Minkafaraldur í Mosfellsbæ: „Þetta eru úlfar í sauðagæru“ Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 22. desember 2022 13:35 Þessa mynd tók Freyja af minknum sem hún fangaði eftir að hann var felldur af meindýraeyði. Þar sést vel hversu vel í holdum minkurinn var og vel haldinn. Freyja Kjartansdóttir Minkar sem sloppið hafa úr minkabúi í Helgadal herja nú á íbúa Mosfellsbæjar. Síðustu daga hafa minkar drepið fjölmargar hænur og dúfur. Íbúar hafa áhyggjur af stöðunni, af því að minkarnir ráðist á gæludýr og þeir kynnu að fara ofan í barnavagna. Freyja Kjartansdóttir er íbúi í Mosfellsbæ. Hún hefur orðið vör við mikinn minkagang síðustu daga og segir óhug meðal íbúa. „Hér eru margir með hænur og fólk hefur áhyggjur af kisunum sínum. Það eru líklega óþarfa áhyggjur en maður veit aldrei. Fólk hefur líka áhyggjur af smáhundum, nágrannakona mín er með þrjá hunda og er komin með fellibúr fyrir minka í forstofuna hjá sér," segir Freyja. Rúv greindi frá því að í fyrradag hafi fuglabóndi komið af átta dauðum hænum og þrjátíu og níu dúfum, hreinræktuðum dúfum af sjaldgæfri tegund. Freyja segist hafa orðið vör við einn og einn mink í gegnum árin en aldrei svona mikið af þeim líkt og nú. Fyrir um þremur vikum varð hún vör við mink á pallinum hjá sér og tók af honum meðfylgjandi myndbönd. Eins og heyra má þá gefur dýrið frá sér vægast sagt óhugnalegt hljóð sem Freyja lýsir sem „halloween öskri. Augljóst að minkarnir koma af búinu Íbúar eru mjög ósáttir við að hafa minkabú svona nálægt byggð að sögn Freyju, sem segir augljóst að minkarnir komi af minkabúi sem staðsett er í Helgadal. „Viltur minkur er bara brúnn á Íslandi en þessir eru hvítir og gráir. Þeir eru feitir og pattaralegir með fallegan feld. Fyrst þeir koma svona að ljósi og birtu og sækjast í mannfólk er því þeir eru vanir að mannfólk fóðri þá. Annars væru þeir bara ofan í holu, kæmu upp á næturnar til að éta og væru svo farnir, en þessir eru bara að dóla sér. Ég veit um fólk sem kom að mink inni í svefnherbergi hjá sér um daginn.“ Fólk fellur fyrir krúttleikanum Freyja tekur fram að minkarnir virðist gæfir og krúttlegir, en séu það alls ekki. Þá varar hún við því að setja börn út í barnavagna. Freyja KjartansdóttirAðsend „Fyrst hann er svona gæfur myndi ég sjálf ekki vilja vera með barn úti í vagni núna. Þeir sækjast í hlýju. Fólk fellur fyrir krúttleikanum en þetta eru úlfar í sauðagæru, því miður.“ Nánar verður fjallað um minkafaraldurinn í Mosfellsbæ í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Dýr Mosfellsbær Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Innlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Lögreglan lýsir eftir Birni Þorláki Innlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Fleiri Epstein-skjöl birt: Prinsinn bað um „óviðeigandi vinkonur“ Erlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Fleiri fréttir Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Lögreglan lýsir eftir Birni Þorláki Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Ósannað að fimmtán ára stúlka hafi stungið sextán ára pilt tvisvar Sameina Farice, Öryggisfjarskipti og hluta Neyðarlínunnar Sjá meira
Freyja Kjartansdóttir er íbúi í Mosfellsbæ. Hún hefur orðið vör við mikinn minkagang síðustu daga og segir óhug meðal íbúa. „Hér eru margir með hænur og fólk hefur áhyggjur af kisunum sínum. Það eru líklega óþarfa áhyggjur en maður veit aldrei. Fólk hefur líka áhyggjur af smáhundum, nágrannakona mín er með þrjá hunda og er komin með fellibúr fyrir minka í forstofuna hjá sér," segir Freyja. Rúv greindi frá því að í fyrradag hafi fuglabóndi komið af átta dauðum hænum og þrjátíu og níu dúfum, hreinræktuðum dúfum af sjaldgæfri tegund. Freyja segist hafa orðið vör við einn og einn mink í gegnum árin en aldrei svona mikið af þeim líkt og nú. Fyrir um þremur vikum varð hún vör við mink á pallinum hjá sér og tók af honum meðfylgjandi myndbönd. Eins og heyra má þá gefur dýrið frá sér vægast sagt óhugnalegt hljóð sem Freyja lýsir sem „halloween öskri. Augljóst að minkarnir koma af búinu Íbúar eru mjög ósáttir við að hafa minkabú svona nálægt byggð að sögn Freyju, sem segir augljóst að minkarnir komi af minkabúi sem staðsett er í Helgadal. „Viltur minkur er bara brúnn á Íslandi en þessir eru hvítir og gráir. Þeir eru feitir og pattaralegir með fallegan feld. Fyrst þeir koma svona að ljósi og birtu og sækjast í mannfólk er því þeir eru vanir að mannfólk fóðri þá. Annars væru þeir bara ofan í holu, kæmu upp á næturnar til að éta og væru svo farnir, en þessir eru bara að dóla sér. Ég veit um fólk sem kom að mink inni í svefnherbergi hjá sér um daginn.“ Fólk fellur fyrir krúttleikanum Freyja tekur fram að minkarnir virðist gæfir og krúttlegir, en séu það alls ekki. Þá varar hún við því að setja börn út í barnavagna. Freyja KjartansdóttirAðsend „Fyrst hann er svona gæfur myndi ég sjálf ekki vilja vera með barn úti í vagni núna. Þeir sækjast í hlýju. Fólk fellur fyrir krúttleikanum en þetta eru úlfar í sauðagæru, því miður.“ Nánar verður fjallað um minkafaraldurinn í Mosfellsbæ í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld.
Dýr Mosfellsbær Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Innlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Lögreglan lýsir eftir Birni Þorláki Innlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Fleiri Epstein-skjöl birt: Prinsinn bað um „óviðeigandi vinkonur“ Erlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Fleiri fréttir Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Lögreglan lýsir eftir Birni Þorláki Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Ósannað að fimmtán ára stúlka hafi stungið sextán ára pilt tvisvar Sameina Farice, Öryggisfjarskipti og hluta Neyðarlínunnar Sjá meira