Minkafaraldur í Mosfellsbæ: „Þetta eru úlfar í sauðagæru“ Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 22. desember 2022 13:35 Þessa mynd tók Freyja af minknum sem hún fangaði eftir að hann var felldur af meindýraeyði. Þar sést vel hversu vel í holdum minkurinn var og vel haldinn. Freyja Kjartansdóttir Minkar sem sloppið hafa úr minkabúi í Helgadal herja nú á íbúa Mosfellsbæjar. Síðustu daga hafa minkar drepið fjölmargar hænur og dúfur. Íbúar hafa áhyggjur af stöðunni, af því að minkarnir ráðist á gæludýr og þeir kynnu að fara ofan í barnavagna. Freyja Kjartansdóttir er íbúi í Mosfellsbæ. Hún hefur orðið vör við mikinn minkagang síðustu daga og segir óhug meðal íbúa. „Hér eru margir með hænur og fólk hefur áhyggjur af kisunum sínum. Það eru líklega óþarfa áhyggjur en maður veit aldrei. Fólk hefur líka áhyggjur af smáhundum, nágrannakona mín er með þrjá hunda og er komin með fellibúr fyrir minka í forstofuna hjá sér," segir Freyja. Rúv greindi frá því að í fyrradag hafi fuglabóndi komið af átta dauðum hænum og þrjátíu og níu dúfum, hreinræktuðum dúfum af sjaldgæfri tegund. Freyja segist hafa orðið vör við einn og einn mink í gegnum árin en aldrei svona mikið af þeim líkt og nú. Fyrir um þremur vikum varð hún vör við mink á pallinum hjá sér og tók af honum meðfylgjandi myndbönd. Eins og heyra má þá gefur dýrið frá sér vægast sagt óhugnalegt hljóð sem Freyja lýsir sem „halloween öskri. Augljóst að minkarnir koma af búinu Íbúar eru mjög ósáttir við að hafa minkabú svona nálægt byggð að sögn Freyju, sem segir augljóst að minkarnir komi af minkabúi sem staðsett er í Helgadal. „Viltur minkur er bara brúnn á Íslandi en þessir eru hvítir og gráir. Þeir eru feitir og pattaralegir með fallegan feld. Fyrst þeir koma svona að ljósi og birtu og sækjast í mannfólk er því þeir eru vanir að mannfólk fóðri þá. Annars væru þeir bara ofan í holu, kæmu upp á næturnar til að éta og væru svo farnir, en þessir eru bara að dóla sér. Ég veit um fólk sem kom að mink inni í svefnherbergi hjá sér um daginn.“ Fólk fellur fyrir krúttleikanum Freyja tekur fram að minkarnir virðist gæfir og krúttlegir, en séu það alls ekki. Þá varar hún við því að setja börn út í barnavagna. Freyja KjartansdóttirAðsend „Fyrst hann er svona gæfur myndi ég sjálf ekki vilja vera með barn úti í vagni núna. Þeir sækjast í hlýju. Fólk fellur fyrir krúttleikanum en þetta eru úlfar í sauðagæru, því miður.“ Nánar verður fjallað um minkafaraldurinn í Mosfellsbæ í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Dýr Mosfellsbær Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Fleiri fréttir Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Sjá meira
Freyja Kjartansdóttir er íbúi í Mosfellsbæ. Hún hefur orðið vör við mikinn minkagang síðustu daga og segir óhug meðal íbúa. „Hér eru margir með hænur og fólk hefur áhyggjur af kisunum sínum. Það eru líklega óþarfa áhyggjur en maður veit aldrei. Fólk hefur líka áhyggjur af smáhundum, nágrannakona mín er með þrjá hunda og er komin með fellibúr fyrir minka í forstofuna hjá sér," segir Freyja. Rúv greindi frá því að í fyrradag hafi fuglabóndi komið af átta dauðum hænum og þrjátíu og níu dúfum, hreinræktuðum dúfum af sjaldgæfri tegund. Freyja segist hafa orðið vör við einn og einn mink í gegnum árin en aldrei svona mikið af þeim líkt og nú. Fyrir um þremur vikum varð hún vör við mink á pallinum hjá sér og tók af honum meðfylgjandi myndbönd. Eins og heyra má þá gefur dýrið frá sér vægast sagt óhugnalegt hljóð sem Freyja lýsir sem „halloween öskri. Augljóst að minkarnir koma af búinu Íbúar eru mjög ósáttir við að hafa minkabú svona nálægt byggð að sögn Freyju, sem segir augljóst að minkarnir komi af minkabúi sem staðsett er í Helgadal. „Viltur minkur er bara brúnn á Íslandi en þessir eru hvítir og gráir. Þeir eru feitir og pattaralegir með fallegan feld. Fyrst þeir koma svona að ljósi og birtu og sækjast í mannfólk er því þeir eru vanir að mannfólk fóðri þá. Annars væru þeir bara ofan í holu, kæmu upp á næturnar til að éta og væru svo farnir, en þessir eru bara að dóla sér. Ég veit um fólk sem kom að mink inni í svefnherbergi hjá sér um daginn.“ Fólk fellur fyrir krúttleikanum Freyja tekur fram að minkarnir virðist gæfir og krúttlegir, en séu það alls ekki. Þá varar hún við því að setja börn út í barnavagna. Freyja KjartansdóttirAðsend „Fyrst hann er svona gæfur myndi ég sjálf ekki vilja vera með barn úti í vagni núna. Þeir sækjast í hlýju. Fólk fellur fyrir krúttleikanum en þetta eru úlfar í sauðagæru, því miður.“ Nánar verður fjallað um minkafaraldurinn í Mosfellsbæ í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld.
Dýr Mosfellsbær Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Fleiri fréttir Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Sjá meira