Lærði af reynslu síðasta móts og tók Óðinn með Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 23. desember 2022 12:42 Guðmundur Guðmundsson er á leið með íslenska landsliðið á enn eitt stórmótið. vísir/hulda margrét Guðmundur Guðmundsson segir að það reynst erfitt að velja íslenska landsliðshópinn fyrir HM. Eftir reynslu síðasta móts ákvað hann að velja tvo hægri hornamenn. „Á bak við svona val er mikil. Auðvitað er ég búinn að skoða mjög mikið af leikjum hjá liðum hér á landi og úti um allan heim, sérstaklega þar sem maður er að velja á milli manna. Að baki þessu liggur mikil vinna og miklar pælingar,“ sagði Guðmundur við Stefán Árna Pálsson eftir blaðamannafundinn þar sem hann kynnti HM-hópinn. Öfugt við EM í byrjun þessa árs eru tveir hægri hornamenn í íslenska hópnum; Óðinn Þór Ríkharðsson og Sigvaldi Guðjónsson. Sá síðarnefndi spilaði nánast hverja einustu mínútu á EM og var meiddur í nokkra mánuði eftir mótið. En sá Guðmundur eftir því að hafa bara tekið einn hægri hornamann með á síðasta mót? „Já, að vissu leyti,“ svaraði Guðmundur. „Hugsunin þá var að hafa Teit [Örn Einarsson] inni og hann stóð sig mjög vel. Þetta þróaðist þannig að Sigvaldi spilaði svo vel í hverjum einasta leik. Það sem gerðist auðvitað á síðasta stórmóti var að við höfðum enga menn að menn að sækja. Við gátum ekki stækkað hópinn. Mig minnir að Óðinn hafi verið með Covid þannig ég gat ekki tekið hann á síðari stigum.“ Klippa: Viðtal við Guðmund um HM-hópinn Hákon Daði Styrmisson hafði betur í baráttunni við Stiven Tobar Valencia og Orra Frey Þorkelsson í valinu á öðrum vinstri hornamanni með Bjarka Má Elíssyni. Guðmundur segir að bæði Stiven og Orri hafi komið til greina í hópinn. „Já, algjörlega. Ég er búinn að sjá alla leikina með Val í Evrópukeppninni og séð Stiven standa sig vel þar. Orri gerði líka mjög vel með okkur á síðasta móti og hann var möguleiki,“ sagði Guðmundur sem er samt sáttur með valið sitt. „Hákon er búinn að spila frábærlega í þýsku úrvalsdeildinni, sterkustu deild í heimi, og er með sjötíu prósent skotnýtingu. Hann hefur komið inn í landsliðið og hefur staðið sig mjög vel.“ Allt viðtalið við Guðmund má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Landslið karla í handbolta HM 2023 í handbolta Mest lesið Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Íslenski boltinn Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Enski boltinn Setja fyrirliða sinn í bann fyrir lélegt viðhorf Fótbolti Sáttur eftir góðan sigur: „Fannst allir leggja í púkkið“ Handbolti Fimmtán tekjuhæstu íþróttakonur heims allar með meira en milljarð Sport Uppgjörið: Haukar - KA 42-38 | Markaflóð á Ásvöllum Handbolti Wirtz fékk ekki markið skráð á sig og nýliðarnir fögnuðu á Anfield Enski boltinn Viktor Bjarki heldur áfram að slá í gegn Fótbolti „Hún flutti út í eina nótt en svo var hún bara komin aftur“ Handbolti „Vorum orðnir súrir á löppunum“ Handbolti Fleiri fréttir Sáttur eftir góðan sigur: „Fannst allir leggja í púkkið“ „Vorum orðnir súrir á löppunum“ Uppgjörið: Haukar - KA 42-38 | Markaflóð á Ásvöllum Hannes tryggði sigurinn með tíunda markinu sínu Andrea mun ekki spila á HM „Hún flutti út í eina nótt en svo var hún bara komin aftur“ „Slepptum ræktinni í dag og fórum í sundleikfimi“ Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Þær þýsku of sterkar fyrir þær færeysku „Ekki sama leikgleði og hefur verið“ „Mjög margt“ sem fór úrskeiðis „Átta liða úrslit hefði verið eitthvað kraftaverk“ Sjötta tap Framara í röð en Birgir Steinn í Evrópustuði „Helvíti svart var það í dag“ Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Ótrúlegur viðsnúningur Íslandsbananna gegn Spáni Matthildur Lilja utan hóps í fyrsta leik milliriðilsins Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands „Við getum tekið þá alla“ „Mæta bara strax og lemja á móti“ Sandra markahæst í íslenska liðinu í riðlakeppninni Norðmenn og Danir kláruðu sitt en Svíar klikkuðu Bakslag á fyrstu æfingunni í Dortmund Felldi félaga sinn úr íslenska U19-landsliðinu Leiktímarnir í milliriðlinum klárir Skýrsla Ágústs: Góðir möguleikar í milliriðlinum „Eiga eftir að hjálpa okkur helling og skila okkur miklu“ „Það kom aldrei neitt annað til greina“ „Alltaf gaman að fara upp og negla“ Sjá meira
