Handbolti

Magnaðar móttökur þegar Aron var kynntur til leiks

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Aron Pálmarsson gat ekki leynt gleði sinni þegar hann fékk frábærar móttökur frá stuðningsfólki FH.
Aron Pálmarsson gat ekki leynt gleði sinni þegar hann fékk frábærar móttökur frá stuðningsfólki FH. Vísir/Hulda Margrét

Óhætt er að segja að mikil spenna hafi ríkt í hvíta hluta Hafnarfjarðarbæjar í dag eftir að fréttir bárust af því að Aron Pálmarsson væri á heimleið á næsta tímabili til uppeldisfélags síns FH. Sú spenna náði svo hámarki þegar Aron var kynntur til leiks í Kaplakrika fyrr í kvöld.

Það var margt um manninn á stuðnings- og blaðamannakvöldi FH-inga í Kaplakrika í kvöld. Ástæðan fyrir mannmergðinni var einföld: Aron Pálmarsson, einn besti handboltamaður heims undanfarin áratug, var á heimleið.

Eins og gefur að skilja gerðu FH-ingar sem mest úr kvöldinu og úr varð hin glæsilegasta móttaka. Það ætlaði svo allt að verða vitlaust þegar Aron loksins gekk inn í salinn og mátti sjá að móttökurnar hreyfðu við leikmanninum.

Eftir að fagnaðarlátunum lægði settist Aron niður og svaraði nokkrum spurningum áður en samningurinn var svo loks undirritaður, en herlegheitin má sjá í spilaranum hér fyrir neðan.


Tengdar fréttir

„Innst inni er ég mjög ánægður með þessa ákvörðun“

Aron Pálmarsson, fyrirliði íslenska landsliðsins í handbolta og einn besti handboltamaður heims undanfarin áratug, skrifaði fyrr í kvöld undir samning við uppeldisfélag sitt FH og mun leika með liðinu á næsta tímabili í Olís-deild karla.

Aron formlega kynntur til leiks hjá FH

Landsliðsfyrirliðinn Aron Pálmarsson var rétt í þessu kynntur sem nýr leikmaður FH í Olís-deild karla í handbolta á blaða- og stuðningsmannakvöldi FH-inga. Hann gengur til liðs við félagið frá danska liðinu Álaborg að þessu tímabili loknu.

Aron á heimleið

Aron Pálmarsson, fyrirliði íslenska handboltalandsliðsins, yfirgefur herbúðir danska félagsins Álaborgar í sumar. Samkvæmt öruggum heimildum íþróttadeildar er hann á leið til FH.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×