Miður sín yfir minkafaraldri Sigurður Orri Kristjánsson skrifar 22. desember 2022 20:31 Ásgeir Pétursson, minkabóndi. Vísir/Bjarni Mikið minkafár hefur verið í Mosfellsbæ á síðustu vikum en íbúar eru uggandi yfir fjölda minka í bænum sem hafa valdið talsverðum usla. Minkarnir hafa drepið hænur og dúfur og minkabóndi á Dalsbúi í Mosfellssveit segist miður sín. Minkar hafa sést í miklum mæli í Mosfellsbæ að undanförnu og hefur hefur það komið af stað miklum umræðum hjá íbúum bæjarins sem eru slegnir yfir ástandinu. Dýrin hafa komist í hænsnakofa og drepið þar allt sem þeir hafa rekist á og eins komst minkur í dúfnakofa í bæjarfélaginu og drap heilar 39 dúfur á svipstundu. Minkar láta líka í sér heyra ef þeim er ógnað með háværi öskri. Fólk hefur jafnvel varað við því að börn séu látin sofa úti í vagni af ótta við minka. Steinar Smári Guðbergsson, meindýraeyðir, ræddi við fréttastofu en segir fólki almennt ekki stafa mikil hætta af minknum. „Maður hefur heyrt að konur séu hræddar um það að þeir fari í barnavagna og svoleiðis. Vissulega geta þeir farið upp í barnavagna en þeir myndu nú ekkert fara að gera neitt við barnið,“ segir Steinar. Ásgeir Pétursson, minkabóndi á Dalsbúi í Mosfellssveit segir minka hafa sloppið fyrir nokkru og segist miður sín. Það sé þó búið komast að því hvar vandinn lá. „Þetta er bara mjög erfitt og við erum í sjokki yfir þessu. Við vissum reyndar ekki um að það væri svona mikið af minkum sem hefðu sloppið út, og við vissum það ekki fyrr en Guðni á Hraðastöðum hringdi í mig og sagði „það er eitthvað að gerast hjá þér Ásgeir því ég er búinn að skjóta sjö aliminka.“ Ég var náttúrulega alveg steinhissa vegna þess að við förum yfirleitt alltaf yfir girðingar hérna og tékkum á því hvort það sé í lagi. Þegar að þetta varð þá fór ég strax út til þess að gá að þessu og labbaði hringinn í kringum búið og fann gat sem hafði myndast við það að jörðin var orðin svona beinfrosin að það hafði grjót stungist inn á milli, þannig að það kom gliðnun á milli nets sem er grafið í jörðu og nets sem er upp að blikki sem minkarnir eiga ekki að geta komist yfir,“ segir Ásgeir. Vísir/Bjarni Minkar búa yfir mikilli aðlögunarhæfni og finnast um allt höfuðborgarsvæðið, og Steinar meindýraeyðir segir þá vera að sjást meira en áður. „Það hefur verið það, hérna í Mosó og svo í Grafarvoginum. Bara síðustu vikur bara,“ segir Steinar. Mosfellsbær Dýr Dýraheilbrigði Mest lesið Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Innlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Fleiri fréttir Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Sjá meira
Minkar hafa sést í miklum mæli í Mosfellsbæ að undanförnu og hefur hefur það komið af stað miklum umræðum hjá íbúum bæjarins sem eru slegnir yfir ástandinu. Dýrin hafa komist í hænsnakofa og drepið þar allt sem þeir hafa rekist á og eins komst minkur í dúfnakofa í bæjarfélaginu og drap heilar 39 dúfur á svipstundu. Minkar láta líka í sér heyra ef þeim er ógnað með háværi öskri. Fólk hefur jafnvel varað við því að börn séu látin sofa úti í vagni af ótta við minka. Steinar Smári Guðbergsson, meindýraeyðir, ræddi við fréttastofu en segir fólki almennt ekki stafa mikil hætta af minknum. „Maður hefur heyrt að konur séu hræddar um það að þeir fari í barnavagna og svoleiðis. Vissulega geta þeir farið upp í barnavagna en þeir myndu nú ekkert fara að gera neitt við barnið,“ segir Steinar. Ásgeir Pétursson, minkabóndi á Dalsbúi í Mosfellssveit segir minka hafa sloppið fyrir nokkru og segist miður sín. Það sé þó búið komast að því hvar vandinn lá. „Þetta er bara mjög erfitt og við erum í sjokki yfir þessu. Við vissum reyndar ekki um að það væri svona mikið af minkum sem hefðu sloppið út, og við vissum það ekki fyrr en Guðni á Hraðastöðum hringdi í mig og sagði „það er eitthvað að gerast hjá þér Ásgeir því ég er búinn að skjóta sjö aliminka.“ Ég var náttúrulega alveg steinhissa vegna þess að við förum yfirleitt alltaf yfir girðingar hérna og tékkum á því hvort það sé í lagi. Þegar að þetta varð þá fór ég strax út til þess að gá að þessu og labbaði hringinn í kringum búið og fann gat sem hafði myndast við það að jörðin var orðin svona beinfrosin að það hafði grjót stungist inn á milli, þannig að það kom gliðnun á milli nets sem er grafið í jörðu og nets sem er upp að blikki sem minkarnir eiga ekki að geta komist yfir,“ segir Ásgeir. Vísir/Bjarni Minkar búa yfir mikilli aðlögunarhæfni og finnast um allt höfuðborgarsvæðið, og Steinar meindýraeyðir segir þá vera að sjást meira en áður. „Það hefur verið það, hérna í Mosó og svo í Grafarvoginum. Bara síðustu vikur bara,“ segir Steinar.
Mosfellsbær Dýr Dýraheilbrigði Mest lesið Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Innlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Fleiri fréttir Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Sjá meira