hefur verið afnumin í ríkinu mun Sandra ekki losna út fyrr en á sjötugsaldri. 19. desember 2022 14:07 Mest lesið Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Erlent „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Eldur í þvottahúsi á Granda Innlent Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Innlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Erlent Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Erlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Sjá meira
Sandra Sigrún afplánar 37 ára fangelsisdóm og fjölskylduna dreymir um framsal Sandra Sigrún Fenton hlaut árið 2013 fangelsisdóm upp á 37 ár vegna tveggja bankarána í Virginíuríki í Bandaríkjunum. Þetta er þyngsti fangelsisdómur sem Íslendingur hefur hlotið fyrr og síðar. Þar sem reynslulausn hefur verið afnumin í ríkinu mun Sandra ekki losna út fyrr en á sjötugsaldri. 19. desember 2022 14:07