„Á bak við svona val er mikil. Auðvitað er ég búinn að skoða mjög mikið af leikjum hjá liðum hér á landi og úti um allan heim, sérstaklega þar sem maður er að velja á milli manna. Að baki þessu liggur mikil vinna og miklar pælingar,“ sagði Guðmundur við Stefán Árna Pálsson eftir blaðamannafundinn þar sem hann kynnti HM-hópinn. Öfugt við EM í byrjun þessa árs eru tveir hægri hornamenn í íslenska hópnum; Óðinn Þór Ríkharðsson og Sigvaldi Guðjónsson. Sá síðarnefndi spilaði nánast hverja einustu mínútu á EM og var meiddur í nokkra mánuði eftir mótið. En sá Guðmundur eftir því að hafa bara tekið einn hægri hornamann með á síðasta mót? „Já, að vissu leyti,“ svaraði Guðmundur. „Hugsunin þá var að hafa Teit [Örn Einarsson] inni og hann stóð sig mjög vel. Þetta þróaðist þannig að Sigvaldi spilaði svo vel í hverjum einasta leik. Það sem gerðist auðvitað á síðasta stórmóti var að við höfðum enga menn að menn að sækja. Við gátum ekki stækkað hópinn. Mig minnir að Óðinn hafi verið með Covid þannig ég gat ekki tekið hann á síðari stigum.“ Klippa: Viðtal við Guðmund um HM-hópinn Hákon Daði Styrmisson hafði betur í baráttunni við Stiven Tobar Valencia og Orra Frey Þorkelsson í valinu á öðrum vinstri hornamanni með Bjarka Má Elíssyni. Guðmundur segir að bæði Stiven og Orri hafi komið til greina í hópinn. „Já, algjörlega. Ég er búinn að sjá alla leikina með Val í Evrópukeppninni og séð Stiven standa sig vel þar. Orri gerði líka mjög vel með okkur á síðasta móti og hann var möguleiki,“ sagði Guðmundur sem er samt sáttur með valið sitt. „Hákon er búinn að spila frábærlega í þýsku úrvalsdeildinni, sterkustu deild í heimi, og er með sjötíu prósent skotnýtingu. Hann hefur komið inn í landsliðið og hefur staðið sig mjög vel.“ Allt viðtalið við Guðmund má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.
Landslið karla í handbolta HM 2023 í handbolta Mest lesið Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Íslenski boltinn Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Enski boltinn Setja fyrirliða sinn í bann fyrir lélegt viðhorf Fótbolti Sáttur eftir góðan sigur: „Fannst allir leggja í púkkið“ Handbolti Fimmtán tekjuhæstu íþróttakonur heims allar með meira en milljarð Sport Uppgjörið: Haukar - KA 42-38 | Markaflóð á Ásvöllum Handbolti Wirtz fékk ekki markið skráð á sig og nýliðarnir fögnuðu á Anfield Enski boltinn Viktor Bjarki heldur áfram að slá í gegn Fótbolti „Hún flutti út í eina nótt en svo var hún bara komin aftur“ Handbolti „Vorum orðnir súrir á löppunum“ Handbolti Fleiri fréttir Sáttur eftir góðan sigur: „Fannst allir leggja í púkkið“ „Vorum orðnir súrir á löppunum“ Uppgjörið: Haukar - KA 42-38 | Markaflóð á Ásvöllum Hannes tryggði sigurinn með tíunda markinu sínu Andrea mun ekki spila á HM „Hún flutti út í eina nótt en svo var hún bara komin aftur“ „Slepptum ræktinni í dag og fórum í sundleikfimi“ Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Þær þýsku of sterkar fyrir þær færeysku „Ekki sama leikgleði og hefur verið“ „Mjög margt“ sem fór úrskeiðis „Átta liða úrslit hefði verið eitthvað kraftaverk“ Sjötta tap Framara í röð en Birgir Steinn í Evrópustuði „Helvíti svart var það í dag“ Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Ótrúlegur viðsnúningur Íslandsbananna gegn Spáni Matthildur Lilja utan hóps í fyrsta leik milliriðilsins Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands „Við getum tekið þá alla“ „Mæta bara strax og lemja á móti“ Sandra markahæst í íslenska liðinu í riðlakeppninni Norðmenn og Danir kláruðu sitt en Svíar klikkuðu Bakslag á fyrstu æfingunni í Dortmund Felldi félaga sinn úr íslenska U19-landsliðinu Leiktímarnir í milliriðlinum klárir Skýrsla Ágústs: Góðir möguleikar í milliriðlinum „Eiga eftir að hjálpa okkur helling og skila okkur miklu“ „Það kom aldrei neitt annað til greina“ „Alltaf gaman að fara upp og negla“ Sjá meira